Nýtt kirkjublað - 01.04.1916, Síða 2
74
NÝTT KIRKJUBLAÍ)
hafði þá lagt fyrir Jesúm spurninguna: Eg særi þig við hinn
lifanda guð, að þú segir oss það, ef þú ert Kristur, sonur
guðs? Og Jesús hafði þá svarað spurningunni játandi. Svo
eiginlega hefðu fjandmenn Jesú mátt láta sér nægja þá játn-
ingu. En svo gífurlegt hneyksli fanst þeim játning þessi, að
það er þvi líkast sem þeir hafi beint ekki trúað sínum eigin
eyrum. Þegar þeir því byrja yfirheyrsluna aftur, í dögun
morguninn eftir, og Jesús hefir verið færður inn í ráðstofuna.
þar sem æðstu prestarnir, hinir skriftlærðu og alt ráðið var
samankomið, þá verður það þeirra fyrsta verk að vekja aftur
máls á þessu, hvort hann sé Kristur, hvort hann sé guðs-son-
urinn. Og þegar svo Jesús hefir endurtekið játningu sína frá
kveldinu áður með þessum orðum: „Þér segið satt, því að
eg er það“, þá þarf ekki að yfirheyra lengur. Fjandmenn
Jesú þurfa nú ekki framar vitna við, þeir hafa sjálfir heyrt
af munni hans, það sem þeir óskuðu að fá vottfest. Því
slíta þeir fundinum, til þess að selja Jesúm í hendur lands-
höfðingjanum, sem einn hafði að lögum vald til að dæma
Jesúm.
Fyrir þessa sömu játningu sína hefir Jesús á öllum öld-
um verið dæmdur af mótstöðumönnum sínum. Þeir kunna
að hafa kannast við það, að margt hafi Jesús sagt, er beri
vott um vísdóm, og margt hafi Jesús gert, sem beri vott um
mannelskufult hjarta. En þá hafi hann vissulega farið lengra
en góðu hófi gegndi, er hann sagðist vera Kristur og guðs
sonur.
En það eru fleiri en mótstöðumenn Jesú, sem hafa átt
erfitt með þessa játningu hans frammi fyrir æðstu prestunum
og ráðinu. Einnig mörgum, sem vildu ekkert fremurenvera
vinir Jesú og lærisveinar, hefir hún búið erfiðleika. Eg geri
meira að segja óhikað ráð fyrir, að þeir séu langsamlega
fæstir hér inni á þessari stundu, sem ekki hafa einhverntíma
orðið að glíma við þessa spurningu: Var hann Kristur, son-
ur guðs? Og einmitt þess vegna hefi eg dregið þessa alvar-
legu spurningu fram hér í kveld, að mig langaði til að mega
rétta einhverjum lítilsháttar hjálparhönd, sem kynni að eiga
erfitt með hana, svo afar-þýðingarmikif sem hún er fyrir a.lla
lærisveins-afstöðu vora til hans.