Nýtt kirkjublað - 01.04.1916, Síða 14

Nýtt kirkjublað - 01.04.1916, Síða 14
NÝTT KIRKJÚBLAÖ hólnum, og á litlum pöl er gatan tæp, og beljar Hvítá Jiar hyldjúp neðan undir snarbrattri brekku. Þar sáu lestamenn að farið var að hallast á einum hestinum, hlaupa til, en urðu of seinir, svo ofan féllu klyfjarnar. Aðra klyfina gátu ])eir höndlað, en hin valt með miklu kasti og þeyttist út í Hvítá. Gat hafði brotnað á tunnuna og þegar í straumkastið kom, fóru rjúpurnar að fljóta þar út um og dreifðust þær víðsveg- ar um strauminn. Bárust sumar að landi, þær tíndu lesta- menn upp, og voru það 20 rjúpur. Hinum 40 skilaði Hvítá aldrei aftur, sem var sama talan og Guðmundur myrti á helgidegi. Næst er Guðmundur kom að Húsafelli, minti móðir mín á orðtækið „Illur fengur illa forgengur“. Sagði honum hvað það sýndi sig berlega, hvaða óblessun fylgdi slíku óhæfuverki, sem hann hefði unnið. Hét hann þá að gera ekki slíkt oftar, og efndi vel. Mér þykir saga ])essi of merkileg, til þess að gleymast, því hefi eg skráð ha ia hér bókstaflega rétta, en þó það sé fágætt að sunnudagaafli gangi svo fljótt úr greipum manna, þá er mín trú að honum fylgi æfinlega óblessun. Enda eg sögu mína með heilræði móður minnar. „Skjóttu aldrei fugl á helgum degi, það er svo ljótt og því fylgir óhamingja“. Kr. Þ. Sögumaður er Kristleiíur bóndi Þorsteinsson á Stóra-Kroppi í Reykholtsdal, Jakobssonar, Snorrasonar, prests á Húsafelli. Móð- ir Kristleifs var Ingibjörg Jónsdóttir. Hefir blaðið hennar áður að góðu getið, í greinim i „Um kunnugar slóðir“ (N. Kbl. I, 14). ivert komast md. Erindi um 5j|elcn |R|ellcr. Eftir Harald prófessor Nielsson. Fyrirlesturinn er 4 arka bók, í smáu broti, og hefir ritstj. haft hið mesta yndi af að le3a, og ræður íastlega öllum til að eignast. Flutti „Morgunblaðið“ áður fyr. Isaf. gefur kverið út.

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.