Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1930, Síða 13

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1930, Síða 13
T 1 M A R I T IÐNAÐARMANNA og efst af honum er hin fegurst útsýn yfir borgina. Úr turninum var farið til konungshallarinn- ar „Aleasar“, bygð í mauriskum stíl 1534—’64 af Pjetri Grimma. Er það mikil bygging og skrautleg, sem sýnir vel snildarhugsun og út- færslu byggingarlistarinnar frá þeim tíma. Go- belin teppi hengu þar víða í sölum frá lofti til gólfs, með sögulegum myndum af viðburðum stríðs og styrjalda, bæði á sjó og landi, eins og fegurstu málverkum frá fyrri öldum. Að baki þessarar miklu hallar, sem nú hvað vera svipur iijá sjón við það, sem áður var, er undurfagur blómgarður, tileinkaður Karli keisara fimta. Þar eru ræktaðir pálmar meðfram götunum; fljetta þeir saman greinar sínar að ofan og mynda þannig göng. í þessum sæla pálmalundi er fjöldi af gosbrunnum og minnismerkjum, sem ferðamaðurinn veit engin deili á, en verður að láta sjer nægja að dáðst að fegurð þeirri, sem horfnir andans menn hafa eftir sig látið. Timinn líður fyr en varir en margt eftir að sjá i Sevilla, og er því ekið í bíl til nýja borgar- hlutans. Er sagt að Spánverjar í Mexíkó og öðrum fylkjum hafi lagt til á annað hundrað miljónir dollara til þess að byggja hann upp að nýju. Þar tekur nútíminn við með sina bygg- ingarlist. Þar er alt annað útlit, breiðar, mal- bikaðar götur, opin stór svæði, stórar sýningar- liallir, sölubúðir, bankar, háskóli og söluturnar, alt bygt í samræmi við kröfur nútímans og upp- lýst á kvöldin með rafljósum í öllum regnbog- ans litum. Og hvers vegna var þá öll þessi dýrð? — Það var þá sýning á ýmsum iðnaði og landbúnaðarverkfærum og afurðum úr ná- grenninu og einnig frá Mexikó og öðrum fylkj- um í Ameríku. Lítið gátum við þó af þessu sjeð, þvi það var aðallega opið á kvöldin og þá vorum við öll á brott, því áætlunin leyfði ekki frekari dvöl. Var lagt af stað klukkan 9 með þökk fyrir daginn í Sevilla. Kl. 1 að nóttu er svo komið aftur til Cadiz, landfestar leyst- ar og lialdið í haf til næsta áfangastaðar, Barcelona. Kl. 8 næsta morgun er siglt í gegnum Njörva- sund. Hjer erum við stödd, á viðburðaríkum vegamótum. Atlandsliafið og Miðjarðarhafið mætast hjer, Evrópa til norðurs, Afríka til suð- urs, eins og nú sje komið í bæjardyr Miðjarð- arhafsins og dyrastafirnir sjeu Gibraltar til vinstri og Sierra Bullones á norðurströnd Af- ríku til hægri. Voru þeir í fyrndinni kallaðir „Herkulessúlur“ og eru ekki nema rúmir 29 km. á milli. Ferðamaðurinn horfir ósjálfrátt á Gibraltar, þetta leyndardómsfulla bákn, sem hingað til liefir haft vald til að liafna og leyfa sæfarendum inn i Miðjarðarhafið. Talið er að liernaðarvigi, sem hulin eru þar, sjeu liin traustustu og fullkomnustu, sem sögur fara af, Og Englendingar geyma lyklana að þeim. Gibraltar hverfur, þvi fjarlægðin skilur, og leiðin styttist til ákvörðunarstaðarins. Að kvöldi kl. 9Vi er svo komið til Barcelona. Hjer blasir þá borgin við í kvöldkyrðinni og ljósaskiftun- um. Vitar sjást snúast og senda geisla sína út yfir hafið sæfarendum til leiðbeinihgar. Heims- sýningin sendir líka ljósgeisla með ýmsu mis- munandi ljósskrúði út yfir borgina. Sumir far- þegarnir fara í land og vilja strax sjá borgar- lífið á Spáni; aðrir vilja geyma það til næsta dags. (Þar sem aðrir samferðamenn mínir hafa tekið aS sjer að skýra frá borginni Barcelona, sýningunni og förinni til klaustursins „Monserat", þá hleyp jeg þar yfir sögu). Mánudaginn 5. ágúst, kl. 2 síðd., er burtfar- artíminn kominn, landfestar þvi leystar og hald- ið í haf. Gleðisvipur er á öllum og hver hafði sína sögu að segja af góðum endurminningum. Árla morguns þann 7. ág. er svo komið til Ceuta, sem er hafnarborg i Marokko, beint á móti Gibraltar. Þar beið járnbrautarlest búin til ferðar með farþegana til Tetuan. Leiðin ligg- ur meðfram sjáfarströndinni lengi vel, og voru fiskimenn þar með net sín að veiðum. Eftir IV2 tíma er komið til ákvörðunarstaðarins. Borgin Tetuan er bygð á hæð, og virðist ferða- manninum liún fyrst vera eitt stórt klaustur. En þegar upp í borgina kom, hvarf sú hugsun óðar, því þá fór alt að greiðast betur í sundur. Margt var þar einkennilegt að sjá, svo sem húsakynni, götulifið og fólkið. Það var eins og þar væri samsafn af ýmsum þjóðflokkum: Hindúar, Arabar, Tyrkir, Indíánar, Negrar, Júðar og margt þar á milli. Fólkið var fremur töturlega klætt, grettið og þreyulegt. Múhaineðs- [ 23 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.