Vikan


Vikan - 15.03.1951, Blaðsíða 11

Vikan - 15.03.1951, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 11, 1951 11 Framhaldssaga: ^ |y gr IJRIIMIM 12 Eftir EDEN PHILLPOTTS "í s ,<r „Hlustaðu nú á, hvað ég hef að segja, þó að það sé hræðilegt. Vitanlega er allt satt og rétt sem þú segir mér um úlfa, um það er ég ekki í neinum vafa; og að guð hafi skapað úlfana sem ráðgátu og ógn mannanna til þess að hegna þeim fyrir syndir þeirra getum við verið sam- mála. En ég á hér við dálítið, sem einnig er þó nokkuð algengt, en hvernig það skeður veit eng- inn, og mun aldrei fá að vita — hin hræðilega breyting manna i úlfa, Lycantropi „Og þú þorir að nefna guðs nafn í þessu sambandi ?“ „Já, og það væri eins og hver önnur heimska að halda því fram að Lycantropi sé ekki til. Maður gæti fuilt eins vel haldið þvi fram að sóiin sendi ekki frá sér birtu og yl. Þetta hefur komið fyrir allt frá ómuna tíð, og fjöldi vitna eru til, sem geta sannað þetta mál. Mér finnst sjálf Lycantropian ekki vera hið undarlegasta, heldur hitt að vinir minir og kunningjar, sem eiga að heita sæmilega gefið fólk, skuli statt og stöðugt reyna að neita því að hún sé til. Lycantropi er til allstaðar í heiminum, en þið virðist álíta hana goðsögn. — Og nú,“ hélt Vilhjálmur áfram, „kem ég að því, sem ég ætlaði að segja. Lycantrop er venjulegur maður, sem hefur átt þessi hræði- legu öriög skilið vegna illmennsku sinnar. En stundum er það einnig að hann verður að gjalda fyrir brot annarra, oftast forfeðra sinna, með þessum hræðilegum örlögum. Margir lycantrop- ar hafa, eftir að þeir hafa fundið hvaða örlög biðu þeirra, játað að þeir ættu skilið að liða þessi hræðiíegu örlög, en þeir eiga oftast ver með að sætta sig við þau en þeir, sem verða að þjást vegna afbrota, sem þeir eru gjörsam- lega saklausir af. — Það hefur iðulega skeð, að fólk hafi verið drepið af misgáningi, og þannig mun það vera alitaf og eilíflega; en ég vil ekki hafa morð á samvizkunni, og ef skepn- an, sem er hér á ferli í kringum okkur, er i raun og veru lycantrop, þá er það glæpur að drepa hana. Með öðrum orðum, ég er sannfærð- ur að hér sé um manneskju að ræða, sem er að taka út hegningu sína, og ef til vill á hún aft- urkvæmt til mannfélagsins, og þessvegna væri það morð ef maður dræpi hana. Og nú, þegár þú veizt hvernig ég lít á þetta, þá skilur þú, að ég skuli ekki vilja leyfa óvita fólki að hund- elta hana.“ John yppti vandræðaiega öxlum. Sló úr píp- unni og tróð í hana að nýju. „Og hvernig heldurðu þá að óargadýrið liti út, Bill?" spurði hann eins og I neyðarvörn gegn ofstæki Vilhjálms. „Hvað býztu við að sjá, ef þú rækist á það?“ „Ég get vel ímyndað mér, hvernig lycantrop lítur út,“ svaraði hann alvarlega. „Eg hef iðu- iega séð þá í draumi. Mér dettur það stundum í hug, hvað mig dreymdi undarlega oft úlfa sem barn. Lycantrop er hvorki maður né úlfur að öllu leyti, John, en líkami hans er bundinn í úlfs- ham, þó að sálarlíf hans og hugsun sé mannleg. Höfuð hans er úlfshöfuð, en augnaráðið er eins og okkar mannanna. Ef til vill hefur hann mannslíkama, en hann hefur rófu, og ioppur með gangþófum og klóm í stað handa og fóta. Ég hugsa, að hann hlaupi á fjórum fótum, þegar hann er á veiðum, en þess á milli gengur hann uppréttur eins og maður eða api. Á málverkinu „Les Lupins" eftir Mauric Sand er hópur ver- úlfa sem stendur við kirkjugarðsvegg að næt- urlagi í glaða tunglskini." „Guð varðveiti mig frá að sjá slíka skepnu," — andvarpaði John — ,,og þig lika, Bill.