Nýtt kirkjublað - 01.04.1916, Síða 5
NÝTT KIRKJUBLAÐ
77
meira að segja farið svo langt í sjálfsblekkingunni sem það
óneitanlega væri, að leggja lífið i sölurnar fyrir einhvern liug-
arburð eða einhverja draumóra? Eg get ekki gert ráð fyrir
neinni sál hér inni, er þessu vilji svara játandi.
En það er sitt hvað að neita því að Jesús hafi talað
sem draumóramaður, er hann játaði sig vera Krist, guðs son,
og hitt að trúa á hann sem Krist, guðs son. Og það er þetta
síðartalda, sem eg sagði, að veitti svo erfitt, mörgum manni,
sem þó þráir ekkert heitara en að trúa á hann, með því hans
æðsta óskamið er að vera lærisveinn Jesú, en hann veit, að
til þess útheimtist trú fyrst og fremst.
Eg vil þá strax taka það fram sem sannfæring rnína, að
einmitt þeir menn, sem svo er farið, að þeir þrá innilega að
trúa á Jesúm seni Krist, guðs son, að einmitt þeir trúi á
hann, að einmitt þeir séu úr flokki hans sönnu lærisveina.
En hvernig get eg litið svo á? Þessi þrá þeirra er mér tal-
andi vottur þess, að guðs andi er farinn að vinna sitt góða
verk í hjörtum þeirra, að þeir eru þegar farnir að elska hann,
farnir að halda boðorð hans. Að þeir þrátt fyrir þetta álíta
sig ekki orðna trúaða, orsakast af því að þeir misskilja trúar-
kröfuna. Eg hefi áður margsinnis bent á þetta bæði hér og
annarstaðar, en það er sannleikur, sem ekki verður of oft
endurtekinn, hæði vegna þeirra, sem sjálfir telja sig trúaða,
en eru það alls ekki, og vegna hinna (og það ekki síður), sem
álíta sig ekki trúaða, en eru það í raun og veru, þótt þeir
viti ekki af því.
Því hvað er það að trúa á Jesúm sem Krist, guðs son?
Eg skal fyrst segja yður hvað það er ekki. Það er ekki það að
taka gilt alt það sem góðir og velmeinandi lærisveinar hafa
kent eða sagt um uppruna Jesú, um eðli hans, um afstöðu
hans til föðursins eða um afstöðu hans til hjálpræðis vors.
Eg neita því engan veginn, að mikið af þessu kunni að vera
bæði satt og rétt og viturlega talað. En það er engan veg-
inn sjálfsagt, að vér trúum á Jesúm sem Krist, guðs son,
þótt vér tökum það alt sem góða og gilda vöru. Þeir hafa
verið til á öllum tímum, sem vegna þess að þeir voru svo
gerðir, að geta samsint öllu þessu, álitu sjálfa sig vera hina
sönnu trúmenn, en litu með meðaumkvun — er hezt lét —
og stundum með kulda og fyrirlitningu til annara, sem svo