Vikan


Vikan - 15.03.1951, Blaðsíða 12

Vikan - 15.03.1951, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 11, 1951 hjálmur var búinn að fá nýjan herbergisþjón, en ekkert markvert hafði skeð. Morgxinn nokkurn í nóvemberbyrjun kom Alma gangandi i átt- ina til Stormbury til þess að borða hádegisverð með Vilhjálmi. Það var langt siðan þau höfðu unnið við bókasafnið, vegna þess að Vilhjálmur var orðinn þreyttur á að raða bókum, og kaus heldur að eyða tíma sínum í lestur. Hann var í óvenju góðu skapi. En hann saknaði þó Mea- dows stöðugt. Malfroy var að koma út rétt i því, að Alma kom. Þau tóku tal saman, og ræddu um stund um Vilhjálm og hans vandamál, og John gladd- ist yfir að geta sagt kærustunni hans, að hon- um liði vel, væri styrkur og rólegur, ef til vill helzt til rólegur og íhugull. ,,Ég reyni að hafa ofan af fyrir honum,“ sagði John. ,,En ég er svo lítils megnugnr. Ég get að- eins talað við hann og fylgzt með honum, en þó verð ég að gæta þess að hann veiti því ekki at- hygli, að maður vakir yfir hverju spori hans. Hann er mjög sjálfstæður að eðlisfari, og hann mundi taka það illa upp fyrir mér, ef hann yrði þess var, að ég vekti yfir hverri hreyfingu hans.“ „Hvernig geðjast þér að nýja herbergisþjónin- um, John ?“ ,-,Ég get ekkert dæmt um þáð ennþá, en þetta minnir mig á, að ég ætlaði að spyrja prestinn hvaðan hann þekkti hann. Tveim dögum eftir að Boyd hafði rætt um hann við Bill, fann ég auglýsingu hans í „Morgunpóstinum“.“ „Bill sagði mér það. Þegar pabbi var síðast i London hitti hann Branksome lávarð að máli, þeir eru gamlir vinir, og hann sagði að þjónninn sinn hefði sagt upp stöðunni, og harmaði hann það mjög. Hann sagði, að Callender væri einstakur í sinni röð.“ „Ég skrifaði og bað um upplýsingar, og Brank- some svaraði, að Vilhjálmur gæti ekki fengið betri þjón en Callender." „Hversvegna sagði hann upp atvinnunni?“ spurði hún. „Ég spurði einmitt um það, og það var aðeins vegna þess að læknirinn hans áleit, að London hefði ill áhrif á heilbrigði hans, og ráðlagði hon- um að flytja upp í sveit, i það minnsta yfir vet- urinn." „Hann er vonandi ekki veiklulegur?“ „Nei, þvert á móti. Hár, sterklegur maður á bezta aldri,. þjónn alveg fram í fingurgóma. Hann segist hafa fengið andatepputilfelli nokkrum sinnum, en það komi aldrei fyrir sig, þegar hann er uppi í sveit.“ Þau ræddu áfram um Vilhjálm, og John sagði henni, að það væri einlæg von sín og ósk, að það versta væri afstaðið. „Ef árið gæti aðeins runnið skeið sitt á enda, án þess að nokkuð skeði, sem getur haldið líf- inu í „spádómsljófcinu" eins og hann kallar það,“ sagði Malfroy, „og óg skil tæpast að nokkuð slíkt gæti skeð.“ „Hvað heldur hann sjálfur að muni verða næst?“ spurði hún. „Það mundi ef til vill geta orðið okkur til mikillar hjálpar, ef við vissum það. En ég minnist aldrei á þetta mál af fyrra bragði, ég læt hann sjálfan um það, og það er orðið býsna langt síðan hann hefur minnzt á nokkuð því um líkt.“ „pann hefur látið í ljós við mig undrun sína á áð hann skuli ekki hafa heyrt úlfsvein a>ftur.“ „Já, hann getur ekki heyrt það, ef úlfurinn er farinn. Faðir minn heldur, að hann geti ekki verið héma lengur, og Georg Stocker er á sama máli. Hann segir, að væri hann hér ennþá, hefði hann drepið fleiri dýr.“ „Við hefðum áreiðaniega orðið þess varir, ef hann hefði drepið fleiri dýr. Upp á síðkastið hef- ur Bill einbeitt sér að háspekilegum hugðarefn- um. Hann segir að raunveruleikinn sé sveipaður óraunveruleika, að við lifum í hugmyndaheimi, en það sé nauðsynlegt, tM þess að raaður gefist ekki upp á tilvemnni. Og svo framvegis. Ég verð að hlusta á aílan þennan þvætting mögl- unarlaust, en það geri ég líka rólega, af því að ég held að ég geri honum gott með því.“ „Já, það er áreiðanlegt, ef það róar hann,“ sagði hún. „Ég er aðeins hrædd um að þetta sé ekki eintómur þvættingur eins og þér virðist álíta, John. En gæti hann aðeins sannfærzt um að ekk- ert dyljist á bak við atburðina, og að kvæðið væri ekki annað en gömul þjóðvísa, væri mikið nnnið.