Nýtt kirkjublað - 01.04.1916, Side 11

Nýtt kirkjublað - 01.04.1916, Side 11
83 NÝTT KIRKJUBLA©. uk góðs manns, sem sjálfur á nóg með sig, á aS greiða sama skaltinn sem auðmaðurinn. Þetta minnir á hið rétta ríki jafnaðar, sem Kristján skáld kveður um, þar sem er lagður: Konungurinn við kotungs siðu, ölmusu-maður og aúðkýfingur. Eru þingmennirnir okkar að stæla jafnaðarmenn i öðrum löndum og ferst það svona höndulega? Þeir byrja á þvi að leggja jafna skattabyrði á fátæka og ríka. Ekki hefi eg orðið þess var, að þingmennirnir hafi fengið neinar ákúrur fyrir þetta hjá kjósendum sinum. En lesiö hefi eg í blöðunum, að kirkjunni hefir verið hallmælt fyrir þetta ranglæti. Gjöld þessi eru úthlutuð prestum og kirkj- urn, og þykir því réttlátt, að láta reiðina lenda á þeim. Um það hefi eg mikiö hugsað, hvað þingmönnum hafi gengið til að semja þessi lög, sem eg hygg vera hin ranglát- ustu lög, er nokkurn tíma hafi verið samin af nokkuru þingi í nokkuru landi. Heyrt hefi eg sagt, að á þingi sé einhver Páll eða Pétur, sem einlægt hafi orðið „princip" á vörunum. Hann á að hafa kastað fram því „principi", að allir eigi að gjalda jafnt til prests og kirkju, því að allir eigi jafnan aðgang til prests og kirkju. Þetta á að vera eina „principið“, sem hann hafi getað haldið til streytu og sigurs. Eg skal ekkert um það segja, hvort þetta er satt. Ekki skal eg heldur eyða orðum að því, hve réttlát þessi regla er, þar um ætla eg hverjum skynsömum manni að dæma sjálfur. Það er heldur ekki hætt við, að þingið fylgi þessari reglu í nokkru skattamáli öðru en þessu. En það verð eg að segja, að eg fæ ekki betur séð, en að þinginu hafi verið innan handar að komast hjá öllu rang- læti og ójöfnuði, þegar það lagði á þessi sóknargjöld. Það þurfti ekki annað en að halda tíundinni til prests og kirkju og jafna svo því, sem til vantaði, á þá eina, sem voru færir um að greiða gjöldin, og komst þá hjá' þvi að niðast á aum- ingjunúm. En tíundina vildu þingmenn afnema. Og svo ánægðir

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.