Nýtt kirkjublað - 01.04.1916, Side 7

Nýtt kirkjublað - 01.04.1916, Side 7
NÝTT KIRKJTJBLAÐ 79 honum, ef svo mætti segja, hvern andardrátt lífs vors. Þarna og hvergi annarstaðar er mælikvarðinn á kristindóm vorn, hvers virði hann er, eftir Jesú eigin orðum: „Ef þér elskið mig, þá haldið þér mín boðorð“. Alt. annað er fánýtt, alt annað er einskisvirði, alt annað er sem brothætt glerið og bólan þunna, sem ómögulegt er að treysta. En það sem ger- ir hitt svo mikilsvirði, gjörir það að kjarna og kórónu kristi- legrar trúar og kristilegs lífs, er það, að enginn getur lifað Jesú, án þess um leið að lifa guði, lifa föðumum, sem sendi hann; að enginn getur haldið hans boðorð án þess um leið að gjöra guðs vilja. Að elska Jesúm sem Krist, guðs son, er að elska guð í honum; að hlýða honum, er að hlýða guði i honum. Því að það, sem gerir Jesúm að Kristi, að guðs syni, það er nmfram alt þetta, að guð er í honum og talar til vor í honum, og kemur til móts við oss i honum. Þetta er heldur ekki nein ný kenning, kæru tilheyrendur. Það er gamla kristna trúin, sem var i upphafi, er enn og mun verða til enda veraldar. Það er þetta, sem Páll kallaði „guðhræðsl- unnar mikla leyndardóm“. Og hvaðan hafði Páll fengið það? Frá sjálfum Jesú höfum vér meðtekið þetta. Hann hefir sjálf- ur trúað oss fyrir þessum mikla leyndardómi sínum: „Trúir þú ekki, segir hann, að eg er í föðurnum og faðirinn i mér. Þau orð, sem eg tala til yðar, þau tala eg ekki af sjálfum mér, en faðirinn, sem i mér er, hann gjör- ir verk sín“. — Þess vegna sagði eg áðan, að ómögu- legt sé að lifa Jesú, án þess um leið að lifa guði, ó- mögulegt að halda boðorð Jesú, án þess um leið að gjöra guðs vilja. En nú vitum vér öll, að „sá sem gjörir guðs vilja varir að eilífu“. Og þá ætti það líka að vera oss öllum aug- ljóst orðið, hve trúin á Jesúm sem Krist, guðs son, er afar- þýðingarmikil. Að trúa á Jesúm sem Krist, guðs son, að elska Jesúm sem Krist, guðs son, það er hvorki meira né minna en sjálft eilífa lífið, — eilífa lífið, sem guð ákvarðaði oss til, er hann samkvæmt vísdómsráði sínu lét Jesúm fæðast í heiminn, til að leita hins týnda og frelsa það, — er hann gaf oss Jesúm að frelsara og hjálpara, að bróður og vini á ölium vorum vegum. Þegar eg því aftur hugsa til þeirra, sem einlæglega þrá

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.