Nýtt kirkjublað - 01.04.1916, Page 4

Nýtt kirkjublað - 01.04.1916, Page 4
76 NÝTT KIR'KJUBLAÐ gangi honum á hönd í lifandi trausti til náðar hans, í heilögu, guði helguðu liferni. I þessum tilgangi kallar hann oss til lærisveins-sambands við sig. „Og kennið þeim að halda alt sem eg hefi boðið yður“ segir hann að skilnaði við þá ellefu á fjallinu. En til þess nú að Jesús geti gjört þá kröfu til vor, að vér höldum alt, sem hann hefir boðið, og til þess að hann í ofanálag geti heimtað það jafn skilyrðislaust og hann gerði það, — og allar kröfur Jesú til lærisveina sinna eru einkenni- lega skilyrðislausar, — þá verður hann að hafa valdið til þess að ofan, frá guði sjálfum. Að öðrum kosti geta orð hans ekki verið bindandi fyrir mig eða fyrir þig, fremur en orð hvers annars manns, sem til vor talar, eða gjörir lil vor kröfur sínar. En hafi Jesúr talað af guðlegu valdi, hafi hann talað sem erindreki guðs, þá talar líka guð sjálfur fyrir munn hans og mitt og þitt verður að hlýða og gerast sekir við guð ella. Nú vitum vér allir, að Jesús hejir játað sig vera slíkan erindreka guðs. Hann gerði það einmitt með því að játa spurningunni: Ertu Kristur — ertu guðs-sonurinn? Að mínu viti er ekkert i veröldinni jafn ótvírætt og það, að Jesús hefir játað það sjálfur, og staðfest það með eiði, að hann væri Kristur, sonur guðs, og hefði verið búinn guðlegu valdi og guðlegu umboði til að kalla menn til afturhvarfs og lifernis- betrunar, til þess með því að frelsa oss frá yfirvofandi dauða og glötun. Og meira að segja: Jesús hefir ekki aðeinsjátað þessu og staðfest það með eiði, hann hefir einnig lagt lífið i sölurnar fyrir þessa játningu sína. Alt það sem fram við hann kemur á píslarferli hans, alt sem þú sér hann líða frá því augnabliki, er hann gekk yfir lækinn Kedron inn i gras- garðinn, þangað til hann hneigði höfuð sitt í dauðanum á krossinum, var að réttu lagi atleiðing þess, að hann játaði sig vera Krist, guðs soninn, þ. e. drotlins smurða. Og nú vil eg spyrja þig, kristinn bróðir eða systir, sem enn kant að eiga erfitt með þessa þýðingarmiklu spurningu óvina Jesú, og ert áhyggjufullur þess vegna, afþví að þú hefir hugboð um, hve mikilvæg hún er: Finst þér það líklegt, að Jesú hafi skjállast í þessum framburði sínum. Finst þér það trúlegt, að Jesús hafi blekt sjálfan sig til að játa slíku, og

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.