Nýtt kirkjublað - 15.04.1915, Side 5
NÝTT KTRKJTTBLAB
93
var komin miðja vegu, niður i svonefnda Hvamma — en það
er um klukkutíma gangur — man hún alt í einu eftir því,
að hún hefir gleymt að taka til sykur í pelann rninn. En
það sá hún að ekki tjáði að láta mig vera sykurlausan — eg
myndi tryllast af óþekt og skælum og telpan sem átti að gæta
min, myndi engu tauti koma við mig, ef eg fengi ekki sætt í
pelann minn. Tók hún það þá til bragðs, að hún lét matinn
frá sér þarna, þar sem hún stanzaði og hljóp heim aftur.
Sykurinn var uppi á stofulofti og var það læst. Stiginn upp
á loftið var framan við stofudyrnar í dimrnum gangi. Þegar
hún kemur að stofudyrunum finnur hún megna reykjarlykt,
og þykist vita að reykurinn muni vera í stofunni. Þrífur hún
þá stofulykilinn uppúr vasa sínum í snatri, og opnar stofuna;
og hún er þá kúffull af reyk. Þá man mamma alt í einu
eftir því, að í flýtinum, sem á henni var, þegar hún var að
fara af stað með matinn, hefir hún gleymt logandi kertisskar-
inu á borðinu. Var kertið brunnið upp til agna; frá skarinu
hafði síðan kviknað i borðinu, og var það mjög brunnið þeg-
ar mamma kom að. Telur hún vist, að bærinn hefði brunnið
til ösku, hefði hún ekki alt í einu munað eftir mér og sykr-
inum. Mátti víst litlum tíma muna, að ekki væri kviknað í
gólfinu. — Eg fekk sykurinn og fólkið matinn — þó seint
yrði þenna daginn.
Þessar sögur hefir nióðir mín sagt mér, og er það næg
sönnun þess, að þær séu áreiðanlegar.
Guðmundur Davíðsson.
Eorðurreið fjfkagfirðinga.
Æfisaga Gísla Konráðssonar segir nokkuð af heirnsókn Skag-
firðinga til Gríms amtmanns á Möðruvöllum vorið 1849. Munu
þeir ðem lesið hafa líka vilja heyra söguna sagða innan frá amt-
iDanns garði.
Eg var fyrir skemstu í heimsókn hjá frú Þóru Melsteð. Hang-
ír þar á vegg mynd af Friðriksgáfu, vék eg að þvi að skíðgarð-
urinn fyrir framan húsið hefði verið farinn, er eg var kunnugur
þar i tíð Kristjáns amtmanus. Yöktust þá upp fornar minningar
hjá frúnni, og sagði bún svo frá;