“. „Það eru engar líkur til þess, að nokkur nema ég komi til með að sjá slíkan úlf,“ svaraði Vil- hjálmur. ,,En það sem á að ske mun ske, og þú munt verða að viðurkenna að það er satt einn góðan veðurdag." ,,Ég sé aðeins eitt, Bill, og það er að þetta er brjálæði," svaraði John. En Vilhjálmur brosti aðeins og hristi höfuðið. „Ég er ekki genginn af vitinu, John minn," svaraði hann. Daginn eftir kom tilkynning frá þeim, sem höfðu haldið vörð við dýrið, að þeir hefðu orðið einskis varir, og Malfroy, sem hafði orðið að borða morgunverð einn, skrapp í heimsókn til Péturs iæknis. Hann sagði frá samtalinu, sem hann hafði átt við Vilhjálm og hve sjúklegt sálarástand hans væri orðið. „Þegar ég ræddi siðast við yður um Vilhjálm, var ég ókurteis," sagði hann, „en nú er ég farinn að óttast, að þetta sé meiri alvara en ég hélt þá — Sé lycantropi í rauninni til, þá hljóta að fylgja henni hræðilegar sálarkvalir." „Lycantropi eða úlfsæði er nokkurskonar brjál- semi," svaraði gamli læknirinn, „og satt að segja verður maður að telja þá, sem þjást af því, geð- veika. Úlfsóður maður þjáist af þunglyndi. Augna- ráð hans verður eins og hjá ofsóttu dýri, fram- koma hans verður fráhryndandi. Og nú sýnir Vilhjálmur öll merki þessarar veiki. Hann talar ómyrkt um verúlfa og trúir eindregið á tilveru þeirra. Hann vitnar í gamla rithöfunda eins og Forst og Webster, sem hafa skrifað um þessa bölvaða vitleysu. En það, sem hann segir, er mér nýtt að vissu leyti. Það eru þó rök fyrir þvi, sem hann segir, eins og til dæmis það að hann álitur, að það hljóti ennþá að leynast mannlegar tilfinn- ingar hjá lycantropum, og þess vegna vill hann ekki láta drepa hann, því að hann heldur að þessi óskapnaður geti ef til vill haft tækifæri til þess að komast aftur i samfélag mannanna." „Þér haldið víst ekki, að Vilhjálmur sé sjálfur með úlfsæði?" spurði Malfroy. „Alls ekki. Látið yður ekki detta slíkt í hug, kæri John. Hann trúir á yður, og hann er mjög taugaóstyrkur um þessar mundir vegna kvæðis- ins, en ég hygg að hann fái fulla bót um nýárið." „En þangað til getum við ekkert gert?" „Ekki annað en að leiða huga hans frá þessu vandræða máli og gæta þess að hann sé aldrei einn." „Upp á siðkastið hefur hann oft snætt morg- unn- og hádegisverð uppi í herberginu sinu." „Teljið hann á að borða niðri, eða farið í það minnsta upp til hans eftir mat,“ ráðlagði lækn- irinn. „Ég kem núna einhvern næstu daga og býð sjálfum mér til hádegisverðar hjá ykkur." Eftir hádegið fannst Malfroy ástandið versna um allan helming, þegar Vilhjálmur sagði, hon- um, að herbergisþjónninn hefði sagt upp stöð- unni. „Hversvegna gerði hann það?" spurði John undrandi. „Hvaða ástæðu bar hann fram ? Hann hefur alltaf verið herbergisþjónninn þinn frá því hann kom hingað?" „Ég verð að játa, að ég er mjög vonsvikinn," sagði Vilhjálmur. „En ef til vill er ég ekki jafn undrandi og þið hin. Ég hef alltaf litið á Bob sem sjálfsagðan vin, og aldrei umgengizt hann sem undirtyllu mina, og ég