Nýtt kirkjublað - 01.04.1916, Qupperneq 3
NÝTT KIRKJUBLAÐ
'75
„Ertu Kristur?“ „Ertu þá guðs-sonurinn ?“ Svo spurðu
óvinir Jesú forðum, og svo er enn í dag spurt af mörgum,
bæði óvinum og vinum.
Eg verð hér fyrst af öllu að vekja athygli yðar á því,
að á vörum Gyðinga var þetta tvent „Kristur“ og „guðsson-
urinn“ ekki tvent hvað öðru óskylt, heldur eitt og liið sama.
í því efni tekur einmilt texti vor af öil tvímæli. Spurning-
in síðari: „Ertu þá guðs-sonurinn?“ er ekki ný spurning
heldur endurtekning spurningarinnar á undan: „Ertu Kristur?"
aðeins með öðrum orðum. Eg hefi þráfaldlega rekið mig á,
að alment er mönnum þetta ekki fyllilega Ijóst. Fjöldi manna
heyrir ekki fyr talað um Jesúm sem guðs son, en hugurinn
hverfur allur að því, að Jesús hafi verið sonur guðs í sömu
merkingu og á sama hátt og þú ert sonur eða dóttir þíns
jarðneska föður. En þetta höfðu Gyðingarnir alls ekki í huga
er þeir spurðu: „Ertu Kristur? Ertu þá guðs-sonurinn ?“
Og þegar Jesús svarar spurningu þeirra játandi, þá er hann
ekki heldur að gefa neinar upplýsingar um faðerni silt í þess-
ari merkingu, heldur er svar hans nákvæmlega í sama anda
sem spurning þeirra. Þegar þeir spyrja: „Ertu Kristur —
ertu þá guðs-sonurinn?“ þá spyrja þeir hann: hvort hann sé
sá erindreki guðs, sem fyrirheitin hljóða um og spámennirnir
höfðu spáð um, að guð mundi smyrja, „til að flytja fátækum
gleðilegan boðskap, boða bandingjum lausn og blindum að
þeir skuli aftur fá sýn, til að láta þjáða lausa, til að kunn-
gjöra hið þóknanlega ár drottins“. Og þegar Jesús geldur
spurningu þeirra jákvæði sitt, þá gerir hann ómótmælanlega
tilkall til að vera þessi drotlins smurði, það og ekkert annað.
En einmitt það, að þetla er inntak játningarinnar, sem Jesús
gerði með dóm og dauða fyrir augum, gefur henni þá meg-
inþýðingu fyrir lærisveinsafstöðu vora til hans, sem játning
hans hefði ekki haft, ef merking hennar hefði verið hitt, sem
eg nefndi, og margir leggja í orðin.
Til þess að gera yður þetta ljóst, vil eg minna yður á
hvað Jesús sagði um tilgang komu sinnar í heiminn. Hann
lýsir honum með þessum alkunnu orðum: „Mannssonurinn er
kominn til að leita hins týnda og frelsa það“. Hann er kom-
inn í heiminn til að vekja mennina af dauðasvefni syndalífs-
ins, svo að þeir taki sinnaskiftum, hverfi aftur til föðursins,