Nýtt kirkjublað - 15.05.1915, Page 6

Nýtt kirkjublað - 15.05.1915, Page 6
118 NÝTT KIRKJTJBLAB ið, og datt og meiddi sig svo illa, að dró til- dauða eftir mikl- ar og langar þrautir. Hann dó í Gaulverjabœ 23. júlí 1887. f Björn iigfússon organleikari á lúsavík. Fœddur 13. sept. 1877. Dáinn 21. febr. 1915. Hann andaðist á Akureyri og var jarðsunginn þar. Kona hans var Herdís, dóttir Jakobs borgara Hálfdánarsonar á Húsavík, og yrkir kona á Akureyri, Sigríður Jónsdóttir, í orða stað ekkj- unnar, skilnaðarljóðin sem á eftir fara: Með þakklæti’ og kærleik eg kveð þína gröf, eg kveð hina dýrustu æfinnar gjöf, og heim sný að húsinu auða. En minningar ber eg þó með mér þar inn eg man það til æfikvölds, vinurinn minn, er söngstu mér — særður til dauða. Þó heima mér finnist nú húsin mín tóm, og hafi þar fölnað mitt kærasta blóm, og öll sýnist ánægja flúin; þá andarnir mætast á ókunnum stað, því ei megnar dauðinn að skilja’ okkur að. Þá huggun mér heimfærir trúin. Eg veit það var ósk þín að yrði’ eg nú sterk að inna með djörfung af hendi þau verk, sem forsjónin fær mér að vinna. Og því skal eg reyna að vinna þau vel og víkja’ ei frá réttu, unz sækir mig hel, og fæ eg þig aftur að finna. — Þó stutt yrði líf þitt og söknuður sár, þá samt mun eg þakka um komandi ár, það yndi er eg hefi notið. Því þú varst mér sólgeisli lífsins á leið, því iýsir nú minningin fögur og heið um gjöf sem af guði hefi hlotið, —

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.