Vikan


Vikan - 15.03.1951, Qupperneq 6

Vikan - 15.03.1951, Qupperneq 6
6 VIKAN, nr. 11, 1951 Sandi æddi að liomrm með niðurbældu öskri og krepptum hneíum. Nokkra stund heyrðist ekkert fyrir mási þeirra og umbrotum, en allt í ei«u hrataði Páll aftur á bak, felldi stól datt svo á gólfið úti í horni og skall með höfuðið upp við vegginn. Svo lá hann kyrr. Sandi stóð og horfði á hann. Honum var runn- in reiði, ekki vegna samvizkubits, heldur af því að honurn var í blóð borið að ráða skapi sínu, þótt bráður væri. „Stattu á fætur, PáU,“ kallaði hann. „Það er einhver að koma." Sandi tók Jampann og bar hann með erfiðis- munum út í hornið, þar sem mótherjinn lá í valnum. Hann setti lampann upp í gluggakistuna, kraup síðan niður og horfði á Pál. Honum var þungt um andardráttinn, samt ekkert þyngra en Sanda sjálfum. Sandi fór burt. Páli kom til miðdegisverðar eins og venjulega. Ekkert var minnzt á áflogin, fyrr en piltamir voru á leið í háttinn. Þá stanzaði Páll allt í einu á pallskörinni. „Heyrðu, Sandi,“ sagði hann, „hvar hefurðu heyrt allt þetta, sem þú sagðir?“ „Hvað?“ „Þú — þú bölvaðir svo ægilega, eins og sjó- ræningjarnir í bókunum. Vissirðu ekki af því sjálfur ?“ Sandi hló. Náttúriega var hann ennþá.gramur afabróður sínum, samt vildi hann ekki koma upp um hann. „Farðu að hátta, væni minn,“ sagði hann góð- látlega. Honum fannst hann hafa elzt um mörg ár i kvöld. 9. KAFLI. Það varð járnbrautarslys miili White Shirley og Lundúna og þess vegna komust þeir Páli og Sandi ekki eins snemma og þeir ætluðu. Páll hafði hugsað sér að hitta föður sinn á Júston- stöðinni, en klukkan var orðin niu, þegar þeir loksins lögðu af stað. Sandi var einn síns liðs allan daginn, samt var hann ekkert einmana. Til þess að skilja hann betur, þegar hér er komið sögu, skulum við minnast þess, að hann hafði aldrei fyrr verið einn sins liðs utan Lund- úna, svo og, hvaða áhrif kæruleysi foreldranna hafði á uppeldi hans. Hann þekkti föður sinn verr en Sharrow lá- varð, sem hann hafði einungis kynnzt í sex vikur. Sidney Sharrow hafði ætíð tekið Htt trúan- leg ummæli fólks um gáfur hans, samt þótti honum vænt um strákinn, en ekki meir en geng- ur og gerist. Hann kom fram sem faðir hans og djúp varð kynning þeirra aldrei. Tensglin við móðurina voru allt öðru vísi. Hún átti hinn skjóta, skaipa næmleika franskra kvenna og skildi, að sonurinn var efnilegur og góðum gáfum gæddur en hún var svo síngjörn, að hún velti aldrei fyrir sér hvað hann eða hver annar, sem í hlut átti, hugsaði, og þess vegna var hún drengnum gersamlega ókunnug líka. Annars tók hún ákaflega nærri sér, hve hann var ófríður. Og þannig hafði Sandi lifað sig inn i sínar eigin ímyndanir, sem efalaust voru bæði rangar og skoplegar. Samt voru þær hans andlegu óðöl, og þar reisti hann sér bú, dreyminn, lítið ein- mana, beiskjulaust sannfærður um smæð sina í heiminum. Hann varð á eftir jafnöldrum sínum í þroska enda þótt hann skorti hvorki alvöru né einbeittni. En hann hafði breytzt mikið þessar sex vik- ur, sem hann dvaldist á Sharrow. Þrisvar sinn- um hafði hann orðið frávita af reiði. Þessi magn- aða reiði kom honum nokkuð á óvart, gerði hanh dálítið skelkaðan, en jafnframt var hann stoltur af henni. Svo var það aðdáunin á höllinni, sem