Nýtt kirkjublað - 15.05.1915, Side 8
120
NÝTT KIRKJUBLAf)
frá Norðurlöndum, til að sœkja háskóla í Vesturheimi, og eins
amerískum stúdentum af norrænu kyni til háskólavistar á
Norðurlöndum. Sex voru þeir háskólaárið 1914—’ 15, sem
nutu hins síðarnefnda og í þessum mánuði verða aðrir 6 eða
fleiri nefndir til.
íslahd sést hvergi nefnt í auglýsingum stofnunarinnar, og
þurfum vér á oss að minna og koma því inn hjá stjórnend-
um, sem rétt er og satt, að hvergi mun í heimi kostur á jafn-
góðum Edduskýringum og við háskóla íslands. Munu styrk-
þegar að vestan sumir hverjir fást við norræn fræði, og ættu
þeir hingað helzt að sækja.
Hér í Reykjavík þyrfti að vera fulltrúi ritsins (advisory
editor), og væri vel, gæti ritið fengið einhverja útbreiðslu hér,
þó þvi að eins, að þessi stofnun vilji við oss kannast sem
sérstætt og sjálfstætt land, og hafa bein skifti við oss.
Þetta er sama stofnunin, og hinn virðulegi vinur vor,
Lorentzen prófessor frá New-York, var hér með fyrir 2 árum.
Var sagt af heimsókn hans í 16. blaði 1913, en þar ekki
greint sem réttast um sjóðinn. Gerðist Björn prófessor Olsen
þá félagi stofnunarinnar, og var honum gefið undir fótinn
með, að hann mundi geta, við tækifæri, komið á framfæri
stúdentum héðan til háskólanáms vestra (scholarship). En
svo rak dr. Björn sig á, að umsóknin þurfti að ganga um
hendur nefndar í Danmörku, og þá eigi við það eigandi, og
sjálfgefið að enginn Islendingur sætir því boði, og þurfa þeir
vestra, sem vilja oss vel, það að vita og skilja.
Væri það ekki sérstaklega verk Háskólans og Stúdenta-
félagsins, að koma að þeim skilningi.
Heimurinn viðurkennir okkur ekkf íjórðu þjóð Norður-
landa, minnum við ekki dálítið á okkur sjálfir.
Athugasemd við greinina um síra Pál Sigurðsson.
Bezti heimildarmaður reit mér samanburðiun á Hjaltabakka
og Melstað (bls. 116—117). Athugaði eg í Prestatali, í'yrst er fu.ll-
sett var, að sr. Guðraundur Vigfússon, prestur að Borg og Melstað,
sat aldrei Hjaltabakka. Eini maðurinn sem þetta gat hafa sagt,
var Halldór próíastur Ámundason, dáinn 1843. Hann var nokkur
ár á Hjaltabakka, áður en hann fekk Melstað. Setti eg þá inn nafn
hans, þótt eigi viti betur, en prýðisvel hafi hann komist af á Melstað.
_____________Ritstjóri: ÞÓRHALLUR BJARNARSON.
F élagspren tsmiðj a n.