Vikan


Vikan - 15.03.1951, Blaðsíða 5

Vikan - 15.03.1951, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 11, 1951 5 Framhaldssaga: 5 SHARROWÆTTIN eftir baronessu v. Hutten. Þeir hændust hvor að öðrum, af því að bræð- urnir voru samrýmdir og hrokafullir og vildu sem minnst af þeim vita, önnur bönd bundu þá ekki saman. Eftir að Sandi hafði gengið nokkrum sinnum um safnið, gerði hann athyglisverða uppgötvun. öldungurinn tók eftir því og varð auðvitað glað- ur við: „Nú jæja?“ sagði hann með spurnarsvip og leit til drengsins blóðhlaupnum augunum. „Ég fór bara að velta því fyrir mér,“ sagði Sandi af hispurslæti því, sem var honum eðlilegt um þetta leyti, — „hversvegna þeir hafa allir kvænzt svona herfilegum konum.“ „Þetta var skynsamleg spurning og skal ég reyna að svara. Þegar karlmaður er kominn af gamálli, tiginni ætt þá getur hann ekki lengur hegðað sér sem einstaklingur, því að hann er hlekkur í langri keðju. Skilurðu það?“ „Nei.“ „Sjáum nú til, maður af lágum stigum, al- múgamaðurinn, hefur frelsi til að fara með líf sitt eins og hann vill. Hann getur kvænzt elda- busku án tillits til þess tjóns, sem hann með þvi veldur heiminum.“ Sandi horfði á hann án þess að hvika augun- um. „Og það skiptir engu, hvað verður um börnin, sem hann á með eldabuskunni. Það skiptir engu, af þvi að i þau er ekkert spunnið. Skilurðu mig?“ „Já.“ „Allt annað gildir um mann af ættunum gömlu og frægu — Howard, Pembroke, Hertford eða Sharrow — við erum vegna stöðu okkar í þjóð- félaginu neyddir til að láta ekki heillast af and- litinu, sem ber fyrir augu okkar stutta stund, heldur verðum við líka að hugsa um — framtíð- ina.“ Sandi virti öldunginn fyrir sér af miklum á- kafa. Hann hafði sterka löngun til að kynnast sálgerð hans, þó að hann gerði sér það tæplega ljóst sjálfur. „Skilurðu við hvað ég á?“ „Já.“ „En — hm — nú hef ég svarað spurningunni. Viltu spyrja mig um fleira ?“ „Tja, — ég mundi gjaman vilja, að þú segðir mér eitthvað um langafa minn.“ „Um Sanda frænda? Ég skal gera það. Hann kvæntist erlendis, í Bajern. Þú munt áreiðanlega seint skilja, hvemig það gekk allt fyrir sig — þvi að ég hef aldrei skilið það. En ný lög höfðu verið samþykkt, hann vissi það ekki og braut þau. En hann hafði gengið að eiga stúlkuna þrem vikum fyrr, þá væri faðir þinn Sharrow lávarð- ur núna.“ ----------- ------- “ — — „Og afi minn fór í mál?“ „Já, það gerði hann. Hann stefndí mér. Líttu nú á, langafi þinn var tvíkvæntur. Afa þinn átti hann með fyrri konunni, en föður minn með þeirri seinni. Er þetta ekki ljóst fyrir þér?“ Sandi kinkaði kolli með hægð. „Jú, þakka þér fyrir." Lávarðurinn hvessti á hann augun allt f einu, og drengnum fannst hann verða ennþá ægilegri en myndirnar í safninu. „Ætlar þú að krefjast titilsins ?" spurði hann með háðshreim í röddinni, jafnframt teygði hann fram neðri vörina, svo að gular tennurnar sáust skaga fram eins og reiðubúnar til höggs. „Ég legg þér til að gera það ekki.“ Síðan hélt hann burt. Og þó að hann væri orð- inn gamall og gigtveikur, hafði hann ennþá hið fagra vaxtarlag, sem einkenndi alla karlmenn innan ættarinnar. Sandi roðnaði. Hann var reiður. Hann hafði alls ekki ætlað sér út í þessa sálma. Og það hefði öldungurinn mátt skilja. Sandi gat teygt neðri vörina fram á sama hátt og öldungurinn, þó að hann hefði ekki þessar stóru gulu framtennur. 8. KAFLI. Daginn áður en heimför Sanda var slegin fast- mælum, sendi afabróðir hans eftir honum. Honum var fylgt til vinnustofu gamla manns- ins, en þangað hafði hann ekki komið fyrr. Þar sat öldungurinn við geysistórt skrifborð, þak- ið blöðum. Sandi vissi ekki, að Sharrow lávarður var mikill búmaður. Hann stjórnaði óðali sínu sjálf- ur, þrátt fyrir víndrykkju, elli og gigt. Ráðsmaðurinn, Dingle, var gamall í hettunni, eins og hans tign sagði oft á tíðum. Hann leit hvorki stórt á- sig né gerði áætlun um ræktunina eins og flestir ráðsmenn nú á dögum, heldur lét hann sér nægja að hlýðnast þeim skipunum, sem hann fékk og gæta þess að aðrir gerðu það sama. Lávarðurinn minntist á margt við Sanda þenn- an dag, eftir að ráðsmaðurinn var farinn. Hann sagði honum, að hann yrði að læra eitthvað, en þetta vakti ekki hinn minnsta áhuga í brjósti Sanda. Fram að þessu höfðu bækur verið hon- um óskyldar lærdómi — það er að segja þær bækur, sem hann átti að afla sér þekkingar af undir leiðsögn fröken Oldboy og fröken Lútu. „Verður þú ekkert glaður við að heyra þetta?" spurði öldungxirinn fastmæltur. „Jú—ú. Á ég að fara í skóla?