Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1930, Blaðsíða 16
T I M A R I T
IÐNAÐARMANNA
stóra kost eftir þessa aðgerð að þau fuðra
ekki upp þótt eldur komist í þau, — þau
sviðna bara með hægð, og verða vitanlega
að ösku, en loga-laust.
Væri ekki vert að reyna þetta?
Þá skal stuttlega minst á útvortis skemdir
eða bruna af sýrum og lútartegundum.
Sýrur, t. d. brennisteinssýra, saltpjeturssýra,
saltsýra, edikssýra, brenna holdið með þeim
hætti að það herpist eða skorpnar, og liturinn
breytist um leið. Lútarefni skemma á annan
hátt: holdið verður eins og hlaup, upphólgið,
holdvefirnir sviftast sundur og jetast.
Þessi skaðsemdaráhrif geta auðvitað verið
misjafnlega mikil, og er hjer höfð hin sama
skifting og á bruna af hita. Er talið fyrsta stig
þegar hörundið skemmist ekki að öðru leyti
en þvi að það litbreytist, annað stig þegar
blöðrur hlaupa upp og þriðja stig þegar hruna
skorpur myndast. *
Viðvikjandi hjálpinni, þegar svona vill til,
þá er í fám orðum sagt farið í öllum aðalat-
riðum að eins og við hvern annan bruna.
Eins er þó að gæta: eitrið, sem brunanum
olli, heldur áfram að skemma út frá sjer ef
ekkert er að gert annað en að búa um sárið.
— Það verður því fyrst að gera óskaðlegar
þær drefjar af eitrinu, sem leynast í liúðfelling-
um — eða í sári, ef svo er komið — og þetta
er gjört með gagneitri ef svo mætti kalla. Þar
verður að setja það á sig sem almenna reglu
(og þó ekki undantekningarlausa) að eitur-
áhrif sýru hverfa ef þar lcemur á móti lútur
og þvert á móti.
Vð átbruna af sýrum á því að þvo bruna-
staðinn vandlega og lengi úr þyntri upplausn
af einhverju lútarkendu efni (sódaduft, mag-
nesía, kalk, leyst upp í vatni) áður en búið
er um skemdina, en við átbruna af lútareitr-
unum eru hafðar þyntar sýrur (ediksblanda,
sem hendi er næst, eða sítrónuvatn, % sítrona
kreist út í hálfan lítra af vatni), og síðan bund-
ið um með bórsalvi, eða þvil. -— Og svo eru
þessar undantekningar undan þessum megin-
reglum: við átbruna af brennisteinssýru á
ekki að þvo sárið úr vatni, lieldur hella á það
olíu (malarolíu) og búa um síðan með þurr-
um sótthreinsuðum umbúðum. Við bruna af
kalki á ekki að hafa vatn heldur olíu. — Fari
kalk upp í auga á að láta drjúpa í það nokkra
dropa af olíu fyrst, og skola síðan með salt-
vatni.
Lífgun druknaðra.
Lífgunartilraunir við hengda, kæfða o. fl.,
lífgun úr dauðadái alment.
í Sundbók í. S. í. er ágætur leiðarvísir og skil-
merkilegur um lífgun drukknaðra og ættu sem
flestir að kynna sjer liann rækilega. En til þess
að ekki sje gengið hjer algjörlega fram hjá jafn-
mikilvægu atriði í þesumstuttaleiðarvísií„hjálp
i viðlögum“ skal hjer nú rifjað upp hið helsla
í sem fæstum orðum og byrjað þar sem búið
er að ná manninum á land. — Er hjer tekið
að inestu orð rjett upp úr Sjómannafjelags-
almanakinu, en með fullri heimild þó, því að
höfundurinn er sá sami.
Legstu sjálfur á annað hnjeð, en bygðu hinn
skankann i mjaðmarlið og hnjálið hjer um
bil í rjett horn, og legðu hinn druknandi
snöggvast á það hnjeð (á þóptu, á borðstoklc
í bát, ef svo stendur á) eða legðu hann
snöggvast á grúfu, klofaðu yfir hann, rendu
lófunum undir mitti hans, læstu þar saman
höndunum, lyptu svo manninum upp líkt og
sýnt er á 38. mynd, til þes að láta renna upp
úr honum, en eyddu þó ekki löngum tíma í
þetta. Losaðu eða láttu losa í snatri hálsklút
hans, mittisól, buxnastreng, axlabönd, í stutlu
máli alt, sem að lionum þrengir, láttu fletta
38. mynd. „Helt iir manni".
[ 26 ]