Vikan


Vikan - 15.03.1951, Blaðsíða 2

Vikan - 15.03.1951, Blaðsíða 2
^MiiiiiMtiiiiiiiiittiiiiiiiitiitiMiiiitii 2 VIKAN, nr. 11, 1951 PÓSTURINN * Svar til Líneykar og Laufeyjar: Hér fáið þið að sjá myndina af Anne Baxter, en hinum spurningun- um getum við ekki svarað að svo stöddu. Anne Baxier Svar til Sigurðar Jósepssonar. 1. Afgreiðslan mun senda yður biöðin, sem yður vantar. — 2. Kjörin eru þau sömu. Verið er að senda út póstkröfurnar. — 3. Margir hafa beð- ið um þennan texta en vér vitum ekki enn, hvort hægt er að fá hann. Síðustu spurningunni svörum vér á þann hátt, að í rauninni er skylt að fá leyfi til alls slíks. — Að Jokum þökkum við þakklætið! . Til „Don Juan“ frá K. J. Aðeins nokkur orð í tilefni óskar yðar í Vikunni. — Þér eruð að aug- lýsa eftir bréfasambandi við imga laglega stúlku með hjónaband fyrir augum. Það er ekki ætlun mín að senda tilboð í yður, þvert á móti. Mitt álit er það að menn sem þurfa að aug- Jýsa eftir konuefnum í blöðunum séu famir að „örvænta". Menn sem njóta annarar eins kven- hylli og þér þylíist njóta hafa hingað tiJ gengið i farsælt hjónaband án' þess að þurfa að auglýsa eftir þeim i blöðunum. „Læitið og þér munið finna." Þér hljótið að geta fundið þá réttu ef þér eruð eins mikill „sjarmör" og þér segist vera. Ef þér getið beitt sjáJfum yður fyrir kvenfólldnu þá hlytuð þér að vera útgenginn, (ef svo mætti að orði kveða). En ef þér getið það ekki þá er engin furða þó þér þurfið að auglýsa eftir konu. Til „Don Juan“ jrá Vikunni: Nokkur bréf hafa borizt vegna auglýsingar yðar í blaðinu og munu þau verða send yður á næstunni. Kæra Vilta! Við erum hér tvær stelpur sem les- um alltaf Vikuna og okkur langar til að biðja þig að svara nokkrum spurn- ingum. FORStÐUMYNDIN Hjálmar R. Bárðarson: Skafrenning- ur í Hljómskálagarðinum í Rvík. Tímaritið SAMTÍÐIN Flytur snjallar sögur, fróðlegar greinar, bráðsmellnar skopsögur, iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. 10 hefti árlega fyrir aðeins 25 kr. Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. Áskriftarsími 2526. Pósthólf 75. IMIIMIMMIMIMIIMMMMMMIMMMMMIMIMIIMMMMIMIMIIIMIk' Bráðskemmtileg „kabarett“ sýníng. Að undanförnu hefur Sjómannadags- ráð gengizt fyrir „kabarett-sýningum" i Austurbæjarbíói. Koma þar fram erlendir og innlend- ir skemmtikraftar. Geysimikla athygli vöktu fimleikar Jac- araþrenningarinnar og er myndin hér við hliðina frá fimleikum þeirra. — Öll voru skemmtiatriðin hin beztu, og komu fó)ki í gott skap. Ágóðinn af þessum sýningum á að renna til byggingarsjóðs dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna — svo að jafnframt því að fara á góða skemmt- un, styrkir maður gott málefni. 1. Þegar við förum á böll þá er okkur nærri aldrei boðið upp en við erum samt ágætar að dansa. Hvað eigum við að gera? 2. Önnur okkar er há og grönn svarthærð með blágrá augu og hvíta húð, en hin há og grönn með brúnleit augu, dökka húð og skolhærð. Hvaða litir fara okkur bezt ? 3. Hvað þarf maður að Jæra til þess að vera hjúkrunarkona ? 4. Hvernig er skriftin? Við skrif- uðum þetta báðar. Gréta og Beta. Svar: 1. Vagga ykkur í lendunum og blikka! 2. Sú svarthærða ætti að klæðast gráu eða rauðu, Ijósbrúnt og grænt fer henni einnig ve). Sú skolhærða ætti að nota sterka og heita liti, vínrautt, ko.rnblátt og svo framvegis. Báðum er óhætt að nota svart og hvítt. 3. Grein um Hjúkrunarkvennaskól- ann birtist í Vikunna nr. 29, 27. júlí 1950. 4. Þið skrifið báðar sæmilega, en þó skrifar sú, sem skrifaði 2. spurn- inguna betur. Kærasta Vika! En hvað mig Jangar til, að leggja undir dóm þinn, nokkuð sem liggur mér mjög á hjarta. Segðu mér, Vika mín, hvernig þér )ízt á þetta, sem ég sendi þér. Þegar þú kveður upp dóm þinn, vil ég biðja þig, að athuga, að höfundurinn er 17 ára stúlka. Ég vona, að þú svarir mér eins fljótt og þér er mögulegt. Að endingu vil ég þakka þér fyrir allt gagnlegt og gott, sem þú hefur veitt mér og fleirum. Ég vona, að þú getir ávallt haldið eins miklum vinsældum og þú átt nú við að búa. . . . og rífa það strax í sundur, sem ég sendi þér. Þín einlæg. Dulrún frá Garði. P.s. Hvernig er skriftin? Svar: