Nýtt kirkjublað - 01.05.1915, Page 13

Nýtt kirkjublað - 01.05.1915, Page 13
NÝTT KIRKJUBLAÐ 109 og andaðist rétt á eftir. Er síra Böðvar ]já kosinn prestur i Árnesi og þjónaði þar síðan. Fált segir af Ströndum. Um langan veg að spyrja. Lang- fæstar messur þar í prestakalli undanfarið. Bú sira Böðvars stóð með allgóðum blóma, varpið allmikið, og mörg matar- holan á Ströndum. Einkar vel látinn, segja kunnugir hér. Kvænlur var síra Böðvar 1910. Heitir ekkjan Steinunn Pétursdóttir, og verður fyrst til íslenzkra prestaekkna að fá eftir- laun eftir lífeyrislögunum 1907. Þeir entust stutt í prestsstöðu bræðurnir: Síra Eyjólfur Kolbeins á Melstað andaðist 1912, litlu eldri en bróðir hans lézt nú. kilnaðurinn. Eitt væri áreiðanlega unnið við skilnaðinn, og það er að sambandsmálið væri ])á ekki lengur notað í þessum undir- boðs-skollaleik flokkanna. Og þá væri líka sjálfdottið úr sögunni þetta sem heimsk- ast er og lubbalegast i blaðagreinunum, brigzlin um ættjarð- arsvik og málamensku bjá Dönum. Hér í blaðinu er ritað fyrir einuin tveim árum: „Það er enginn vegur að hér geti þrifist sambandsfylgi í landinu, meðan þverhandarskugga ber frá dönsku kúgunar- valdi, er kynni að vilja halda oss nauðugum“. Nú munum vér það nær en þá, að vér vitum, að Danir létu oss sigla vorn sjó, ef sambandi væri sagt upp eða slitið af vorri hálfu. Ónotalaust yrði það tæpast á báðar hliðar, en engin kúgun yrði við lítilmagnann. Svo hygg eg allir verði að skilja orð og gerðir Dana síðustu árin, sem þar bafa eitthvað lagt til mála og átl eitthvað undir sér. Meira að segja mun nú ofarlega í allmörgum Dönum a? verða enda fyrri til að leysa um hnútana. Þó ætla eg að þeir sem ráð- in og völdin hafa nú og áfram vilji ekki skilnað, þyki heldur skerðing i. En eitt er víst: Valdi verður eigi beitt, og vopnum verð- um vér eigi sóttir. Þar er undirstaðan komin til sambandsfylgis hér í landi,

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.