Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1930, Side 20
T í M A R I T
IÐNAÐARMANNA
unni og slöngva henni til hans, eða hinda fleiri
flíkur saman, bæta þar við trefli ef hand-
hær er; sje færið lengra en svo að þetta nægi,
mætti slöngva til hans bandi, snæri eða reipi,
og er gott að temja sjer þá list. — Sje stigi
við liendina eða borðstúfur, má leggja þetla
á isinn og skríða eftir þvi út til þess, sem
í liefir fallið. Þá mætti og líka renna til hans
borðfjöl ef til væri og getur hann haldið sjer
uppi á henni þar til önnur úrræði verða. —
Þegar gengið er á veikum ís er hentugt að
lialda á löngum staf lágrjett fyrir framan sig.
Falli maður þá ofan í, nemur stafurinn á
vakarbarmana og má þá halda sjer uppi á
lionum lengi vel.
Iljer hefir nú að framan verið lýst lífgun
drukknaðra. Aðalatriðið er þar að leitast við
að koma önduninni á stað. Iiún er auðvitað
stöðvuð, því að auðvitað gat maðurinn ekki
dregið andann niðri í vatninu eða sjónum.
En til þess að geta lifað þarf manneskjan að
fá í sig svo að segja stöðugan straum af and-
rúmslofti (eða lijer um bil 16—17 sinnum
á mínútu) en í því er hjer um bil fimti hlut-
inn súrefni, svokallað lífsloft eða ildi (súrefni).
Þetta efni, súrefnið eða ildið er það, sem held-
ur í okkur lifinu. En verði nokkur verulegur
stans á andardrættinum, svo að nemi meiru
en örfáum minútum, þá komumst við óðara
á takmörk lífs og dauða, erum fyrst í nokk-
urskonar dauðadái, og sje þá ekkert að gert,
er dauðinn vís. — Allir þekkja orðið að and-
ast, að liætta að anda, og andlát kannast all-
ir við. — Þegar skarað er i eldsglæðum, kemst
nýtt loft að þeim og þar með ildi. Þá lifnar
í glóðunum; að sínu leyti er þetta svipað og
gjört er við manneskju, sem liggur í dauða-
dái: reynt að veita nýju lofti inn i líkamann,
þ. e. ildi, og þetta er gjört með þessum svo-
kölluðu öndunartilraunum. Þær takast oft
ef lífsglæðurnar eru ekki alveg slokknaðar.
Enginn getur lífgað eld, sem er steindauður.
— En þegar svona stendur á er hver mínúta
dýr, og því ríður á að hefjast handa sem
fyrst. Það skiftir í þesu sambandi ekki miklu
máli h\að það var, sem andarteppunni olli,
— hvort það var drukknun eða köfnun á
annan hátt (maðurinn hengdur, kyrktur,
kæfður). Alt þetta liefir sömu áhrifin: and-
ardrátturinn er hindraður, maðurinn er að
deyja úr ildisskorti. Hjálpin er í þvi fólgin
að koma andardrættinum á stað aftur, ef þess
er nokkur kostur, og byrja strax.
Prentlistin á íslandi 400 ára.
Talið er að prentsmiðja hafi fyrst verið
flutt til íslands árið 1530. Full vissa er ekki
um ártalið, en þelta er talið líklegast eftir þeim
gögnum, sem fyrir liggja. Jón biskup Arason
settist að stóli á Hólum 1525; hann fjekkúthing-
að prentsmiðju og með lienni sænskan mann,
lærðan í iðninni, Jón Matthíasson. Hann ílentist
hjer, varð síðar prestur á Breiðabólstað i Húna-
þingi. Engin hók er nú til, sem prentuð hefir
verið hjer i tíð Jóns Arasonar. En fyrir nokkr-
um árum var tekið eftir tveim prentuðum
blöðum, sem límd voru innan á spjöld á gömlu
íslensku handriti í Stokkhólmi, og er nú nokk-
urnveginn sannað að þau muni vera úr „Brevi-
aríum Holense“, bók, sem menn vita með vissu
að Jón biskup ljet prenta. Bók þessi var til,
það menn vita síðast, í safni Árna Magnússon-
ar, en brann þar, eins og margt fleira verð-
mætt, 1728, er stórbruni geysaði i Iíaupmanna-
höfn.
Síðan hefir prentsmiðja ávalt verið til lijer
á landi, lengst af á Hólum, annars á ýmsum
stöðum: Skálholti, Hrappsey, Leirárgörðum,
Yiðey, Reykjavik, og svo síðar víðar á landinu
samtimis.
I minningu þessa merkilega afmælis lijeldu
prentarar hjer í Reykjavik „eitt ypparligt lioof
ad Borgar veitsluskaala laugardaginn vij ij
faustu“ eins og þeir komust sjálfir að orði í
veisluskránni. Fjelag íslenskra prentsmiðju-
[ 30 ]