Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1931, Blaðsíða 10

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1931, Blaðsíða 10
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 8 herbergi og eldhús. I steinhúsum ...................... 2 9 herbergi ojí eldhús. í steinhúsum ...................... Alls 2 .... 4 Alls 4 Alls hafa þá verið bygðir 1029,73 fermetrar af timburhúsum og 13,292,32 fermetrar af steinhúsum eða samtals 14322, 05 ferm. og 4917,00 rúmmetrar af timburhúsum og 115441,00 rúmm. af steinliúsum eða samtals 120358,00 rúmm. á síðasta ári, fyrir ca. 6 miljónir króna. Alls hafa bætst við á árinu 227 íbúðir en 147 hús hafa verið bygð og þá talin öll þau hús, sem getið er i skýrslu þessari. Minni háttar geymsluhús (skúr- ar), breytingar á eklri byggingum er ekki hafa haft í för með sjer rúmmálsaukningu, girðingar kring- um lóðir o. fl. þ. h. er ekki tekið upp í skýrslu þessa, en til slíks hefir verið varið miklu fje á þessu ári. Frá Iðnráðinu. i. Aðalfundur Iðnráðs Reykjavíkur var haldinn í deseniher eins og lög gera ráð fyrir. Fulltrúar í því eru nú 28. Fjóra fundi hafði það haldið á árinu 1930 og 11 bókaða stjórnarfundi. Alls höfðu verið lekin fyrir og afgreidd 50 mál og um 100 iðnskýrslur. Málin skiftast þannig í flokka: 1. Um lög og reglur ................ 5 mál 2. Um fjármál ...................... 3 — 3. Um innflutning úllendinga og efl- irlit með þeim................... 5 — 4. Um iðnaðarnám ................... 4 — 5. Um prófnefndir ................. 19 — 6. Um iðnrjettindi (auk iðnskýrslanna) 10 — 7. Ýms mál .......................... 4 — Um mál þessi höfðu verið skrifuð (i hrjef til stjórnarráðsins og 12 til lögreglustjóra. Frá stjórnaráðinu höfðu komið 5 erindi og hrjef en 14 frá lögreglustjóra. II. Út af fjölmörgum fyrirspurnum til Iðnráðs- ins og skólastjóra Iðnskólans gerði stjórn ráðs- ins eftirfarandi fyrirspurnir til lögreglustjóra: 1. Ilve lengi ber lærimeistara að ala önn fyrir og gjalda kaup lærlingi, sem veikist og verð- ur ekki vinnufær þótt hann sje rólfær? 2. Geta lærlingar, sem ráðnir eru upp á tíma- kaup eingöngu og engin hlunnindi önnur, skoðast sem hjú, og koma þeir livað snertir veikindi og meiðsli, sem hvorki eru meist- ara nje lærling að kenna, undir ákvæði lijúalaga eða fátækralaga? 3. Eiga lærlingar heimtingu á kaupi fyrir þann tíma af venjulegum vinnutíma — milli kl. 8 árd. og kl. 6 síðd —, sem þeir eru við nám í iðnskóla samkvæmt stundaskrá skól- ans ? Tveim fyrri spurningunum svaraði lögreglu- stjóri með tilvísun lil 16. gr. fátækralaganna, nr. 43 frá 31. maí 1927, er liljóðar svo: „Ef iðnaðarnemi, er býr hjá lærimeistara sínum, sýkist, þá er lærimeistari lians skyldur að sjá honum fyrir aðhjúkrun og lækningu á sinn kostnað, þangað til námstímanum er lokið eftir sanmingnum,. eða samningnum er slitið af öðrum löglegum ástæðum, þó eigi lengur en 6 mánuði.. Sje sjúklingurinn talinn ólækn- andi, eða nemandi hefur beðið það tjón á heilsu sinni er talsvert kveður að og ætla má að verði langvint, skal lærimeistaranum þar að auki vera heimilt að segja lausum náms- samningnum 3 mánuðum eftir að nemandi varð fyrir því, og er hann upp frá því undan- þeginn þeirri skyldn að annast hjúkrun og lækning nemanda. Nú hefir verið svo umsamið, að náminu skuli liætta, ef nemandi sýkist, eða svo verður um samið siðar, er nemandi verður sjúkur, að náminu skuli lokið, og losast lærimeistari ekki fyrir það l'rá hinum áðurgreindu skyldum sín- um gagnvart fátækrasjóði, er leggja verður með nemanda. að öðru leyti skulu ákvæðin i 9., 10. og 13. grein laga þessara ná til nemanda, er eiga lieima hjá lærimeistaranum, og skulu þar að auki ákvæðin í 10. gr. og ofangreind fyrir- mæli um. rjett meistarans til þess að segja samningnum slitið, ef nemandi verður sjúlcur, eiga við eins fyrir það, þótt hann sje eigi til heimilis hjá lærimeistaranum. 9. gr. fátækralaganna ákveður um slys og sjúkdóm af ótillilýðilegri breytni lijús eða [ 4 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.