Vikublaðið - 10.02.1950, Page 21

Vikublaðið - 10.02.1950, Page 21
VIKUBLAÐIÐ 21 Mozart leikur með nefinu BARNASAGA TJRENGURINN hafði langa hríð staðið lotn- ingarfullur í nokkurri fjarlægð frá grannvöxnum, ungum heldri manni, er sat á bekk í einum af skemmtigörðum Vínarborgar. Drengurinn gekk nær og mælti: „Sæll, herra Mozart.“ Litli, fíni herramaðurinn leit upp, kinkaði vingjarnlega kolli og sagði: „Góðan daginn, vinur minn. Þér er þá kunnugt um, hver ég er.“ „Já,“ mælti drengurinn hrifinn. „Allir þekkja hið fræga tónskáld okkar, Wolfgang Amadens Mozart.“ „Hvað er þér á höndum?“ spurði Mozart og brosti. „Jú,“ sagði drengurinn. „Erindið var það, að spyrja yður að því, hvort ég mundi ekki geta orðið tónskáld. Ég leik vel á hljóðfæri." Mozart hló og svaraði: „Nei, litli vinur. Ég álít, að þú getir ekki orðið tónskáld.“ „Hvers vegna ekki?“ spurði drengurinn vonsvikinn. „Þér voruð miklu yngri en ég, þegar þér fóruð að semja tónverk.“ „Já,“ sagði Mozart þurrlega. „En ég spurði engan hvort ég mundi geta það.“ Hann klapp- aði drengnum á kinnina og sagði hughreyst- andi: „Þú skalt ekki taka þér það nærri þó að þú getir ekki orðið tónskáld. Það er oft ekk- ert gaman að því. Ég sit nú hér og brýt heil- ann um nýtt tónverk. Það er hálf hlægilegt, að baka sér þetta erfiði og heilabrot.“ „Hvernig getur þetta verið erfitt og leiðin- legt?“ spurði drengurinn. „Ég mun skýra þetta fyrir þér. Ég hef veðjað við vini mína um það, að ég gæti samið tónverk, sem engum væri fært að leika án minnar tilsagnar eða leiðbeiningar. En það er erfiðara að leysa þetta hlutverk heldur en ég hafði búizt við. Sjáðu! Hér er lag, sem ég hef samið, en ég á bágt með að gera það nægilega erfitt.“ Mozart tók upp nótnablað og sýndi drengum, en hann aðgætti það gaum- gæflega. Mozart mælti: „Þetta lag er erfitt að leika. Það er áreiðanlegt.“ Drengurinn mælti: „Þér munuð geta leikið lagið. Mér datt nokkuð skrítið í hug. Þér getið leikið með nefinu.“ Hann útskýrði þessa hugmynd fyrir tón- skáldinu, og Mozart rak upp skellihlátur. Honum þótti þetta svo fyndið. Hann mælti: „Þú ert ekki heimskur, dreng- ur minn, þó að þú getir, að líkindum, ekki orðið tónskáld, er þér innan handar að verða mikill hljóðfæraleikari, og ég skal hjálpa þér til þess.“ Mozart spratt á fætur og þeir urðu sam- ferða um garðinn. Á leiðinni voru þeir niður- sokknir í samræður. Daginn eftir hafði Mozart lokið við að ganga frá tónsmíð þessari, og bauð vinum sínum að koma og reyna hvort þeir gætu

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.