Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1930, Qupperneq 15
T í M A R I T
IÐNAÐARMANNA
giska 25 metra breiður og dýpi hans svo mikið
að stór hafskip fljóta eftir honum. Margar
myndir eru á þeirri leið, blómstrandi akrar og
„bóndabýlin þekku bjóða vina til“ á báðar hlið-
ar. Ferjur hjer og þar yfir hann, og sífeld um-
ferð af smærri og stærri skipum. Haltenau er
endastöðin, þar voru kol tekin, og tími þar til
að fara til Kiel og svipast þar um i nokkra tíma
uns haldið er af stað og komið til Kaupmanna-
hafnar kl. 5—6 að morgni 14. ágúst, er
„Polonia“ skreið inn í Fríhöfnina. Farþegarnir
vöknuðu við liornablástur, það var lofsöngslag
sem hljóðfærasveitin spilaði í þessari fögru
morgunkyrð. Já, ferðin er á enda, allir farþegar
húast til landgöngu og kveðja kunningja og
vini, og þakka góða samveru, uns allir hverfa
út í liringiðu stórborgarlífsins.
Að baki eru þá tuttugu og fimm dagar með
s/s „Polonia“; ferðin hafði gengið prýðilega.
Það hafði verið sjeð svo vel fyrir öllu á ferð-
inni, og vel til hennar vandað; að fyrirliðar
liennar eiga þökk og heiður fyrir. Ferðamaður-
inn er nú auðugri að viðsýni en ella. Honum
hefir nú gefist tækifæri til að sjá ókunn lönd,
og skygnast þar eftir lífskjörum íbúanna i liúsa-
gerð, iðnaði og listum, frá fyrstu öldum til
þessa dags; og þótt lítið verði í hlut til skikfta
að lokum, af öllu því, sem fyrir augað har, þá
er þó sjón ávalt sögu ríkari.
Með þökk til samferðafólksins fyrir minning-
arnar og samveruna.
Hjálp í viðlögum.
Helstu atriði.
Eftir Dcivíð Scheving Thorsteinsson, lækni.
Framh.
Þeim, sem sjeð hafa sitt af liverju af þessu
tagi um dagana og allar þær hörmungar, sem
svona slysum eru samfara, — slysum, sem oft
orsakast af augnahliks vangá eða hugsunar-
leysi, er tæpast láandi þó þeir geti illa orða
bundist og vilji heldur þola nokkur hnjóðs-
yrði og háðglósur utti karlanöldur og óþarfa
hótfyndni heldur en þegja gjörsamlega um
þenna háska, sem oft getur varðað mannslíf,
eins eða fleiri. Það ætti að vera algjörlega
bannað að koma nokkurntima með opið ljós
nálægt opnum ílátum, sem i er bensín, stein-
olía, brensluspíritus, svo að eitthvað sje nefnt
af mörgu, að jeg elcki tali um aðra eins óað-
gætni og þá, að kasta frá sjer logandi eld-
spítu, þar sem svona vökvar hafa helst niður
eða önnur eldfim efni eru í nánd (trjespænir,
sag). Þess er vert að geta, að steinolíu- terp-
entínu- spritt- og etherloga er ekki auðvelt að
slökkva með vatni, betra miklu að hafa til
þess blauta dúka, (poka, gólfteppi).
Dæmin eru mörg í daglega lífinu og því
eru vítin að varast þau.
Ofan á alla þessa óaðgæslu bætist svo ann-
að: þegar nú er kviknað t. d. í svuntu eða
ermum eldabuskunnar, þá fer oftast svo, að
það kemur á hana það ofboð, að hún veit
ekki bvað hún á af sjer að gera, og æðir fram
og aftur eins og vitskert manneskja, og gæt-
ir þess ekki, að með þessu æsir hún eldinn
enn meira og hjálpar honum til að breiðast
út. Ef farið væri nú eftir því, sem lijer er
kent að framan ætti að mega komast hjá
þessum ósköpum. — En þetta þurfa allir að
vita, eldabuskur og aðrir, og yrðu þá slysin
færri.
Að endingu mætti benda á eitt: Það er laf-
hægt að gera föt eldtrygg: Þau eru vætt í
10% upplausn af sulf. ammon. (fæst í lyfja-
búðum), látin svo þorna, siðan strokin (strau-
uð) og sjer enginn á þeim nokkrar skemdir,
jafnvel ekki lilbreytingu, en þau bafa þennan
[ 25 ]