Nýtt kirkjublað - 01.05.1915, Qupperneq 6

Nýtt kirkjublað - 01.05.1915, Qupperneq 6
102 NÝTT KIRKJUBLAB undir sama merki gagnvart sorg og dauða, sumir ungir og áræðnir, aðrir gamlir og litt herfærir, sumir með skjöld fyrir sér á gamla vísu, en aðrir berskjaldaðir, flestir miður búnir að vopnum og hlifurn en skyldi. Þetta á sérstaklega heima hjá prestunum, þessum aumingja mönnum, sem eftir lands- sið eru sendir út af örkinni til að striða við synd og sút, sorg og dauða. Þegar ungum manni var skorað á hólm í fyrri daga til að berjast við blámenn og berserki hló honum einatt hugur í brjósti, því að hann hugði gott að fá að reyna karlmensku sína, afl .og snarræði; var það ekki tiltökumál. En ægilegri er afstaða unglings, sem sendur er með guðs og Krists er- indi út á þennan vígvöll, sem eg nefndi, finni hann sig var- búinn að trú, von og kærleika. Eða er hér ekki úr vöndu að ráða? Eru þjáningar manna lítils virði? Eru líf og dauði hlutir, sem ganga kaupum og sölum, eða daglegt mál, sem jafna má yfir með handbókinni? Tökum til dæmis algengt tilfelli, sem öllum prestum, ung- um sem gömlum, hefir mætt oftar en einu sinni; það er vitj- un og þjónusta deyjandi manna. Mig minnir að eg hafi áð- ur sent dálitla grein Kirkjublaðinu (gamla) um þetta efni*. Það gerir ekkert til, eg vil aftur minnast á rnína fyrstu þjón- ustugerð við dánarbeð sjúks manns. Það var gamall náungi, hörkukarl, og enginn klerka eða kirkjuvinur, en þó raungóð- ur og sæmilega skilvis maður; var þá ekkjumaður og bjó með gamalli ekkju annars manns, og börn hans engin nærri. Þegar eg kom inn til hans og heilsaði, hvesti hann á mig augun hörð og illúðleg, að mér þótti, en hendur hans fálm- uðu ósjálfrátt til og frá um ábreiðuna. Mér varð hálf bilt,' og sá að maðurinn var kominn að andláti. Eg er enginn afreksmaður, en heldur hefði eg þá kosið að fást við einhvern „fullsterk11, en fara með sakramenti á því augnabliki. En þá segir karlinn: „Yerið þér velkominn!u Eg lét hann ekki þurfa að tala fleira, þvi að málfæri hans var orðið meira en óskýrt, og eins og að mér væri hvíslað hvað við ætti, greip eg til versins: * Höf. á við grein eftir sig í Kbl. 1895 — V. ár, 6. tbl. — „Að vitja sjúkra“. Stóð undir þeirri grein: „Uppgjafaprestur“. — Aths. ritstj.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.