Við sjáum enga ástæðu til að birta ekki bréfið, en við höfum fellt úr þvi setningu eins og þú sérð bezt sjálf. Það er réttast að byrja á síð- ustu spurningunni: Skriftin er góð, en frágangurinn á handritunum slæmur. Hvað vísumar snertir þarftu að kynna þér miklu betur reglurn- ar um stuðla og höfuðstafi, það er ekki nóg að hafa tilfinningu fyrir endarími! Lestu af kappi ljóð góð- skáldanni íslenzku, af nógu er að taka. Með því heyr þú þér líka orða- forða, sem koma mun þér að gagni í ræðu og riti — og svo er alltaí gaman að því að lesa fögur og skemmtileg ljóð — og þá mun smekk- ur þinn lagast fljótlega. Það sem þú hefur skrifað í lausu máli og sent okkur er alltof hraðvirknislega gert, en þó virðist okkur það muni liggja betur fyrir þér. Þú skalt ekki gefast upp á að mennta þig á þessu sviði, þótt dómur okkar sé svona, mundu það, að æfingin skapar meistarann! Leiðrétting á texta undir mynd á blaðsíðu 3 í síðasta blaði: Því miður hefur misprentazt undir mynd í nr. 10, 8. marz. Er það á bls. 3: Kennsla í Vélskólanum vet- urinn 1928—’29 á að vera veturinn J9J,8—’J,9. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangp kostar 5 krónur. Þórarinn G. Andrew (við pilt eða stúlku 13—16 ára), Brimnesveg 4, Önundarfirði. Xngólfur M. Ingólfsson (við pilt eða stúlku 13—16 ára), Brimnesveg 8, Önundarfirði. Svanhildur Torfadóttir (við pilta eða stúlku 16—20 ára), Elsa Sigurðardóttir (við pilta eða stúlku 18—20 ára), Siddý Hansen (við pilta eða stúlkur 18—22 .ára). Allar á Núpsskóla, Dýrafirði. Margeir Gunnarsson (við stúlku 30 —35 ára. Æskilegt að myndi fylgi bréfi), Guðmundur Matthíasson (við stúlku 16— 20 ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfi). Báðir á Seljalandsbúinu, Isafirði. Ársæll G. Magnússon og Sigurður A. Magnússon (við stúlkur 17— 20 ára. Mynd fylgi bréfi). Báð- ir á Suðurgötu 126, Akranesi. Ingibjörg Ámundadóttir (við pilt 15 —18 ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfi), Vatnsenda, Villingaholts- hreppi, Ámessýslu. Anna Guðjónsdóttir (við pilt eða stúlku 18—25 ára), Saurhlíð, Saur- bæ, DaJasýslu. Kristin E. Sigurðardóttir (við pilt eða stúlku 12—14 ára. Mynd fylgi bréfi), Sandagötu 30, Vestmanna- eyjum. Grétar Georgsson (við stúlkur 16— 19 ára. Mynd fylgi bréfi), Eydal Jónsson (við stúlkur 16—19 ára. Mynd fylgi bréfi). Báðir nem- endur á Hólum í Hjaltadal, Skaga- firði. Ingibjörg Erlíngsdóttir (við pilt eða stúlku 14—16 ára. Mynd fylgi bréfi), Brautarholti, Sandgerði. Erna G. Arnberg (við pilt eða stúlku 13—15 ára. Mynd fylgi bréfi), Tungu, Sandgerði. Bára F. R. Vemíiarðsdóttir (við pilt eða stúlku 16—18 ára. Mynd fylgi bréfi), Marý Þ. Karlsdóttir (við pilt eða stúlku 16—18 ára. Mynd fylgi bréfi). Báðar á Norðúrgötu 6, Akureyri. Bettý Peel (við pilta 21—30 ára), Jany Peel (við pilta 16—19 ára), Mary Peel (við pilta 15—18 ára). Allar á Laugavegi 18B, Reykjavík. Olga Stina Jónsdóttir (við pilt eða stúlku í kaupstað 14—16 ára), Haugsstöðum, Neskaupstað. Margrét Sigurjónsdóttir (við pilt eða stúlku í kaupstað), Ekru, Nes- kaupstað. Geir Ófeigsson (við pilt eða stúlku 20—35 ára. Helzt á norður- eða austurlandi), Sigríður Haraldsdóttir (við pilt eða stúlku 15—20 ára. Helzt á norður- eða austurlandi), Hallgerður Haraldsdóttir (við pilt eða stúlku 17—25 ára. Helzt á norður- eða austurlandi). Öll að Næfurholti á Rangárvöllum, Rang- árvallasýslu. Sigga Bjömsdóttir, Svana Einarsdóttir, Anna Jónsdóttir, Unnur Iamg, Stella Einarsdóttir, Eyrún Sæmundsdóttir (óska eftir bréfasambandi við pilta eða stúlk- ur 15—18 ára). Allar á Skóga- skóla, Eyjafjöllum, Rangárvalla- sýslu. • Valdimar Ó. Jónsson (við pilt eða stúlku 10—12 ára), Gyða G. Jónsdóttir (við pilt eða stúlku 8—10 ára). Bæði á Kirkju- hvoli, Akranesi. Hanna S. H. Lindberg (við pilta 18 —23 ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfi), Aðalheiður Jónsdóttir (við pilta 18 23 ára. — Æskilegt að mynd fylgi bréfi), Steinunn Guðmundsdóttir (við pilta 18—23 ára. Æskilegt að mynd fylgi Framhald á bls. 15. Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjaraargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.