Nýtt kirkjublað - 15.10.1915, Page 7
_ JSITT ™JÚBLAÐ 2j9
Hún rekur sig þá fyrst á þetta, „live víða maður sér eld-
gamla garða á beztu stöðum, sem lagðir bafa verið niður fyrir
mörgum tugum ára, og bendir á afturíör“.
Hvað þetta minnir mig á, er faðir minn var að sýná mér í
kaupstaðarreið alla niðurlögðu matjurtagarðana inn frá Laufási.
Minnir að hann segði mér að um miðja 19. öld hefði komið sá
fjörkippur í garðræktina, og kulnað svo út. Segi þeir um það er
betur vita.
Alstaðar þurfti hún, konan f Skagafirði, að „sýna handtökin11,
en tilfinnanlegastur skortur handverkfæra, sem flestir ætla sér úr
að bæta fyrir næsta ár.
Hún ritar svo um árangurinn:
„Það var annars ánægjulegra en eg geti greint með orð-
um, hve vel þessum leiðbeiningum var tekið, og hve feykilega
húsmæðurnar og unglingarnir urðu fegin, að fá svona sérstaka til-
sögn í þessu.
Unglingar og börn virðast sem upplögð til að sinna svona
löguðu“.
„Þarna var aðal-áherzlan Iögð á rófnarækt og kartöflur. Þar
sem tök voru á, var komið upp blómgörðum, en trjáplöntur höfð-
um við ekki“.
Tilfinnanlegastur þótti henni þekkingarskorturinn á því að
fara með verkfæri. — —
Hressingin var einkum þessi, að heyra það, hvað unga fólkið
tók þessu vel. Hrollur og kvíði tíðum, að þetta uppvaxandi skóla-
fólk vilji einmitt ekki snerta á verki. —
Eg var nýskeð að lesa enska dýrtíðarprédikun — að spara og
spara. Man eg þar ekki annað úr en það, að einhver, sem stór-
rlkur var orðinn á mustarðsgjörð, var spurður hvernig hann gæti
grætt á þeirri vöru, sem jatnlítið væri neytt. Kvaðst hann eigi
hafa grætt á þvi er etið væri, heldur hinu, sem eftir yrði á diskinum.
Ánægjulegra hitt óneitanlega, að aukið vit og strit verði til
bjargar.
Og sandjörðin hérna við sjóinn, f kring um Faxaflóa, æpir á
hvorttveggja hjá oss.
Fæddir, fermdir, giftir, dánir 1914:
Fæddir sveinar 1230 (1182), fæddar meyjar 1159(1122), sam-
tals 2389 (2304). Af þeirri tölu audvana íædd 56 (88). Óskilget-
in börn 333 (295). Eermdir 896 sveinar, 887 meyjar, samtals
1783 (1707). Hjónabönd 493 (494). Hánir alls 1485 (1144), 776
karlmenn, 709 kvenmenn. Voveiflega hafa dáið 98 (86), aí þeim