Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1931, Blaðsíða 11

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1931, Blaðsíða 11
T I M A R I T IÐNAÐARMANNA nemanda, 10. gr. um veikindi vegna ótilhlýði- legrar breytni liúsbónda (meistara) og 13. gr. um sjúkrafhitning. III. Um alriði það, er feist í 3 spurningunni hafði stjörnarráðinu horist fyrirspurn frá fjelagi járnsmíðanema í Reykjavík, og ennfremur um það, livort iðnnemar eigi ekki heimtingu á ó- keypis bókum og áhöldum til skólavistar í iðnskóla. Er þar um skýringu á 8. og 10 gr. iðnaðarnámslaganna að ræða, og iiljóða liin umræddu ákvæði þannig: 8. gr. Vinnutími iðn- nema má ekki fara fram úr 60 stundum á viku, þar með taldar 6 kenslustundir i teikningu eða bóklegum fræðum ......... 10. gr.....Þá er lærimeistari skyldur að láta nemandann ganga i iðnskóla, sje slíkur skóli til á staðnum, en ella sjá honum fyrir lvenslu í öllum þeim greinum, sem iðninni eru nauðsynlegar. Allan kostnað af slíkri kenslu skal lærimeistari greiða. Geti lærimeistari ekki uppfylt þessi skilyrði, er honum óheimilt að taka nemendur. Fyrirspurn þessa sendi Stjórnarráðið Iðnráð- inu til umsagnar og fer hjer á eftir útdráttur úr þeirri umsögn: „Um 8. gr......Meiri hluti Iðnráðsins lítur svo á, að nefnt lagaákvæði eigi við takmörkun á vinnutíma eingöngu, en ekki kaupgreiðslu, því um hana fjalla lögin yfirleitt ekki, lieldur gera það að samningsatriði milli lærimeistara og nemanda, livaða kaup skuli greitt og livern- ig. Nú eru iðnnemar ýmist ráðnir upp á tíma- kaup, vikukaup, mánaðarkaup eða frítt fæði, húsnæði, Ijós, liita og öiinur hlunnindi yfir all- an námstímann, en ekki kaup, eftir þvi hvað iiverri iðn og viðkomandi samningsaðiljum hentar best. Ef þessvegna að umrædd laga- grein ætti að fela i sjer kaupgreiðsluákvæði, þá hefði þurft að taka fram í henni, að þegar nemandi væri ráðinn upp á tímakaup, þá skyldu þessar 6 skólastundir teljast með í vinnu- og kaupgreiðslutíma hans, því undir öðrum kring- umstæðum kemur það ekki til greina, en i laga- greininni er ekkert slíkt ákvæði. Aftur á móti kveða lögin skýrt á um það, hvað vinnutími nemanda við iðnina í þágu meistarans megi vera langur á hverjum degi, og Iðnráðið skilur nefnda lagagrein sem eitt af þeim ákvæðum aðeins, en ekki að hún heimti kaup handa nem- endum fyrir að sitja á skólabekkjunum . .. .“ „Um 10. gr.: I lögum um iðnaðarnám nr. 15 frá 16. sept. 1893, 9. gr. er ákveðið, að læri- meistari skuli hera kostnað, er af skólanámi nemendans í iðnskóla leiðir, nema öðruvísi sje ákveðið í samningnum. Þessu hefir ávalt verið framfylgt þannig, að lærimeistarinn liefur greitt skólagjaldið en ekki teiknitæki, bækur eða annað, sem nemandi þarf við skólanámið og verður að eiga áfram og nota við iðnstarf sitt. I 10. gr. laga nr. 11 frá 31. maí 1927 er þetta orðað svo: „Allan kostnað af slíkri kensla skal lærimeistarinn greiða“. Hjer virðist það skýrt tekið fram, að það sje aðeins kenslan, skólagjaldið, sem meistarinn á að greiða, en ekki þau áliöld, sem nemandinn á að hafa og þarf að eiga áfram“. Út af þessu harst Iðnráðinu svohljóðandi úr- skurður Atvinnu- og Samgöngumálaráðuneyt- isins, dags. 3. febr. 1931. „Ráðuneytið hefir ritað Fjelagi járnsmlða- nema í Reykjavik hrjef svoliljóðandi: „Eftir móttöku brjefs fjelagsins, ódagss., þar sem hciðst er skýringar á nokkrum ákvæðum iðnaðarnámslaganna frá 31. maí 1927, skal því hjermeð tjáð, að ráðuneytið lítur svo á: 1. Að ekki geti komið til mála að iðnnemi eigi að fá kaup fyrir að stja í iðnskólakenslu- stundum, enda vafalaust ekki til þess ætlast. 2. Að rjett virðist, að lærimeistari greiði að- eins kenslugjaldið, en áhöld, sem nemandi þarf til námsins og hækur greiði hann sjálf- ur, ef það eru munir, sem liann þarf áfram að eiga vegna iðnar sinnar. Aftur virðist rjctt, að lærimeistari greiði pappír og rit- föng, sem eyðast við námið og ekkert var- anlegt gildi liafa. Annars skal það tekið fram, að misklíð milli lærimeistara og nemanda er snertir námið mun lieyra undir endanleg úrslit dómstólanna, sbr. 20. gr. iðnaðarnámslaga nr. 15, 16. sept. 1893 og 22. gr. laga nr. 11, 31. mai 1927“. Þetta tilkynnist Iðnráðinu hjermeð. F. li. r. E. u. Til Iðnráðs Reykjavíkur. Páll Pálmason. [ 5 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.