Nýtt kirkjublað - 01.04.1916, Side 8
80
NÝTT KIRKJUBLAÐ
að trúa á Jesúm sem Krist, guðs son, en hafa enn ekki get-
að fundið lijarta sinu frið og hvíld í trúnni, |)á vil eg segja
við þá: Verið óhræddir. Hér er vissulega engin hætta á ferðum.
Því að við sérhvern þann, sem svo er ástatt fyrir, að hans
heitasta þrá er að geta horft framan í Jesúm segjandi:
„Herra, þú veizt, að eg elska þig!“ — við slikan mann er
óhætt að segja: Þú átt þegar það sem þú þráir. Þú átt
trúna, þá réttu sáluhjálplegu trú, því að slík trúarþrá er að-
eins ytri auglýsing kærleika þíns til Jesú. Þú ert orðinn
lærisveinn Jesú. Þér er það aðeins ekki ljóst sjálfum.
En hvernig getur það dulist lærisveininum, að hann er
lærisveinn ? Ætla mætti, að slíkt væri ómögulegur hlutur.
Og þó er það ekki ómögulegt. Eins og menn geta misskilið
trúna, og eins og menn geta misskilið elskuna, svo geta menn
og misskilið lærisveinsnafnið. Og það gera enda inargir, sem
áreiðanlega eru orðnir lærisveinar. Hvernig víkur því við?
Þeim finst, eða þeir lita svo á, sem það að vera lærisveinn
Jesú, sé sama sem að vera orðinn fullnuma í kristindómi
sínum, i trú sinni, í kærleika sínum. Þar er misskilningurinn.
Að vera lærisveinn Jesú, er ekki sama sem að verafullnuma
i trú sinni á hann og kærleika sínum til hans, heldur það,
að keppa af alhug eftir þvi, sem hinu mikla takmarki. Páll
postuli var sannur lærisveinn — hver efar það? — og þó
var hann ekki annað en lærisveinn. Hann gerir þá játningu
á síðustu æfiárum sínum: „Ekki er svo, að eg hafi þegar
náð þ\i, eða sé þegar fullkominn, heldur keppi eg eftir því,
ef eg skyldi geta höndlað það, með því að eg er höndlaður
af Kristi Jesú“. Og eg tek þá heldur ekki ot djúpt í árinni,
þótt eg segi: Sá lærisveinn hefir aldrei lifað á jörðu, sem
hafi komist lengra en Páll i þessu, og mundi ekki óhætt að
bæta við: Þeir eru naumast margir, sem komist hafa eins
langt? Og þó var hann ekki fullnuma. Fullnuma er enginn,
og fullnuma verður enginn, meðan hann lifir i þessari jarð-
nesku tjaldbúð sinni, umkringdur af öllum hinum mörgu tæl-
andi freistingum. Og meira að segja: Því meiri vextiogþvi
meiri fullkomnun sem menn ná, þess betur sjá þeir hvílíkt
djúp er staðfest milli breytni þeirra og hins dýrlega hugsjónar-
takmarks, sem vér eigum þar §em Jesús er. Um alla oss á
það heima, að vér erum lélegir lærisveinar, en sé Jesús hið