Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1930, Page 14
T í M A R I T
IÐNAÐARMANNA
trúarkonur eru sveipaðar í hvítan lijúp og líta
út eins og marmaralíkneski. Rörn eru þar ó-
þrifaleg og klæÖlítil og sísníkjandi á öllum aldri.
Umferðasalar bera varning sinn í tuskum á bak-
inu, kasta honum svo niður á fjölförnum götu-
hornum eða torgi. Þangað safnast svo kaupend-
urnir, rífa þetta til og tæta og prútta ef keypt
er. 1920 var íbúatalan 430 þúsund og þar af
fjórði hlutinn júðar. Framleiðsla borgarinnar
livað vera leðurvörur, leirvörur, skotvopn, korn,
silki og sláturfjenaður. Útflutningur er aðallega
til Spánar. Ný og myndarleg hótel var verið að
byggja og fleiri nýbyggingar, sem sennilega
ryðja sjer til rúms, svo gamli bæjarhlutinn
verður þá sem leyfar liðna timans.
Tíminn er á enda, járnbrautarlestin biður,
burt skal hjeðan halda. Jafnskjótt og komið er
til Ceuta, er lialdið í haf og kl. 3 e. li. najsta dag
er komið til Lissabon, liöfuðborgarinnar í
Portúgal.
Lissabon liggur norðanvert við fjörðnin Rio
Tejo, framan á hæð, og blasir vel við innsigl-
ingunni, eins og liún sje með útbreiddan faðm-
inn og bjóði gesti sina velkomna í ríki sitt.
Hún er talin að vera ein af fegurslu hafnar-
borgum í heimi, og heldur hefðarsessi í fegurð-
arsamkepninni við Neapel og Konstantinópel.
Hún er talin að liafa flesta þá kosti, sem fagra
borg má prýða. Innsiglingin er stutt frá Atlants-
liafinu og höfnin trygg fyrir stærstu hafskip.
Ferðamaðurinn þráir að koma upp í þessa fögru
borg, að sjá hvernig umhorfs er. Fult er þar af
stórum byggingum liðna tímans i gotneskum,
mauriskum og byzantiskum stil, víðáttumiklum
torgum og stórum blómsturgörðum. Iðnaður er
þar talinn að vera í miklum uppgangi. Af út-
flutningi þaðan má nefna kork, vín (einkum
til Brasilíu), salt, olíu, ávexti, sardínur, silfur-
vörur, ull og silki, hamp, pappír, liljóðfæri, skó-
fatnað, sápu, postulín o. fl. Viðskifti eru sögð
mest við England. Árlega eru talin sigla þar í
höfn þrjú þúsund skip, þar af 900 ensk. Lissa-
bon er mikið sótt sem miðstöð viðskifta frá
Norður-Evrópu til Miðjarðarhafslandanna. Líka
Afriku. Eins og Lissabon er talin ein af feg-
urstu borgum heimsins, er hún ekki að sama
skapi friðsöm borg. Sífeldar óeirðir og uppi-
stand. Saga hennar í gegnum aldir geymir
raunasögu af slíkum viðburðum, sem ókunnur
ferðamaður veit lítil skil á.
Bilar bíða til þess að fara með ferðamenn-
ina til Cinta og hallarinnar Pena, rúma 60
km. vegalengd. Hún liggur mjög hátt og er
víðsýnt yfir alt hjeraðið. Hún er bygð í gotnesk-
um stíl, mjög mikið skreytt utan með rósum,
blómum og kóröllum. Það má segja um þá
byggingu, að lmn sje völundarhús, með krók-
um og kimum og leyniklefum. Hún stendur
mannlaus (nema umsjónarmanni) með liús-
munum og öllum þægindum frá 1909. Þar hafði
áður búið konungsfjölskyldan, þótti tryggari
bústaður þar en í höfuðstaðnum, þegar ofsókn-
ir og árásir geysuðu yfir landið. Það er farið
heim á leið og lialdið í liaf norður með Portú-
galsströndinni, uns farið er í gegnum enska
kanalinn.
Að kvöldi þess 11. voru vín á borð borin með
kvöldverði, og þegar máltíð stóð hvað hæst, kem-
ur skipstjórinn og þakkar öllum fyrir góða
samveru á ferðinni, sem brátt væri nú á enda,
og óskaði öllum góðrar heimkomu. Var hans
skál drukkin með miklum fögnuði. Að því
búnu bað liann íslendinga og Færeyinga vel
að lifa, og kvaðst vona að hitta þá á næsta ári
á ættlandi sínu. Að enduðum kvöldverði var
grímudansleikur stíginn eftir hornahljóm og
trumbuslætti svo undirtók í rá og reiða. Þrengsli
voru mikil, þó komust færri að en vildu; en
það var síðasta kvöldið, sem skipið var frjálst
í hafi og því ákveðið að njóta lífsgleðinnar.
„Polonia“ vaggaði sjer hægt og þægilega á
öldum Atlantshafsins eins og í kveðjuskyni við
farþegana í ferðalokin. Stjörnur blikuðu á him-
inhvelinu í kvöldkyrðinni. Leiðarljós (vitar)
keptust hver á sínum stað við að vísa sjófarend-
upm rjetta leið til hafna, svoaðóblandinlífsgleði
fái að njóta sín. Inni í veislusölum dansar fólk-
ið, hver með sínu lagi, og gómsætar veigar
prútllaust veittar, eftir því sem rausn og liöfð-
ingsskapur gerði kröfu til. Stundin líður óðar
en varir, uns hver heldur til sinnar hvílu, með
góðu minningarnar frá kvöldinu.
Næsta kvöld er svo kornið að Kielarskurðin-
um, þar tekinn leiðsögumaður í gegn um þá
mjóu rennu, sem varaði 8 klukkustundir. Kiel-
arskurðurinn er mikið mannvirki, hann er á að
[ 24 ]