Vikublaðið - 10.02.1950, Qupperneq 11
VIKUBLAÐIÐ
11
KROSSGÁTA
Ráðning á krossgátu í síðasta
blaði.
Lárétt:
1. skref. — 6. skass. — 11. skeiía.
— 12. kaflar. — 14. kálfar. — 15.
aflóga. — 16. ort. — 17. rist. — 19.
aðan. — 20. Prag. — 22. nót. — 23.
aða. — 24. París. — 26. rakarar. —
29. sef. — 31. röm. — 32. stoltar. —
36. rakan. — 40. lof. — 41. lóa. —
43. rata. — 44. álfa. — 46. laut. —
48. kaf. — 49. slitin. — 51. 'kasaða.
— 53. Tatari. — 54. aðilar. — 55.
raðar. — 56. ragir.
Lóffrétt:
1. skárra. — 2. Keltar. — 3. rif.
— 4. efar. — 5. farin. — 6. skattar.
— 7. kaf. — 8. afla. — 9. slóðar. —
10. sagaða. — 11. ©kopp. — 13. ranar.
— 18. sór. — 21. gísl. — 25. set. —
27. kör. — 28. amar. — 30. fallnir.
— 32. slást. — 33. tollar. — 33. offita.
— 35. róa. — 37. Kakali. — 38.
ataðar. — 39. nafar. — 42. aukar.
— 45. atað. — 47. taða. — 50. IRA.
— 52. sig.
Af Vestur-Evrópu þjóðunum
verða Hollendingar elztir, en írar
skammlífastir.
Árið 1947 dóu í Hollandi 8,1%,
(af þúsundi) en 1948 7,4%,. En það
er lægsta dánartala, sem heyrzt
hefur frá nokfcru landi.
Á írlandi dóu 14,9%, árið 1947.
★
Það er fcunnugt, að ausið hefur
verið ilmvatni og fcryddjurtum á
götur borga við mjög hátíðleg tæki-
færi. Þetta var t. d. gert er Neró
hélt innreið sína í Róm 59 e. Kr.
Götumar í Koborg voru „spraut-
aðar“ með Eau de Cologne (Kölnar-
vatni) þegar Viktoria Englands-
drottning og maður hennar heim-
sóttu borgina 1845.
„STOLT ÞJÓÐARINNAR44
Keykjalundur 5 ára
iiiiiiiMiittiMauiMiifijraHiiiaiiiiiaittiiitHmiiritiiitiiiiiiiitiiiitiiiiiiiaNBiiaiiiiiiiiaiiii
Hinn 1. febrúar 1945 tók til starfa Vinnu-
heimilið að Reykjalundi og á það því 5 ára
afmæli um þessar mundir. í tilefni þessa
merkisviðburðar, sneri ég mér til forseta
S. í. B. S., hr. Maríusar Helgasonar og átti
við hann stutt viðtal, sem hér fer á eftir:
nillllllllllllllllllllllllllllHllllilllllllllllllllllllllillllUWIMIUIIIIHIIIIMINIIIIIllUlllI
— Hvað segið þér mér um upphaf þessa afmælisbarns, sem
kunningi minn einn kallaði „Stolt þjóðarinnar"?
— Það mun hafa verið á Reykjahælinu, sem hugmyndin
um vinnuhælið kom fyrst fram, en fékk þá fyrst byr undir
báða vængi, er S. í. B. S. hófst handa 1940. Þann 3. júní 1944
var byrjað á hinum fyrstu byggingaframkvæmdum, en þeim
hefur verið haldið óslitið áfram til þessa. Fyrirmyndin að
hælinu er ensk, en tilhögunin með nokkuð öðrum hætti en
annars staðar þekkist.
Að Reykjalundi eru nú 11 vistmannahús, og er hvert þeirra
fjórar íbúðir. Þar eru og 4 starfsmannabústaðir og 1 sumar-
bústaður, er var á landareigninni áður en sambandið hóf
starfsemi sína. Einnig eru þar 20 hermannaskálar, sem ýmsar
vinnustofur hafa verið í og eru enn. En auðvitað hverfa her-
mannaskálamir eftir því, sem byggingaframkvæmdum verður
haldið áfram. Enda full þörf á endurnýjuðu húsnæði vinnu-
stofanna, því að braggarnir eru orðnir mjög lélegir.
— Byggingin er sögð með þeim myndarbrag, að óvenjulegt
má teljast. Hvað segið þér um það?
— Byggingin er um 10.000 rúmmetrar og er mjög til hennar
vandað. Á fyrstu hæð er dagstofa, borðstofa og lesstofa, en
Vinnuheimilið á allgott bókasafn. Þar er einnig mjög full-
komið eldhús með allskyns rafmagnsvélum. Þar er brauð-
gerðarstofa, kalt eldhús, uppþvottaherbergi og þrír kæli-
skápar auk mjólkurgeymslu.
Á fyrstu hæðinni er einnig sjúkradeild, sem ætluð er þeim,
sem snögglega kynnu að veikjast, t. d. úr lungnabólgu, botn-
langabólgu og öðrum slíkum sjúkdómum, ásamt skurðstofu,
Framth. á bls. 14.