“ „Það er mér fyllilega ljóst,“ svaraði hann. „Veruleiki er það eitt, sem við teljum raunveru- legt. En hver er sá, sem er fær að dæma um satt og logið ? Allt of oft ákveðum við að hirða ekkert um eitthvað vegna þess að það sé óraun- verulegt, en svo sannar það ef til vill tilveru sína á óþægilega áþreifanlegan hátt, og við verðum að gjalda það dým verði, að okkur yfirsást." „Enginn getur verið einlægari aðdáandi sann- leikans en ég,“ svaraði hún sannfærandi. Þau skildu, og skömmu síðar fann Alma kær- astann. sinn liggjandi á legubekk inni í stofu. Hann var að lesa eina af uppáhalds bókunum sínum. „Háspekilegar hugleiðingar“, eftir Apu- leius. Þegar hann varð ölmu var, lagði hann flóttalega frá sér bókina og gróf andlitið i blóm- in, sem hún færði honum. „Ég mætti Malfroy, þegar ég var að koma," sagði hún. „Hann sagði mér að þú hefðir mikinn áhuga á háspeki þessa dagana, Bill. Ég óttast mest, að þú lesir of mikið, og fáir of lítið af fersku lofti.“ Hann hló. „Það eru tvær tegundir manna, já, aðeins tvær,“ sagði hann. „önnur tegundin eru þeir menn, sem hafa skilning á háspekinni, og hin eru þeir, sem engan skilning hafa á henni. Þér geðjast ef til vill betur að þeim síðarnefndu, en það er ekki hægt að bera virðingu fyrir nema þeim fyrrnefndu.“ „Ef það aðeins getur fært þér sálarfrið, Bill, þá er ég ánægð.“ „Til að byrja með hlýtur það að valda óróa, að maður skuli til þessa hafa álitið eitthvað trausta fótfestu í lífinu, sem í rauninni er ekki annað en hjóm, en áður en yfir lýkur, færir það manni djúpan frið.“ „Pabbi og ég erum bæði mjög raunsæ í hugs- anahætti,” sagði hún, „en þér mun vonandi þykja vænt um okkur áfram, þó að þú getir ef til vill ekki borið virðingu fyrir okkur.“ „Þið eruð bæði sæmilega háspekileg í hugsun, og það er líka nauðsyn hverjum presti vegna stöðu sinnar að vera sæmilega vel að sér í há- speki. — Það sem við sjáum, að það sem ná- granni okkar álítur sannleika er hjóm, og í hans augum lifum við ef til vill mjög innantómu lífi.“ Hún játaði, að hann segði satt. „Þetta er ástæðan fyrir því, að faðir minn segir, að það muni aldrei vera til heilsteypt þjóðfélag í orðsins eiginlegu merkingu, til þess að það mætti takast, yrðu allar þjóðir, já allir menn að hafa sömu réttlætiskennd, en þannig verður það aldrei. — En sleppum því og tökum upp léttara hjal,“ hélt hún áfram. „Hvaða morg- unmat fékkstu? — Þú hefur vitanlega ekki hug- mynd um, hvað þú hefur látið ofan í þig.“ „Ég hef ekki lokið máli mínu,“ svaraði hann. „Mig dreymdi í nótt, að ég hefði breytzt i úlf. En þú skalt ekki hafa áhyggjur út af því. Þetta var ekki í fyrsta sinn, sem mig dreymdi slíkan draum, og ég tek það ekki nærri mér.“ Hann fór að tala um aðra hluti, en hún lét ekki blekkjast. Hún sá, að á bak við kæruleys- islegan svip hans lá þjökuð sál. Vilhjálmur hafði aldrei fyrr minnzt á drauma sína við hana. „Ég ræð engu um framtíð mína,“ hélt hann áfram, „og ekkert í víðri veröld getur breytt þeim örlögum, sem manni hafa verið ráðin. Mað- ur stendur fyrir utan sinn eiginn likama, ef svo mætti að orði kveða, og horfir á sig sjálfan, eins og maður horfir á skuggamyndir á tjaldi. Að berjast gegn örlögum sínum, sem hafa verið ákveðin frá ómimatíð, slikt gæti aldrei borið neinn árangur, og enginn getur tekið upp bar- áttuna fyrir mína hönd. — Það var vissan um þetta, sem fékk Bob til að segja upp stöðunni, og sama máli gegnir um Malfroy, hann er óþol- inmóður og reiður, af því að hann getur ekki Mynd efst til hægri: Á meðan á kjötkveðjuhátíðinni á Balkanskaga stendur, koma bændurnir með lifandi fórnardýr á bakinu til Svefei Naum klaiustursins við Ochrida vatnið. — Mynd neðst íTl hægri: Getur maður lifað ef hann hefur aðeins tvö fet af görnum? — Já! — Mynd neðst til vinstri: Tattoeringin á andliti þessarar stúHcu (frá Formósu) táknar, að hún sé á giftingaraldri.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.