Vikublaðið - 10.02.1950, Qupperneq 15

Vikublaðið - 10.02.1950, Qupperneq 15
 William Francis: Harni gerði það hennar vegna „Viljið þér gera svo vel og koma inn í skrifstofu mína, Murphy,“ sagði herra Hurchi- son kuldalega. Johnny Murphy hætti að skrifa og dauðlangaði til þess að flýja. En að hvaða gagni kom það? Vikum saman hafði hann átt von á þessu. En þrátt fyrir það fékk hann hálfgert taugaáfall þegar stundin var komin. Er Johnny kom inn í skrif- stofu Hurchison og sá þar opnar höfuðbækurnar slokknaði síðasti vonar- neistinn um það, að öðrum en honum yrði kennt um fjárdráttinn. Hurchison vissi auðsjáanlega hver var sekur. „Ég hef yfirfarið bækurn- ar,“ sagði Hurchison í ísköld- um tón. „Ég hef komizt að raun um hve hyggilega þér hafið framkvæmt fölsun bók- anna.“ „Fölsun,“ sagði Johnny og virtist verða forviða. Hurchison lét, sem hann heyrði ekki hvað Johnny sagði, en mælti: „Hve mikið er óeytt af hin- um stolnu peningum?“ Þar sem Johnny svaraði ekki, hélt Hurchison áfram máli sínu: „Það er ekki mögulegt, að þér hafið eytt þeim öllum. VIKUBLAÐIÐ Hundrað þúsund dollarar eru ekki smáupphæð." „Hundrað þúsund dollar- ar?“ sagði Johnny. „Nei, svo mikið var það ekki. Það voru tuttugu þúsund dollarar.“ Hann beit sig í vörina. Játn- ingin kom óvart. Hann sá eftir að hafa sagt þetta. Hurchison sagði: „Látum oss athuga málið. Það getur ekki átt sér stað, að þér hafið eytt öllum peningunum á þeim þrem mánuðum, sem fjárdrátturinn hefur staðið yfir. Hvar hafið þér falið það sem óeytt er?“ Johnny svaraði: „Ég skil, að ég er orðinn uppvís að pen- ingaþjófnaði. En ég stal ekki meiri peningum en tuttugu þúsund dollurum." Hurchison sagði; „Þér er- uð ekki einungis þjófur og svikari, heldur einnig hug- leysingi eða lydda. En ég mun gefa yður eitt tækifæri. Ef þér innan stundar skilið því, sem eftir er af peningun- um, skal ég ekki hringja eftir lögreglunni. Við segjum, að þér hafið eytt tuttugu þús- undum, en hinu verðið þér að skila. Vitanlega verður yður sagt upp starfinu. En ég skal tala svo máli yðar að stjórn félagsins sleppi yður við ákæru.“ . 15 „Herra Hurchison! Ég sver það, að ég hef ekki tekið nema tuttugu þúsundir. Og hver eyrir er eyddur.“ „Ég gef yður einnar klukku- stundar frest. Reynið að hressa upp á minni yðar.“ J ohnny notaði þennan klukkutíma til þess að hugsa um hvað hann ætti að segja lögreglunni. Þegar eftir voru tíu mínútur af tímanum hringdi hann til Dorit. En það var ekki svarað. Hann hringdi aftur og aftur. En það bar engan árangur. Þetta kom honum illa. Hann ætlaði að fá huggun og styrk hjá Dorit, og jafnvel góð ráð. Sannleikurinn var sá, að mestur hluti peninganna hafði runnið til hennar. Hún hafði hvatt hann til þess að falsa bækurnar og stela. Vit- anlega gerði hún það ekki með berum orðum, en ýtti undir hann óbeinlínis. Hún fékk það sem hún óskaði sér, svo sem hringa, setta gim- steinum, nertz-kápu o. fl. Hálfan mánuð hafði hún dvalið í Miami, og hann borg- aði kostnaðinn. Hún hafði drukkið kampavín og ekkert sparað. Hennar vegna gerðist hann þjófur. Hann var ást- fanginn, blindur. Nú þráði hann að tala við hana og fá huggun. Hann hringdi enn. Vinnu- konan svaraði: „Nei, ungfrú Herber er ekki heima. Hún fór út í sveit í morgun.“ Hugur Johnny var fullur af

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.