Nýtt kirkjublað - 01.05.1915, Page 2

Nýtt kirkjublað - 01.05.1915, Page 2
98 NÝTT KIRKJUBLAB fjíra ipjarni ||orsteinsson d !§iglufirði. Hér skal með nokkrum orðum minst á hið helzta er þessi maður hefir gjört í ])arfir söngs og sönglegra framfara á landi voru, og er það eigi lítið Verður j)ó gengið framhjá ýmsu, sem nútíminn festir eigi athygli sína neitt verulega við, en sem þó er eigi þýðingarlítið ef betur er að gætt; svo sem öll hin mikla vinna hans og áhugi í þarfir söngsins, er hann var söngstjóri skólapilta og stúdenta á yngri árum sínum; stóð söngur þeirra þá með miklum blóma, og þá voru mörg ágæt, útlend lög leidd hér til vegs og virðingar, sem ekki höfðu hér áður þekst. — Því næst skal snúið að aðalefni þes$arar greinar. 1. Fyrst skal minst á hin smærri söngverk hans. Má þar til telja: a. Mörg einstök lög á víð og dreif í Eimreiðinni og Skírni, (t. d. Blessuð sértu, sveitin mín. Jeg elska þig, stormur. Vakir vor í blæ. Lag við aldarminni Jónasar Hallgríms- sonar). b. Sex sönglög, útg. í Kmh. 1899. c. Tvö Iög í minningarriti Möðruvallaskólans 1900 (Vort framtíðarland. Ung er vor gleði). d. Tíu sönglög með íslenzkum og dönskum textum, útg. í Kmh. 1904. e. Eitt lag í Söngbók Templara, (Heyrðu yfir höfin gjalla). f. Þrjú sönglög, útg. í Rvík 1912. g. Fjögur lög í síðara hefti Organtóna. Eru ýms af Iögurn þessum orðin mjög útbreidd, einkum á Norðurlandi, og í hinu mesta afhaldi hjá alþýðu, eins og t. d. Eg vil elska mitt Iand. Eilt er landið. Sveitin mín. Ung er vor gleði. Svo og til einsöngs, t. d. þessi lög: Syst- kinin. Vor og haust. Taktu sorg mína. Kirkjuhvoll. 2. Þessu næst skal nefnt hið yfirgripsmesta verk hans, en það er söfnun íslenzkra })jóðlaga. Vann hann að því verki í 25 ár, og loks kom safnið út, nær 1000 blaðsíður að stærð, á kostnað Carlsbergssjóðsins í Kaupm.höfn, 1906—’09. Er það bæði mikið verk og þarft, og þó hefir því, að mestu leyti,

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.