Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1931, Blaðsíða 7
cTímarit <3ðnaóarmanna
Gefið út af Iðnaðarmannafjelaginu í Reykjauík,
1. hefti
Jan.—Mars.
5. árg.
f
HERBERT M. SIGMUNDSSON
PRENTSMIÐJUEIGANDI.
Einn af bestu iðnaðarmönnum þessa bæjar,
Herbert M. Sigmundsson, stofnandi og eigandi
prentsmiðjunnar „Herbertsprent“, andaðist
þriðjudaginn 14. apr. úr blóðfalli, eftir 2 daga
legu. Hann var fæddur lijer í Reykjavík 20.
júní 1883, sonur Sigmundar Guðmundssonar
prentsmiðjueiganda, bins ágætasta manns.
Prentlist lærði hann i ísafoldarprentsmiðju og
sigldi síðan til Damnerkur að námi loknu til
frckari fullkomnunar í iðn sinni árið 1902. Til
landsins kom bann aftur rúmum 2 árum síðar
og varð þá þegar yfirprentari í ísafoldarprent-
smiðju, í jan. 1905, aðeins 21 árs gamall. Prent-
smiðjustjóri yarð liann í Isafoldarprentsmiðju
árið 1916 og framkvæmdarstjóri bennar 1919
til 1929, er liann setti á fót eigin prentsmiðju í
Bankastræti 3. Vorið 1930 tók hann að sjer
prentun þessa tímarits, og hefur það verið
prentað þar síðan.
Herbert heitinn var fjelagi í Iðnaðarmanna-
fjelaginu í Reykjavík lengst af eftir að liann
kom úr utanför sinni. Hann var góður fjelags-
maður, kátur og skemtilegur svo orð fór af,
vinsæll og vinfastur. Hafa samverkamenn hans
svo látið um mælt, að varla gæti betri verk-
mann við prentun en hann, þvi að liann liafi
haft alt það til að bera er til þess þurfti: Næman
smekk á áferð og útliti, áliuga og alorku til af-
kasta, kunnáttu og leikni í iðninni, og liagsýni
og stjórnsemi svo ekkert gerðist til spillis.
I Fjelagi ísl. prentsmiðjueigenda starfaði Her-
bert mikið og var form. þess siðastliðið ár.
Bar bann það fjelag og hag þess mjög fyrir
brjósti, sem og hag og sóma stjettar sinnar
yfirleitt. Og þótt hann liefði sig ekld mjög
frammi um iðnaðarmál alment, þá var hann
jafnan tillögugóður um þau mál og liinn nýt-
asti liðsmaður.
Herbert beitinn var á besta aldri, fullur fjöri
og starfsþrótti, þegar liann dó. Hans er saknað
sárt af öllum er hann þeklu.
Sofðu í friði vinur!