hafði blossað upp í brjósti hans er hann leit hana í fyrsta sinn. Þessi aðdáun eða lotning varð svo rík í huga hans, honum flaug í hug, að hann hefði kanski orðið fyrir gemingum. Áður þótti honum ekki vænt um nokkurn hlut. Það var erfitt fyrir sérlundaðan strákling að þykja vænt um Sharrow lávarð. Vissulega hafði hann hrifizt • af sumum til- hneigingum hans, svo sem ást hans á ættinni. En Sandi gerði sér það ekki ljóst. Lestin æddi gegnum rigningu næturinnar. Páll svaf í sætinu andspænis opinmynntur, með værðarsvip, sem kirtilsjúkum er eiginlegur. Sandi hélt sér uppi við og hugsaði um lávarðinn garala. Svo sagði hann allt í einu við sjálfan sig: „Auðvitað er hann dauðans asni. Og drykk- feldur i þokkabót, en samt----------“ 10. KAFLI. Sanda fannst ætíð, að örlögin hefði skipt ævi sinni í fjögur skeið, þegar hann rifjaði hana upp fyrir sér síðar. Og fyrsta skeiðinu lauk um það bil ári eftir að hann fór til Sharrow. Það var um nótt í desember. Veðrið var nist- ingskalt. Hann nálgaðist Viktoríustöðina á leið heim til sin, þar sem hann ætlaði að dveljast yfir jólin. Hann kvaddi vin sinn, Benna Frith, á braut- arpailinum, en faðir hans var þegar kominn til að taka á móti honum. Svo hélt hann einn út af brautarstöðinni berandi ferðakistuna og ætlaði sér að ná í vagn. Sidney Sharrow, faðir hans, hafði skrifað hon- um í bréfi, að hann gæti ekki komið á stöðina, og Sandi varð því feginn. Benni var eldheitur aðdáandi Lundúna, og þar sem hann megnaði ekki að byrgja aðdáun sína inni, tók han að telja aðra á sitt mál. Og Sandi varð fyrir valinu. Faðir Benna var bókavörður við British Mus- eum (safn i Lundúnum) — Veikbyggður hugar- óramaður, og þar sem Benni var sérlega fáskipt- inn og einrænn, tók Frith að fara með hann á kvöldgöngur. Þessum sið hélt hann árum saman. Á þessum kvöldgöngum hafði Benni kynnzt stærsta hluta Lundúnaborgar, og Sandi brann af löngun til að færa sér i nyt reynslu hans. Hann hafði sagt Benna frá Sharrow — lýst höllinni fyrir honum, en ekki getað að neinu tilfinninganna, sem hann bar í brjósti til hennar. Þeim gat hann ekki lýst, enda þótt hann brysti 'ef til vill ekki orð til þess. Benni bara yppti öxlum með fyrirlitningu. „Bíddu þangað til þú færð að sjá Lundúna- borg betur," var svar hans við öllu. Og nú stóð Sandi á horninu á Vauxhall-Bridge- götu. Klukkan var hálfátta. Sömu tilfinningar blossuðu upp i honum og þeg- ar hann sá Sharrow í fyrsta sinn, þar sem hann stóð þama í skini götuljósanna. Þetta var dá- samlegt. Benni hafði engu logið. Hávaxinn herramaður gekk yfir götuna, þar sem hann stóð. Hann var klæddur eins og prest- ur og leiddi tvær telpur sór við hönd. Götuljósið féll stutta stund á andlit þeirra. Þau litu á Sanda, Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Mamman: Sæll, ástin! Þú kemur snemma heim. Pabbinn: Ég ætla að fara út á veröndina og lesa Pabbinn: Já, mig langaði til að sjá Lilla, áður en hann færi að sofa. þessar skrítlur fyrir hann. Kinp Ftdlurcs Syndifálr, Inc , World fifhls wvrvrJ Pabbinn: Hm! Hversvegna grætur barnið svona óskaplega.? Pabbinn: Hvað gengur að þér, Lilli minn? Lilli: Mig langar í brauðsneiðina mína með sultu- tauinu og . . . Lilli: Þú situr á henni!

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.