Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1930, Síða 19

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1930, Síða 19
T I M A R I T IÐNAÐARMANNA eins kalla til hans að reynt verði að bjarga honum. Við það vex honum móður til að halda sjer uppi. Það er gleðilegur vottur um framför, að sem flestir læri að synda, en það er ekki nóg: það verður líka að læra að bjarga mönnum, sem komnir eru að köfnun i sjó, ám eða vötn- um, og kannske sokknir. Slíkar björgunarað- ferðir þarf hver syndur maður að kunna vel, og hafa margæft sig í þeim. Bjargþegi á að gera sjer alt far um að liaga sjer svo sem ó- syndur væri, með öllu því ofboði og óskapa- gangi, sem slíkum mönnum er lagið. — Það er enginn óþarfi að brýna fyrir mönnum að það er sitt livað að vera syndur og kunna björgun drukknaðra. -— Vel syndur maður getur komist í hann krappann ef hann ætlar að bjarga ósyndum manni frá druknun, án þess að hafa æft sig á því áður. Það er nærri ótrúlegt hvilíkum heljartökum drukknandi maður tekur þann, sem vill bjarga honum, og það er ekki laust sem lialdið er dauðahaldi í. „Sá veit gjörst er reynir“, og þvi er æfing í björgun nauðsynleg. — Það ber ekki ósjaldan við að menn detta ofan um ís, oftast af því, að of djarflega hef- ir verið farið, því treyst að ísinn mundi halda. — Kemur þetta oftast fyrir um börn, en hend- ir þó líka fullorðna. Það má hafa til marks að vatnaís er mannheldur ef hann er 4 sm. á þykt, sjávaris má vera nokkru þynnri og ætti engum að vera ofraun að aðgæta þetta áður en lagt er út á ísinn (mölva gat á ís- inn við landið og athuga þyktina); þó er þetta ekki ætíð einhlitt, þvi isinn gæti verið mis- þunnur. Best er að reyna stöðugt fyrir sjer með broddstaf. — En þegar maður liefir fall- ið í vök skiftir miklu livernig liann hagar sjer, Eru nú settar lijer 2 myndir til skýringar. 42. mynd. Maður fallinn i vök (2. adferð). Á 42. mynd er sýnt hvernig maður, sem fallið liefir i vök, getur haldið sjer uppi með því að breiða handlegginn út á skörina furir framan sig, en jafnframt tylla öðrum fætin- um upp á skörina fyrir aftan sig. Við þetta dreifist þunginn. Hin myndin (41 . rnynd) sýnir aðra aðferð: maðurinn legst aftur á bak upp á vakarbarminn, endilangur eða svo langt sem hann getur frekast náð og rjettir úr handleggjunum fram með höfðinu, upp á ísinn, en syndir um leið með fótunum niðri í vökinni, sem væri hann á baksundi, og mjakar sjcr urn leið smámsaman betur og betur upp á skörina. Brotni hún undan hon- um, heldur hann bara áfram „á baksundi“ á sama liátt, þar til hann nær landi eða hon- um kemur hjálp. — Það tekst miklu síður að reyna að skríða upp á skörina áfram; er hvorttveggja að ísinn er sleipur og ekkert að halda sjer í, og svo hitt, að þegar maður vill hefja sig upp á skörina, á grúfu, þá vilja knjen kreppast inn undir hana, en við það vill sitjandinn verða of þungur og sigur mað- urinn þá oftast aftur á hak ofan í vökina. Oft er isinn svo veikur að ekki er hægt að ganga út á vakarbarminn til hjálpar þeim sem ofan í hefir fallið. Er vökin stundum svo skamt frá landi að rjetta má hendi þeim sem í hana hefir fallið, eða fara úr treyj- [ 29 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.