Nýtt kirkjublað - 15.10.1915, Síða 1

Nýtt kirkjublað - 15.10.1915, Síða 1
NÝTT KIRKJTTBLAÐ HÁLFSMÁNAÐARRIT FYRIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGA MENNING 1915 Reykjavík, 15. október 20. blað Jungamiðja trúar vorrar. Getur Kristur verið hugsandi nútíðarmönnum leiðtogi til eilífs lifs og sáluhjálpar? Er Kristur enn sá virkileiki, er geti haft áhrif á líf þeirra manna, sem alist hafa uppi í and- rúmslofti vorra tíma og mótast andlega af mentun þeirra? Svo spyrja margir, og þeir eru ekki fáir sem álíta, að þeirri spurningu beri að svara neitandi. Tvent er sérstaklega sem veldur því, að Kristur verður nútíðarmönnum ekki sá virkileiki, er hefir áhrif á líf þeirra. Annað er sú skoðun, sem kirkjan hefir um aldaraðir fylgt fram, að Kristur sé einhver óskynjanleg tvivera, guð og mað- ur í senn. Ilitt er sú býsna almenna ímyndun, að Kristur hafi í lifsskoðun sinni og kenningu verið heimsflótta- og mein- lætamaður, og því verði öll eftirbreytni eftir honum ógerning- ingur fyrir hvern þann, er arm fegurð og lífsgleði, þekkingu og mentun. Hvorugt þetta fær samrýmst lýsingu guðspjallanna á Jesú. Yrði mönnum það fyllilega ljóst og gerðu menn sér far um að kynnast rækilega þeirri mynd af Jesú, sem í guð- spjöllunum blasir við oss, geri eg ráð fyrir, að þessum mönn- um mundi brátt skiljast, hvilíkt tilefni til alvarlegrar sjálfs- prófunar það er, að nerna staðar frammi fyrir mannsins syni, hvílík uppörfun, hvílík blessun, hvílík huggun er i því fólgin, að virða hann fyrir sér þar og elska hann. Kristur er þungamiðja kristnu trúarinnar, það getur ekki orkað tvímælis. En svo sem þungamiðja kristnu trúarinnar verður hann vitanlega einnig þungamiðjan i lifi hvers þess manns, sem í einlægni játar kristna trú.

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.