Vikublaðið - 10.02.1950, Page 18

Vikublaðið - 10.02.1950, Page 18
18 VIKURITIÐ í fimm mínútur sátu þau þegjandi og biðu. Þá þrýsti hann aftur á græna hnapp- inn, er merktur var með orð- inu hjálp. En engin hjálp barst. Þau reyktu þegjandi Hún mælti: ,.Ég missi ef til vill af lestinni.“ Harui sagði: „Farðu með m. rgunlestinni.“ „Nei,“ sagði hún biturlega. „Ég vil strax fara heim til forelrra minna.“ „Jæja Verði þinr. vilji,“ sagði hann og kveikti í öði’- um vindlingi við glóðina 1 stubbnum af þeim fyrri. Hann brosti fjarrænt. Hann var þreytulegur og óglaður. Hún brosti á sama hátt. Hún var hrygg og þreytt. Þau höfðu verið gift í tvö ár. Einn fagran sumardag höfðu þau farið í þessari lyftu í fyrsta sinn. Þau komu frá ráðhúsinu, nýgift. Þá sagði hann: „Þrýstu á hnapp- inn á sjöundu hæð.“ Á leiðinni upp stóð hún hlæjandi með ljóma í augum og mælti: „Upp í sjöunda himin, — sjöunda himin.“ Nú voru þau á niðurleið á fleiri en einn hátt. Reyndu að þrýsta á „hjálp“ aftur,“ sagði hún. Hann gerði það. „Þetta er afar leiðinlegt,“ sagði hann og litaðist um. „Já,“ sagði hún og brosti beisklega. „Þetta gerir strik í reikninginn, að ég kemst ekki af stað í kvöld.“ „Nei. Ég gleðst af því,“ sagði hann. Hún leit á hann varfærnis- lega. Hún mælti: „Bull. Því fyrr, sem ég kemst frá aug- liti þínu, því betra. Þá verður þú frjáls maður og getur gert hvað sem þér sýnist.“ Hann reykti í ákafa. Hann sagði: „Mér leiðist að sjá þig ergilega vegna smámuna. Það var þess vegna að ég sagði, að þú mættir fara fjandans til. Það er ekki vegna þess, að ég ekki-------“ „Að þú ekki — —“ sagði hún. „Að ég ekki elski þig. Ég elska þig þrátt, fyrir allt.“ „Þú lýgur því,“ sagði hún. „Þú verður sælli, þegar ég er farin.“ „Ég mun sakna þín,“ sagði hann lágt. „En það er verst, hve stórlát þú ert. Þú mundir aldrei koma aftur, þrátt fyrir það, þó að þig langaði til þess.“ „Ef ég tryði því, að þú elsk- aðir mig, mundi ég koma um hæl. En þú elskar mig ekki lengur. Þú vilt losna við mig.“ „Ég elska þig,“ sagði hann. „Innantóm orð! Sannaðu það,“ mælti hún. „Ég er búinn að því,“ svar- aði hann og brosti vingjarn- lega. Hann drap í vindlingn- um. „Lyftan nam staðar, vegna þess að ég þrýsti á rauða hnappinn. En á hon- um stendur: staðnæmist.“ „Já, en — —Henni varð orðfall. Hann mælti: „Ég þóttist þrýsta á „hjálp“. Þess vegna kom dyravörðurinn ekki hlaupandi. Hann vissi ekkert um þetta. Hm.“ Hann rétti út höndina og þrýsti á hnappinn að 7. hæð. Lyftan þaut af stað og upp í „sjöunda himin.“ Er ungu hjónin komu upp í íbúð sína sættust þau heilum sáttum. Og hún fór ekki heim til foreldranna. Þau voru glöð er þau tóku dótið upp úr töskunni. Þau voru aftur komin í „sjöunda himin“. ----o----- Frúin segir við umbaðsmanninn sem vill selja henni ryksugu: „Þér ætuð aö tala við fjölskylduna, sem býr á neðri hæðinni. Við notrun ryksugu þessa fólks, og hún er orðin afar léleg.“ ★ Hjón voru fyrir rétti vegna ein- hverrar misiklíðar. Konan gerði grein fyrir sinni skoðun og lauk máli sínu með þessum orðum: „Já, þetta var mín greinargerð. Nú ætla ég að segja frá hans áliti.“ ★ Ekkert það, sem þú hefur gaman af að fást við, er í raun og sann- leika hægt að nefna viunu. ★

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.