Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1930, Blaðsíða 3

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1930, Blaðsíða 3
&ímarit *3ðnaðarmanna 2. hefti Gefid út af Iðnaðarmannafjelaginu í Reykjavík, April—Júni 4. árg. Framfarir tuttugustu aldar í iðju og iðnaði Jeg geri varla ráð fyrir því, að um veruleg timamót verði að ræða á landi hjer í ár, hvorki í einu nje neinu, því þótt afmæli það, sem halda á hátíðlegt í sumar sje einstakt í sinni röð, þá fylgja því varla neinar meginbreytingar í at- vinnulífi eða þróun þjóðarinnar. En þúsund ára afmæli Alþingis er einstakt í sinni röð og gefur ástæðu til þess að staldra við og líta um öxl og athuga, hvað gerst hefur síðan á síðustu aldamótum að minsta kosti. önnur blöðogtíma- rit hafa talið ástæðu til þess að minnast afmælis- ins sjerstaklega og sum þeirra gefið út sjer- stakt hátíðaeintak með yfirliti yfir þróun og þroskahraut þjóðarinnar á hinum liðnu þús- und árum. Oss finst því varla vera hægt að láta þetta hefti frá oss fara án þess að líta á þær breytingar, sem orðið hafa á starfshátt- um iðju- og iðnaðarmanna síðustu áratugina. Iðnaður hefir verið stundaður lijer frá því land hygðist og nægir i því efni að benda á menn eins og Skallagrím Kveldúlfsson, Þor- stein Kuggason o. fl. Þó var hann aðeins igripa og vetrarvinna. Iðja var hjer einnig. Hið fyrsta á því sviði var ölgerð og járnvinsla, og var þá svo áhaldalílið, að varla má iðja kallast. Brennisteinn var numinn frá því snemma á öldum og náði sú iðja hámarki á öndverðri 19. öld. Árin 1836—’41 var flutt út 146,3 tonn af brennisteini að meðaltali á ári. Saltvinsla var reynd á 18. öldinni ofanverðri, en tókst ekki til frainbúðar, og tilraun Skúla Magnús- sonar landfógeta með ullarvinslu, sútun og kaðlagerð kannast allir við. Um 1850 var byrjað að nema silfurbcrg iijer á landi og hjelst það nám fram á miðj- an þennan áratug, og rjett fyrir síðustu alda- mót voru fyrstu tóvinnuverksmiðjurnar reist- ar. Á aldamótunum síðustu var þvi ástandið það, hvað iðju snerti, að þá var hjer ekki ann- að í þeirri grein en 2—3 tóvinnuverksmiðjur, silfurbergsnáman á Helgustöðum og 5—6 hval- veiðastöðvar, sem allar voru liættar einum áratug síðar. Með iðnað var það nokkru betra og ekki mikið þó. Hann hafði jafnan verið stundaður sem ígripa- og aukavinna, og fram á 19. ökl var um lítinn sjálfstæðan iðnað hjer að ræða annað en prent. Þannig voru í Reykjavík árið 1800 aðeins 5 iðnaðarmenn, 1 bakari, 1 skó- smiður, 1 járnsmiður og 2 trjesmiðir, en íbúa- talan alls 300. Og annarsstaðar á landinu þekt- ust iðnaðarmenn ekki í þá daga nema við prentsmiðjurnar. 50 árum siðar voru íbúar Reykjavíkur orðnir 1150 og iðnaðarmennirnir 40. Flestir voru trjesmiðirnir, 15 talsins. Hinir voru 4 járnsmiðir, 4 skósmiðir, 3 prentarar, 2 bakarar, 2 glerskerar (sem þó hefir ekki verið aðalstarf), 2 hattarar, 2 múrarar, 2 söðla- smiðir, 1 hókbindari, 1 beykir, 1 silfursmiður og 1 sótari. Um aldamótin var Reykjavík orð- in að stórum bæ með nær 6700 íbúa, útgerð farin að aukast, stórhýsi að rísa upp og fl., sem iðnaðarmenn þurfti til að annast. Var þá talið að hjer i Reykjavík væru um 650 manns, sem að iðnaði starfaði, en ekki var það aðal- starf þeirra allra. Aftur var vandalið þeirra ekki talið nema 950 manns. Tilsvarandi tölur fyrir alt landið eru 1959 og 2294. Af þessum mönnum eru 20 vefarar taldir í Reykjavík og 107 á öllu landinu, 16 trjesmiðir í Rvik og 140 á öllu landinu, 142 snikkarar í Rvík en 358 á [ 17 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.