“ ,,Já. Fyrst í stað ferðu í undirbúningsskóla, en síðar áttu að fara í Marlboróskólann." „Nú? Þa—akka þér, herra.“ „Hvað er nú? Hvað er nú? — svona út með það. Hélztu að þú fengir að fara til Eton?“ Blóðið þaut fram í kinnar hans, og framtenn- urnar komu í ljós. Sandi roðnaði líka, og öldungurinn og ungl- ingurinn urðu mjög áþekkir, þar sem þeir horfð- ust í augu yfir skrifborðið. Svo sagði Sandi: „Ég bjóst ekki við neinu," sagði hann hægt, og óþægilegar viprur fóru um munninn. „Og ég bað heldur ekki um neitt. Og það, sem meira er- um vert, ég veit ekki hvort ég á að þiggja neitt — af yður.“ Sharrow lávarður krossbölvaði. Sandi varð skelfdur við orð hans og átti erfitt með að halda sér í sömu sporúm. Lávarðúrinn hafði líka það orð á sér að kunna öllum fremur að bölva. Ekki er hægt að hafa upp eftir honum, það sem hann sagðf: „Þú vilt ekki — þú vilt ekki þiggja neitt af mér? Gætirðu sagt mér hvers vegna?" „Af því að yður — yður finnst sjálfsagt, að ég vænti einhvers af yður. Þetta er í annað sinn, sem þér látið það á yður skiljast. Og ég kæri mig ekki um það.“ Það var löng þögn, órofin, þar til klukkan á arinhillunni sló. Hún sló fjögur högg. Þeir minntust lengi siðan þessa smáræðis. Og Sharrow lávarður hóf ekki máls, fyrr en ómurinn frá klukkunni hafði dáið út í þessari mjúku þögn, sem ætið virðist ríkja í húsakynn- um auðugra. „Þú hefur rétt fyrir þér,“ sagði hann. „Það er rangt af mér að segja þetta. Ég bið þig af- sökunar." Sandi hneigði höfði með kotroskinlegum virðu- leika, hann svaraði engu. Og öldungurinn hélt áfram: ',,Ég hélt þér litist vel á Marlboró. Það er ágætur skóli. Ég mun síðan senda þig til Cam- bridge, ef þú verður ætt okkar til sóma í Marl- boró.“ Sandi átti erfitt með að fyrirgefa, og gremj- an sat lengi í honum. Það liðu mörg ár þangað til hann fyrirgaf afabróður sínum þetta til hlítar. En hann hafði fágaða framkomu. Hann vott- aði þakklæti sitt með skýrum nokkuð stuttara- legum orðum, og þar meö var samtalinu lokið. Sharrow lávarður sat lengi grafkyrr í stóln- um, eftir að Sandi var farinn, og hnyklaði brún- irnar íhugandi. Honum þótti vænt um Sanda — honum þótti miklu meir til hans koma heldur en erfingja síns, og hann hefði mjög gjarnan viljað skipta á þeim. Samt vissi hann, að það mundi hann aldrei gera, enda þótt tryggt væri, að svikin kæmust ekki upp. Og ástæðan var ekki sú, að hann óttaðist lög- brotið í sjálfu sér eða dóm guðs eða mannanna, heldur var það ættin og lögmál hennar, sem gripu hér fram fyrir hendur hans, en ættin var það eina í heiminum, sem átti virðingu hans óskerta. Og Sandi hinn var kjörinn af ættinni til að taka við af honum, og geta af sér nýja Sharrowa. Meðan lávarðurinn var að hugsa þetta, sauð enn upp úr hjá Sanda. Nú komst hann í brös- ur við Pál. Hann hafði gengið niður x litla salinn til þess að láta reiðina sefast ögn eins og hann orðaði það við sjálfan sig. Það var í litla salnum, sem þeir flugust á síðast. Og nú var Páll þar fyrir. Hann sat við borð og las, og yfir honurn logaði á lampa, sem varpaði gulu skini yfir hann og brún borðsins. Páll leit upp. „Hvað nú?“ sagði hann. Páll var haldinn nokkrum illum tilhneigingum. Hann var önuglyndur- og hafði gaman af að segja smáskreytni (strákárnir sögðu, að hann hefði ekki hug til að skrökva í því, sem stærra var), einkum þjáði þó forvitnin hann. „Nú, við hvað áttu?“ Það var ógnandi hreimur í rödd Sanda og Páll hefði mátt taka eftir þvi, en hann virtist ekki gera það. Hann var heldur seinn til skilnings. „Hvers vegna sendi hann eftir þér?“ Drengirnir voru saman, þegar þjónninn kom að sækja Sanda. „Hann þurfti að tala við mig,“ svaraði Sandi í reiðitón, „hann var að segja mér að Anna drottning var önduð, og Viktoría komin til valda.“ „Hvað segirðu, Sandi ? Viktoría kom til valda 1837.“ Sandi gekk frá honum í þeim fróma til- gangi að fá að vera í friði. Hann var kominn út að dyrunum, þegar Páll hélt áfram sífrinu og var nú blestau en venju- lega: „fig krefst þess, Sandi, að þú segir mér —“ Sandi sneri sér við rauður af heift. Páll reis á fætur og lagði bókina frá sér. „Sandi Sharrow," sagði hann og geiflaði sig. „Þú mættir skammast þín. Ég gerði rétt, ef ég færi til lávarðarins og segði honum-------“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.