Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1930, Síða 9

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1930, Síða 9
TlMARIT IÐNAÐARMANNA Prentmyndagerðin. Eins og a'ð framan getur, hefir verkstæðið nú það vönduðum áhöldum og vönum mönnum á að skipa, að þar má fá gerðar myndir, sem fullkomlega jafast á við útlendar prentmyndir. Prentmyndagerðin liefir frá byrjun verið til húsa hjá prentsmiðjunni „Gutenherg“ með góð- um kjörum, og hefur Ólafi verið góður styrkur að því. En nú mun hann verða að flytja þaðan í sumar. En þrátt fyrir dugnað Ólafs og aukið manna- hald er nú svo komið, að betur má ef duga skal. Nú er farið að nota svo mikið myndir í bækur, blöð og timarit, að þetta eina verk- siæði annar því ekki öllu, nema það stækki enn meir en komið er; því það er vitanlega ekki viðunandi, að þurfa að tefja útkomu rits um óákveðinn tima fyrir það eitt, að ekki fá- ist gerð myndamótin í tæka tíð. Er vonandi að Ólafur sjái sjer fært að auka fljótlega svo verkstæði sitt, að hann geli annað allri prent- myndagerð hjer á landi, afgreitt alt að óskum viðtakanda og samtímis staðist alla útlenda samkepni bæði livað verð og vöndun snertir. Óskum vjer honum af alhug til heilla með alla viðleitni í þá átt, og vonum að listfengi lians, leikni og þrautseigja og dugnaður vinni bug á öllum erfiðleikum, sem á þeirri leið hans kunna að verða. [ 21 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.