er hræddur um að ég hafi trúað honum fyrir meiru en liann þolir." „Ef þú hefur talað við hann, eins og þú tal- aðir við mig um daginn, þá er ég alls ekki hissa á. því að hann hafi orðið hræddur. En samt sem áður að segja upp stöðunni þess vegna, það finnst mér vera of langt gengið! Ég hafði ekki búizt við því af honum. Hann er meiri raggeitin!" „Það finnst mér of mikið sagt," svaraði Vll- hjálmur. „Við ræddum um þetta i morgun. Hann er ekki hræddur, það er ekki það, en hann er að ýmsu leyti líkur þér John, og það fer í taugarn- ar á honum að geta ekkert aðhafzt. Þó hann vildi gera allt, sem í hans valdi stendur til þess að hjálpa mér, þá stöndum við algerlega varnar- lausir gagnvart þvi, sem yfir mig dynur. Ef hann gæti slegizt fyrir mig, telft lífi sínu í hættu við að ráða niðurlögum f jandmanns mins, þá mundi hann gera það með glöðu geði. En þegar vanda- málin eru þannig, að ekkert er hægt að gera, æsir það hann, og hann óttast um að geð hans þoli ekki öllu meira. Hann er ekki hræddur um líf sitt og limu, athugaðu það. En eins og allir heilbrigðir menn með sæmilega skynsemi, þá ótt- ast hann þau öfl sem geta gert mann geðveikan. Hann finnur að ill öfl ásækja mig, og það þolir hann ekki." „Við verðurn að reyna að fá hann til þess að vera kyrr," sagði John. „Mér þykir þetta mjög leitt þín vegna, Bill, því að ég veit, að það er þér mjög á móti skapi að fá ókunnugan mann til að annast þig, ekki sízt eins og núna stendur á. Hann ætti í það minnsta að vera hér árið á enda. Ég skal tala við Meadows og leiða honum það fyrir sjónir hversu eigingirnisleg hegðun hans er." En Vilhjálmur mátti ekki heyra það nefnt. „Maður á ekki að rökræða við mann, sem segir upp stöðu sinni," sagði hann. Hann hef- ur gefið sínar skýringar á því, hversvegna hann vill fara. Það mun annar koma í hans stað, en hann mun aldrei geta fyllt sæti Bobs, því að hans líkir eru ekki á hverju strái. Hann sagðist ef til vill mundi hann koma aftur, en ég svar- aði, að það gæti hann ekki; að ég væri nauð- beygður til að fá mér annan herbergisþjón, því að án þess gæti ég ekki verið, en ég mun ekki framar gera það heimskupar, að gera hann að vini minum og trúnaðarmanni." Nokkrum stundum síðar fór Vilhjálmur heim á prestssetrið og sagði ölmu og föður hennar frá þvi að Bob væri að fara. Þau feðginin hryggð- ust mjög við þessa frétt, en þau urðu ekki- jafnundrandi og Vilhjálmur hafði búizt við. „Hann mun áreiðanlega sjá eftir þessu," sagði Boyd, „en þar sem við þekkjum manninn ekki nógu vel, getum við ekki gagnrýnt hegðun hans, Bill. Ég hef mikið álit á Meadows." „Hann hefur án efa haft góðar og gildar ástæður fyrir þvi að yfirgefa þig," sagði Alma. „Það mætti segja, að hann tilbæði þig, Bill. Og nú munu allir snúa við honum bakinu, og segja, að hann hafi hagað sér eins og hugleysingi." ,iÉg get ekki neytt hann til þess að vera hjá mér," svaraði Vilhjálmur. „Ég verð að skyggn- ast um eftir öðrum, og því fyrr sem Böb fer, því betra fyrir sálarró hans, vesalings pilts- ins." „Ég gæti ef til vill hjálpað þér að fá ahrian þjón," ságði presturinn, „riema því aðeins að þú sért búinn að ráða einhvern." 9. KAFLI. Rúmur hálfur mánuður var liðinn, og Vil-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.