Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1930, Page 25

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1930, Page 25
T ! M A R I T IÐNAÐARMANNA Hótel ísland. Slóri salurinn. Þar hefir dans og veitingasalnum veriÖ breytt nýlega og til stórbóta, eins og sjá má af með- fylgjandi myndum. Var þeirri breytingu að inestu lokið og salirnir opnaðir fyrir almenn- ing þann 11. maí. Guttormur Andrjeson bygg- ingameistari sá um og teiknaði breytingarn- ar. Björn Rögnvaldsson byggingameistari sá um smiði alla, Einar Gislason málarameistari um málningu og skreytingar, sem gerðar voru að mestu eftir fyrirmyndum frá þeinr málara- meisturunum Kristni Andrjessyni og August Hákansson, dúka lagði Hallgrimur Fiimsson veggfóðrari, raflagnir og uppsetningu á ljós- sveiflulampa með fjórlitum ljósum annaðist Júlíus Björnsson rafvirki og hitalagnir Óskar Smitb. í báðum þesum stöðum hafa íslenskir iðn- aðarmenn sýnt, að þeim er trúandi í'yrir vanda- sömum verkum og að þeir standa útlendum iðnaðarmönnum fullkomlega á sporði hvað bagleik og bstfengi snertir. Er vel til þess að vita, að þeim er gefinn kostur á að reyna sig og að þeir hafa staðist þá raun. Eiga þeir Þ. Scheving Thorsteinsson lyfsali og A. Rosenberg veitingamaður þakkir skilið fyrir að hafa snú- ið sjer til hjerlendra manna og gefið þeim tækifæri til þess að sýna, livað þeir geta, í stað þess að liundsa þá alveg og nota eingöngu út- lendan útbúnað, sem oftar reynist illa gerður og auk þess stendur illa við íslensku viðliorfi. Er vonandi, að íslenskir borgarar láti þá njóta þess. [ 33 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.