Vikublaðið - 03.02.1950, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 03.02.1950, Blaðsíða 6
4 VIKUBLAÐIÐ ekki valda. honum vonbrigð- um. Eric er einn af mínum beztu vinum. Þegar hann fór bað hann mig að gera það, sem í mínu valdi stæði, til þess að hressa þig og hug- hreysta.“ Irene mælti: „Ég man eftir fyrstu ökuferðinni okkar. Þá þéruðumst við og vorum afar hátíðleg.11 Hún hló. Þau voru komin efst upp á Humlafjallið. Þar var fögur útsýn og víðáttumikil. Irene þrýsti sér fast að Róbert. Hann mælti: „Ég mun sakna þín, Irene.“ „Ekki eins mikið og ég sakna þín,“ sagði hún. „Þið karlmennirnir hafið svo margt við að vera: vini, við- skipti, tómstundaáhugamál og — kvenfólk.“ Hún þagn- aði augnablik áður en hún sagði síðasta orðið. „Þú ert ruglukollur," sagði hann. „Ég vissi að þú mundir segja þetta. Þú segir það ætíð, er ég segi eitthvað, sem þér fellur ekki. í morgun þegar ég sat og beið eftir þér kom margt í huga minn, sem ég ætlaði að segja við þig. En þó þóttist ég viss um að við mundum aðal- lega tala um daginn og veg- inn þar til tíminn væri lið- inn.“ Róbert sagði: „En ég hugs- aði um það, að okkur bæri nauðsyn til að vera hugrökk, svo að skilnaðarstundin yrði okkur ekki ofurefli. Það sem skeð hefur álít ég mína sök.“ „Það er ekki sannleikanum samkvæmt, Róbert,“ sagði Irene. „Það var að eins miklu leyti mér að kenna. En við skulum ekki verja síðustu mínútunum til þess að deila um þetta. Við höfum átt dá- samlega daga saman. Og ég mun ávallt minnast þeirra með gleði. Ef ég skyldi ein- hverju sinni eignast dóttur, óska ég þess að hún verði eins hamingjusöm og ég hef verið þessa síðustu rnánuði..11 Hann mælti: „Mér kemur vísa til hugar, sem var í les- bók, er ég átti. Ég var átta ára þegar ég las vísuna. Og hún hafði mikil áhrif á mig. Ein línan hljóðaði á þá leið að skilnaðarstundin væri þungbær eða beisk. Það er þungbært fyrir okk- ur að kveðjast Irene. En við vissum að sá dagur myndi koma er við kæmumst ekki hjá því.“ „Já, en okkur grunaði ekki að skilnaðarstundin kæmi svo fljótt,“sagði hún. „Samkvæmt áætluninni átti Eric ekki að koma heim fyrr en að átta mánuðum liðnum. En hann kemur í dag. Mér hefur ein- stöku sinnum dottið í hug, að hann væri búinn að fá grun um þetta.“ Róbert mælti: „Hann kem- ur heim vegna þess, að hús- bóndi hans segir svo fyrir. Eric er mjög duglegur og það er auðvitað gott að hafa dug- legan mann við útibúið í Buenos Aires. En þegar af- bragðsmann vantar heima, er það eðlilegt að hann sé kvaddur heim.“ Irene sagði: „Ég skil þetta, en þrátt fyrir það---------“ Hann leit á armbandsúrið. Hún mælti: „Eigum við að fara strax héðan?“ Það var óánægjuhreimur í rödd henn- ar. „Innan skamms förum við heimleiðis/1 svaraði Róbert. „Róbert,“ hvíslaði hún og lagði kinnina upp að öxl hans. „Það verður voðalegt að þurfa að umgangast þig eins og ókunnugan mann. Ég sakna margs. Við borðuðum oft saman, fórum bílferðir og gönguferðir. Hér höfum við komið og notið útsýnisins.“ Róbert sagði: „Þú verður að taka þessu með þögn og þolinmæði, Irene. Lofaðu mér því, að þú skulir taka ástúð- lega á móti Eric. Þú mátt ekki láta hann verða varan við breytingu á þér. Hann er svo hreykinn af þér. Eftir að hann kynntist þér, hefur hann alltaf haft þig efst í huga og aldrei þreytzt á að tala um þig og hæla þér. Mér leiddist stundum að hlusta á þetta lof um þig “ Hann setti bílinn í gang. „Strax?“ spurði hún. „Já. Við verðum að fara. Lestin, sem hann er með kemur ætíð stundvíslega. Ég veit það með vissu, þar sem ég hef nokkrum sinnum farið á stöðina, til þess að taka á móti mönnum, er komið hafa í verzlunarerindum til mín frá útlöndum."

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.