Nýtt kirkjublað - 01.04.1916, Side 6
78
NÝTT KHtKJUBLAÐ
voru gerðir, að geta ekki fylgt þeim í þessu. En þeir voru
ekki alt af sannir trúmenn, sannir lœrisveinar Jesú. Þvi að
þá vantaði einatt það, sem er sjálft hjarta, sjálfur insti kjarni
trúarinnar. Hvað er það þá að trúa á Jesúm sem Krist,
guðs son? Það er alt annað og miklu meira en þetta sem
eg nú nefndi. Sönn og sáluhjálpleg trú er ekki þekkingarmál
fyrst og fremst, heldur hjarta-afstaða. Að trúa á Jesúm sem
Krist, guðs son, það er að „élsha hann sökum velgerninga
hans“ hefir Lúter sagt. Þetta er sú eina trú, sem nokkuð
gagn er í. Þér getur veitt ervitt að samsinna ýrnsu því, sem
góðir menn og guðhræddir hafa um hann skrifað og skrafað,
en ef þú elskar hann, þá hefir þú trúna, þú ert orðinn læri-
sveinn hans: Þetta er engin ný kenning. Þetta er hin gamla
kristna trú, sem var i upphafi, er enn og mun verða til enda
veraldar. Þetta er það sem Jesús leggur megin-áherzluna á.
Það er býsna eftirtektavert, að þegar Jesús upprisinn opin-
berast lærisveininum, sem þrisvar i röð hatði afneitað honum,
þá sagði hann ekki við hann, svo eðilegt sem það hefði mátt
virðast: Símon Jónasson, trúir þú á mig? Heldur sagði
hann, eins og vér munum öll: „Símon Jónasson, elskar þú
mig?u Jesús snýr sér þar beint að þvi, sem i hans augum
er hjarta og insti kjarni trúarinnar, og um leið rót og grund-
völlur hins rétta lærisveins-sambands.
Því að hvað er að elska Jesúm ? Einnig það þurfum
vér að álita. Að elska Jesúm er ekki sama sem að bera
hlýjan hug til hans eins og vér berum hlýjan hug til einhvers
vinar vors í fjarlægð, t. a. m. norður i landi eða vestur í
Ameríku, sem vér getum ekki minzt, án þess að hlýjar til-
finningar fari um oss allan. Jesús hefir sjálfur sagt í hverju
elskan til hans væri fólgin: „Ef þér elskið mig, þá haldið
þér mín boðorð.“ Þess vegna sagði hann líka við lærisveina
sína á fjallinu að skilnaði: „Og kennið þeim að halda alt,
sem eg hefi boðið yður“.
Það, sem eg þá vil biðja yður, kristnu vinir, að festa
yður vel i minrii, er þetta: Að trúa á Jesúm, sem Krist, guðs
son, er að elska hann, og að elska Jesúm er að halda alt,
sem hann hefir boðið svo sem af guði talað fyrir hans munn.
Að elska Jesúm sem Krist, guðs son, er að lifa Jesú, að helga
honum líf vort, hugsanir vorur, orð vor, athafnir vorar, helga