Nýtt kirkjublað - 15.04.1915, Síða 7

Nýtt kirkjublað - 15.04.1915, Síða 7
NÝTT KIRKJtJBLAÐ „Hlæjandi að heimskunni11. . . . „Seinni árÍD hefi eg oft verið að glíma í huganum við ársprænu hér uppi í dalnum. Eg held að engum hafi fyr dottið i hug, að unt væri að ná henni upp og leiða hana hingað heim, 7—8 kílóraetra. Og búinn var eg að vera hér ein 10 ár, þegar mér fyrst kom i hug að vinnandi verk væri, en nú er eg orðinn sannfærður um, að sprænan só viðráðanleg, og gæti orðið að gagni bæði til áveitu og — raflýsingar, hitunar og suðu, ef ekki vautaði vit og fé. Hve lengi ætli við fslenzku bændurnir höldum áfram þvl ó- viti, að brenna daglega máttarstoðum landbúnaðarins, en láta ljós- ið og hitann bruna svo viða fram hjá bæjarveggnum, hlæjandi að heimsku og framtaksleysi okkar. Eg fæ titring í hverja taug, þegar eg hugsa um hina aug- ljósu og huldu krafta vatnsins og rafmagnsins til ræktunar og reksturs margvíslegra starfa. Þessi öfl hafa svo margir og marg- ir heima hjá sér, en vantar ýmist vilja, þekkingu eða getu fi! að nota. Praktfskan rafmagnsfræðing í hverja sýslu þyrftum við að fá, og láta hanu hafa nóg að gera“. — — Betur á lofti haldið, brenni það sig í huga fleiri en færri, að bunuhljóðið sé storkandi hlátur yfir heimskunni og framtaksleysiuu. Skyrið hennar Bergþóru. Það var f þá tíð er Eorngripasafnið var geymt á kirkjulofti í Reykjavík, að biskupinn var sem oftar að vísítera. Biskup var eftirtökusamur og tók eftir fari sem var í kirkju- bitanum, og spurði hvaðan væri. Prestur varð fyrir svörum og sagði eins og var, að það væri eftir reipi, sem kornpokar væru dregnir á upp á kirkjuloftið. Þá sagði biskup með hógværri vandlætingarsemi: „Það á ekki að viðhafa guðshús sem geymsluhús11. Prestur svaraði: „Þetta er þó gjört við sjálfa dómkirkjuna í Reykjavík, er ýmislegt skran geymt þar á loftiuu1*. Biskup mælti: „Það eru þó ekki matvæli11. Prestur svaraði: „Jú, skyrið hennar Bergþóru11. Þá þagnaði biskup og brosti aðeins, en fliss varð frammi f kirkjunni. Var svo því máli lokið. Þetta bar við f Hólum, hinumegin Laxár . . . Leiðréttingar nokkurra mállýta. Lítið kver eftir Jón heitinn Jónasson skólastjóra í Hafnarfirði. Margt gott til athugunar. Annars er málvöndunarmönnum gjarnt að gleyma þvi, að mál-

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.