Nýtt kirkjublað - 01.05.1915, Síða 8
104
NÝTT KIRKJUBLAÐ
fgumarósk.
Úr kveðjuorðum skólastjóra síra Magnúsar Helgasonar
til kennara á síðasta vetrardag.
Eg er ekki að vantreysta ykkur; fjarri ])ví. Egheíigóða
von um að þið reynist vel. En eg finn til ábyrgðar skólans,
sem hefir átt að veita ykkur undirbúning undir ])að sem við
tekur. Eg veit að við böfum allir kennararnir haft vilja til
að veita ykkur ])að, sem mœtti koma bezt að haldi á œfi-
leiðinni.
Og eg veit, hvað eg gœfi ykkur öllum saman, ef eg gæti,
helzt af öllu í farareyri og veganesti, þegar ])ið leggið héðan
út í óvissuna. Eg gæíi ykkur trú, einlæga, sterka trú, á föð-
urinn, sem aldrei breytist né bregst. Þið vitið að eg meina
ekki með trú neina varajátning svo og svo niargra Iærdóms-
greina, heldur lífsskoðun, sannfæringu, ])á, að þið eigið guð
að föður, í gleði og í sorg í lífi og dauða, að það er gæfan
eina að nálgast hann, ógæfan eina að firrast hann, — sann-
færing sem er ekki einungis huggun í sorgum, heldur og styrk-
ur í stríði og önnum, æfinleg vörn og viðvörun við illu og
röngu, sífeld hvöt til framsóknar í góðu; Ijós sem gjörir bjart
i huganum, yfir lífinu og yfir dauðanum,
Ifmœlisvísur.
Integér vitae.
Himinsól skini hlýtt á þína vegi,
húmskuggar víki, grandi þeir þér eigi.
Framtíð þín verði bjartur, blíður, fagur,
brosmildur dagur.
Vit þú, að þinni lífsferð gefur gætur
guð, sem að bjarta sólu skína lætur;
gæfan er þess, er gengur hans á vegi. —
Gleymdu því eigi!
A. V.