Nýtt kirkjublað - 01.04.1916, Síða 15
KAa
frf1TT KIRKJUBLAÐ
Það er dásamleg saga um stúlku, sem mist,i í bernsku
á 2. ári, upp úr sjúkdómi, sjón, heyrn og mál, en hefir fyrir
hjálp þreifingarinnar náð hæstri mentun og orðið heimsfræg.
„En saga Helenar Keller er jafnframt sagan um ógleym-
anlega þrautseigju og óþrotlega elsku og þolinmæði annarar
konu, kenslukonunnar, sem með henni hefir verið síðan hún
byrjaði nám 7 ára gömul. Saga þeirra er saga um baráttu,
sem háð er við óvenjulega örðugleika. Og mér finst hún
hugnæmari en nokkur bardagasaga önnur, sem eg hefi lesið.
Þær hafa engum öðrum vopnum beitt en þeim, sem vitsmun-
ir og mannelska þekkir bezt, en sigurinn sem þær hafa unn-
ið er að flestra dómi dýrlegur. En eg efasl urn að sá sigur
hefði nokkuru sinni unninn verið, ef kveneðlið í sinni göfug-
ustu mynd hefði þar ekki komið til. Eg fyrir mitt leyti er
sannfærður um, að konurnar eru gæddar enn meiri forða af þol-
inmóðri elsku en karlmenn, og það var þessi þolinmóða elska,
sem hér reið svo mjög á“.
Þetta eru orð höfundarins úr inngangi frásögunnar. Og
tek eg annan kafla úr niðurlagsorðunum:
„Og nú spyr eg lesarann: Finst þér ekki til um, hvert
komast má?
Er ekki mannssálin undursamleg?
Skáldin eru oft undarlega djúpvitur. Eitt erindi eftir
Steingrim Thorsteinsson er því líkast, að hann hefði ort það
um Helen Keller. Þó mun erindið áreiðanlega vera eldra en
hún. Það er svona:
Sálin er gullþing í gleri,
geymist þó kerið sé veilt.
Bagar ei brestur i keri,
bara ef gullið er heilt.
Mjög margir af oss gera of lítið að því að menta og
rækta sál sína. Þeir hafa ekki nógu sterka trú á þroska-
hæfileikanum, eru eigi nógu trúaðir á framfarirnar.
Enn hefir engu daufdumbu barni á Islandi verið kent að
tala. Hve nær verður byrjað á því? Vér erum á eftir í
mörgu.
Undrasagan af Helen Keller getur vakið hjá oss marg-
víslegar hugsanir. Meðal annars minnir hún mig á þessi orð