Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1930, Qupperneq 23

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1930, Qupperneq 23
T í M A R I T I Ð N A Ð A R M A N N A eigenda og Hið íslenska prentarafjelag gengust fyrir hófi þessu í sameiningu. Var þangað boð- ið ýmsu stórmenni, svo sem ráðherrum, bisk- Ilerbert M. Sigrmuidsson. upum, rilstjórum o. s. frv., alt niður í formann Iðnaðarmannafjelagsins i Reykjavik. Ræður voru þar fluttar margar og snjallar. Formað- ur Prentarafjelagsins, Rjörn Jónsson, setti samkomuna. Fyrir minni prentlistarinnar tal- aði Guðbjörn Guðmundsson, minni gestanna Herbert M. Sigmundsson, minni prentarastjett- arinnar Hallbjörn Halldórsson. Af gestanna hálfu fluttu skemtilegastar ræður Knud Zim- sen borgarstjóri og Guðm. Finnbogason lands- bókavörður. Annars var þarna jafnframt etið og drukkið kappsamlega, „því að maturinn er mannsins megin, segir sá vísi Sírak, og bóf- lega drukkið vín gleður mannsins hjarta, seg- ir Jónas ráðherra, og samkvæmisliæfir vilj- um vjer allir vera“ stóð í veisluskránni. Þess- um boðum hlýðnuðust bæði veitendur og gest- ir. Kvæði var þar sungið eftir Þorstein Gísla- son ritstjóra og skáld, ljett og skemtilegt og fjell vel við geðblæ þann, sem þarna ríkti. Það byrjar svo: Á fyrri tímum fólkið sá ei frjettablað. En samt menn skráðu skammir þá og skýrðu rangt og hlutdrægt frá, og lugu i gríð hver annan á samt alt um það, þvi þjóðin vildi frjettir fá, en förumannsins tunga þá var blað. Og enn er þetta þar: Og sama virðist ofan á hjer enn í dag, því þeir sem vilja frama fá og fólksins vinna traust, og ná í æðstu völd, og ætla’ að sjá um allra hag, þeir verða að byrja blaðastrit og bæði á skömmum liafa vit — og lag. Þó að aðrar iðngreinir í landi voru séu eldri en prenthstin má þó segja að prentarastjettin sje elsta sjálfstæða iðnstjeltin í landinu. Iðngrein- inni er svo varið að aðrir en iðnlærðir menn geta ekki starfað að benni, og að það eru alveg sjerstök og nokkuð dýr tæki, sem til liennar þurfa. Þessi aðstaða befir líka átt sinn þátt í því að prentarar hafa jafnan verið sjálfstæðari en aðrar iðnaðarstjettir, verið beinlínis for- göngustjett iðnaðarmanna. íslenskir prenlarar bafa ekki verið eftirbátar starfsbræðra sinna annarsstaðar í þeim efnum. Þessi mikla og merkilega minningarveisla sýndi líka að þeir unna iðn sinni og meta hana. Og enn er það sönnun liins sama, að þeir liafa lálið semja Sögu prentlistarinnar á Islandi, verður það mikil og myndarleg bók og kemur út áður en langt um líður. Höf. er Klemens Jónsson, „bafði bann verið bullari í prentsmiðju löngu áður en noklc- ur ráðlierra fyrirfanst bjerlendis", segir í veislu- skránni. Vjer vitum ekki bvernig verður umborfs bjer hjá oss eftir 400 ár lijer frá. En þess vildi jeg óska afkomendum vorum að þeir gætu sýnt jafn-glæsilega iðnaðarstjett samankomna að jafn-glæsilegu liófi, livorttveggja á mælikvarða sinnar samtíðar, eins og var á þessu 400 ára afmæli prenthstarinnar! Á. A. Heimilisiðnaðarsýning fyrir land alt hefur verið opin í Reykjavík siðan fyrir hátið, og þykir glæsileg víða, en ekki hefur eina tímaritinu, sem til er hjer á landi fyrir smáiðnað, Tímariti Iðnaðarmanna, verið boðið að skoða hana. Björn Jónsson. [ 31 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.