Glettingur - 06.01.1932, Side 2

Glettingur - 06.01.1932, Side 2
2 GLETTINGUR Gefið gaum, borgarar. A þessum yfirstandandi krepputímum er þess hin mesta nauðsyn hverjum manni, að fá sem mest fyrir sína peninga. Pað gera menn best með því, að kaupa þar sem verðið er lægst og varan drjúg og endingargóð. MATVÖRUVEI^ÐIÐ okkar er alkunna. Pað hefir verið og cr lœgst i bæmim. Allar nauð- synjavörur eru til — alt vandaðar vörur — altaf erum við sam- keppnisfærir í hverri grein og meir en það. — Munið að PÓR S-ÖLIÐ landskunna fæst hjer. GLEÐILEGT NÝJÁR! Pökk fyrir við- skiftin á liðna árinu. BÍÓBÚÐIN. unum að gera upp sinn pólitíska status og velta því fyrir sér hvort hann ætti að gera það fyrir And- rés að ganga í Framsóknarflokkinn, eða hvort hann ætti framvegis að drekka íhaldsdús við Sigurð Björg og aðra Sjálfstæðisbeinmarka, eða hvort hann ætti að verða pólitísk skipaskækja eins og Kristján Jak- obsson, sem er kommúnisti í dag, krati í gær, framsóknarmaður í fyrra- dag og íhaldsmaður á morgun. Nei, svo hálsliðamjúkur gat Friðbjörn ekki verið hvorki á samvisku né sannfæringu. Hann var djúplega þenkjandi um þessa hluti meðan hann var að fara úr buxunum og klæða sig i náttkjólinn út við glugg- ann. Heyrði hann þá einhvern ys úti á götunni, mannamál og meyja- kvak og leit út. Uti var hríð, iðu- lítil og snarsog á götunni. Vissi hann engra manna von í slíku ó- færuveðri. Enda munu þetta hafa verið andrænar verur, spiritiskar, og konsentreraðar í holdgunargerfi á la spir. conc. Nú fór Friðbirni ekki að verða um sel og hélt að hann væri að fá dellu, en vissi þess þó enga von, þar eð hann hafði eigi áfenga drykki bragðað þetta kvöld, utan þrjá Tíkarbranda og nokkur hundruð grömm af Landa, sem hann fann af tilviljun grafið í fönn uppi í Reit. Var honum síðar sagt, að þetta hefðu verið Höskuldar- „prufur” sem umboðsmaður Hösk- uldar hefði verið að analysera þarna hvort þyldu frost. Höfðu þær prýði- lega staðist raunina. Mælir Glett- ingur fast með þeirri vöru, því hann veit, að hún er innlendur iðn- aður og kreppuráðstöfun eins og kirkjuböllin hans Asgeirs og klúbb- arnir og bíósýningar. — Friðbjörn nuddaði augun, setti upp gleraugun, leit af sýninni, en ekkert dugði. Pað sem hann sá var á þessa leið: í gegn um kófiðuna grillti í allmargar svífandi kvennverur eða dísir. Voru þær hjúpaðar slæðum með ýmsum litbrigðum. Stígu þær draumléttan dans á fönninni og völsuðu fram og aftur með ýmsum fettum og brettum, föktum og töktum, og svifu fremur en gengu, og það hyggur l"riðbjörn, að eigi hafi spor sést eft- ir þær. Gullu þær við hátt eigi ó- líkt álftum í sárum, og fylgdi söng þeirra grátbliður munklökkvi, svo honum lá við gráti og fylltist ó- slökkvandi þrá til þessara fögru vera. Hann breiddi út faðminn, en — Adam var ekki lengi í Paradis Alit í einu þusti að dísunum hópur dökkálfa sem virtust líða útúr porti Hertervigs. Tóku þeir dísirnar fang- brögðum og fleiri brögðum og Iéku þær grátt þarna í skaflinum. Varð af þessu ys mikill og órói. Dísirn- ar hrinu nú við hátt og gnöllruðu. En brátt fóru að vænkast atlotin og allt fór það dansandi suður götu. Fylgdi fylkin gunni einn bústinn músikant sem bar emjandi grammó- fón á maganum, og urgaði fr.á hljóð- færinu „Ich bin ja heut soglúcklich" en fylkingin brá á trott og hvarf í stefnu á sparisjóðinn, og það ætla menn að þar hafi „heila klabbið" horfið inn til Ingimundar. Eigi mátti glögglega greina vöxt veranna og því síður andlitsfall, en mikið má það vera ef þarna hafa eigi verið spiritusar á ferðareisu. Hefir slíkt oft tilborið, að slikar undra- sjónir hafa borið fyrir mannleg augu sbr. dýrin í Opinberunarbókinni, sýnir Esekiels og huldufólkið i Stað- arhóli o. fl. því líkt. En það bar af hve verur þessar virtust vera holdlegrar náttúru af öndum að vera. Nú með því að Friðbjörn á eigi vanda til slíkra sýna, þykir sýnt að þetta boði stór tíðindi, þingrof, kosningar,. stjórnarfall, kreppusótt eða Kommúnistabyltingu, endurreisn Einkasölunr.ar, afnám banniaganna, endurreisn Siglfirðings eða því um líkt. Svo mikið er víst, að þetta var ekki einleikið, nema þetta hafi verið unglingar að dansa á milli nýárssnapsanna. Og það hafi verið

x

Glettingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glettingur
https://timarit.is/publication/366

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.