Vikublaðið - 10.02.1950, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 10.02.1950, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 9 Draumar Mig dreymdi, að ég væri á ferð i skógi. EGAR á unga aldri dreymdi mig sama draumdinn aftusr og aftur. Ég gekk um skóg, sem mér varð mjög minnisstæður, þar sem ég sá hann svo oft. Ég gat lýst honum nákvæmlega. — Ég þóttist þess fullviss, að ég myndi þekkja síkóg þennan, ef ég sæi hann raunveru- lega. Þegar ég var orðinn fullorðinn, fékk ég tækifæri til þess að ferð- ast víða og sá marga skóga. En aldrei þann, sem mig hafði dreymt. En er ég í draumi, hafði farið um skóg þennan, hafði ég verið harmi lostinn. Ég sá í draumnum margar konr»r, klœddar fáihánlegum, eða mér ókunnum búningum. Ekki vissi ég hvað konur þessar höfðu fyrir stafni í skóginum, eða hvers vegna þær voru þar staddar. Ég giftist og eignaðist son. Hann varð fulltíða maður og barðist í fyrri heimsstyrjöldinni. En hún hófst, sem kunnugt er, 1914. Sonur minn féll í Frakklandi. Að stríðinu loknu fór ég til Frakklands, til þess að sjá þann stað, þar sem sonur minn lét lífið. En hann hafði fallið í Compiégne skóginum. Er ég kom í gkóg þennan, þekkti ég hann. Þetta var skógurinn, sem mig hafði svo oft dreymt, á undan- förnum árum. — Nú fann ég harm- inn nísta hjarta mitt. — Draumur- inn var orðinn að veruleika. En konurnar, í hinum einkenni- legu búningum, voru hvergi sjáan- legar. Á ferð minni um skóginn, hafði ég liðsforingja til fylgdar. Hann hafði verið 1 sömu herdeild og son- ur minn, og séð hann falia. Liðsfor- ingjanum sagði ég drauminn. Er ég nefndi konurnar brá honum. Ég lýsti búningum þeirra nákvæmlega. Liðsforinginn sagði, að „zouaver- ar“ bæru þess konar búning, og son- ur minn hefði fallið í bardaga, sem háður var í nánd við bækistöð zouavera-herdeildar. í þessum draumi hafði ég skyggnst inn í framtíðina. Og ég trúi því, að þvílíkt gerist all oft. Dreymt fyrir ókomnum viðburði. Fyrir nbkkrum árum dreymdi mig draum, sem ekki virtist efnis- mifcill. Það var „framtíðardraum- ur“. Mér þótti ég ganga eftir götu nokkurri, á óþekktum stað, og vera sorgmæddur. Ég man, að ég nam staðar á götuhorni, og leit á bækur í glugga bókaverzíunar, sem þar var. Að því búnu gekk ég út á göt- una, og munaði litlu, að maður á reiðhjóli skellti mér á götuna. Meira man ég ekki af draumnum. Ég hugsaði ekfcert um draum þennan, fyrr en nokkru1 síðar. En þá komst ég í líkt hugarástand og í draumnum. Það var daginn, sem koijan mín, er ég hafði verið giftur eitt ár, skildi við mig. Ég fann bréf frá henni á skrif- borðinu er ég kom heim. Hún var farin. — Eg hélzt ekki við heima síðari hluta þessa dags. Ég fór út og gekk lengi mér til hressingar. Ég hafði ekki farið langt, þar til mér virtist ég vera kunnugur á þeim slóðum, er ég var staddur á. Ég hafði áreiðanlega farið þarna um einhvem tíma áður. Ég leit í bókabúðargluggann, hjólreiðamað- ur var nær því búinn að skella mér á götuna, og ýmislegt -annað, sem mig hafði dreymt. Allt var nákvæm- lega eins og í draumnum. Þetta var ekki stórfengltegur draumur. En hann er þó sönnun þess, að menn dreymi óorðna, eða óframkomna viðburði. Hún sagði honum sögu sína Framh. af 6. síðu. þér það? Mér er alvara. Ég hef aldrei fyrr orðið ástfang- inn í stúlku, og mun ekki verða það aftur. Nú hef ég sagt yður hug minn allan.“ Augu þeirra mættust. Hún mælti: „Þakka yður fyrir. Þér hafið verið hreinskilinn við mig. Ég mun einnig verða hreinskilin. Ég sagði, að pen- ingarnir frá yður hefðu hjálpað mér til þess að losna við að giftast manninum. Það var satt. En það var annað sem kom til greina.“ Hún roðnaði en leit ekki af hon- um. „Ég varð hrifin af yður. Mjög hrifin. Ég skildi þá að það yrði óþolandi að giftast gömlum manni, og útiloka ástina úr hjarta sínu. Eða réttara sagt, útiloka mögu- leikann til þess að geta elsk- að.“ Þau þögðu bæði, en augu þeirra ljómuðu. Þau brostu hvort til annars. Þau höfðu gleymt því að margt manna var í gildaskálanum. Þau sáu aðeins hvort annað. En þó vissu þau ekki um heiti hins. Þjónustustúlkan stóð úti í horni, sú er hafði borið á borð fyrir þau. Hún hafði ekkert að gera í augnablik- inu. Hún benti stallsystur sinni á hina ánægðu elskend- ur og mælti: „Þarna er ást sem segir sex.“

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.