Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1930, Page 8

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1930, Page 8
T 1 M A R I T IÐNAÐARMANNA Helgi Guðmundsson og hefir Hvanndal keypt áhöld hcnnar. Ólai'- ur Hvanndal fjekk sín áhöld liálfu ári áður en hin komu eða haustið 1919 og setti þau upp þá þegar. Fór hann hægt af stað og not- aði aðallega sólarljósið til framköllunar mynd- anna, enda var hjer ekki þá um arðvænlega atvinnugrein að ræða, eftirspurn lítil eftir myndum en áhöld dýr og tilkostnaður allur mikill. En einmitt með þessu, að byrja smátt og bæta við síðan, tókst Ólafi að lialda verk- stæðinu uppi, auka það og bæta og gera það síðan að því, sem það nú er, allfullkomin prent- myndagerð með góðum áhöldum og 3 mönn- um í föstu starfi. Er einn þeirra Helgi Guð- mundsson, sem tók próf í prentmyndagerð hjá Ólafi í vor, og er þannig fyrsti maðurinn, sem tekur próf í þessari iðngrein hjer á landi. 2 árum síðan fór ólafur utan og lærði þá litprentun eða mótagerð fyrir hana. Eru með- fylgjandi litmyndir (málverk) sýnishorn af slíkri litprentun og mótin auðvitað gerð hjá Hvanndal, eins og mótin af öllum öðrum myndum hjer í ritinu. Eru þær myndir auð- vitað besta sönnunin fyrir vandvirkni verk- stæðisins og sýnishorn af þvi, hvað það getur. Erfiðleika átti Ólafur við að stríða oft og tíðum, einkum framan af námsárunum og fyrstu rekstursárin. Hafa sennilega ýmsir orð- ið til þess að hvetja liann, en aðeins einn, sem rjelti lionum hjálparhönd þegar mest reið á, og það óbeðið, en það var Halldór heit. Jónsson. Þegar Ólafur hafði nýráðið sig hjá Hjálmari Carlsen og vantaði peninga til þess að greiða með kenslugjaldið, liitti liann Hall- dór, sem gaf sig á tal við hann. Þegar Halldór svo heyrði hvað um var að ræða hjá Ólafi, bauðst liann til að lána honum, því slik iðn yrði að komast inn í Iandið og hlyti að ciga framtíð fyrir sjer, enda reyndist hann Ólafi ágætlega úr því, meðan honum entist aldur tiL Halldór Jónsson. [ 20 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.