Vikan


Vikan - 04.10.1951, Blaðsíða 4

Vikan - 04.10.1951, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 38, 1951 Charles Dennis: CLAIRE. * Astarsaga. LESTIN nam staðar. ,,Fentley“, hrópaði lestarstjórinn. John fór út. Hann var klæddur veizlu- búningi, síðjakka, eða lafatreyju, ljósgrá- um buxum, hafði háan hatt á höfðinu og var með Ascatbindi er í var fest perlu- næla. Lakkskó hafði hann á fótum og hvít- ar öklahlífar. Enn fremur með hvita nell- iku í hnappagatinu. John var skrautlegur á að líta. Hann stóð á stöðvarpallinum og litaðist um. Eina mannveran sem sjáanleg var, eftir að lestin var farin, var hinn magamikli stöðvarstjóri. „Góðan daginn,“ sagði John. ,,Hér átti bíll að bíða mín.“ Stöðvarstjórinn var auðsjáanlega hrif- inn af hinum skrautklædda manni. Hann þagði um stund. Þá mælti hann: ,,Ég hef engan bíl séð hér. Ég býst við að þér haf- ið ekki ætlað að kaupa kúna, sem gamli Brown ætlar að selja.“ „Nei, ég ætla ekki að kaupa kú,“ sagði John. „Ég er á leiðinni í brúðkaup. Ég fékk orð um, að vagn kæmi hingað á stöð- ina til þess að aka mér til Stoke Martin.“ Stöðvarstjórinn brosti og mælti: „Eftir þeim vagni megið þér lengi bíða.“ Hann tók í handlegg Johns og leiddi hann út á veginn. „Stoke Martin er þarna. Þangað er þrjátíu kílometra leið. Þér fóruð úr lestinni við Fentley, en áttuð að fara úr henni við Fentley vegamótin.“ „Fentley vegamótin,“ sagði John. Harm tók af sér hattinn og klóraði sér í höfð- inu. Hann mátti búast við því, að Horace gæfi honum rangar upplýsingar. Hið ^ væntanlega brúðkaup hafði gert hann ruglaðan í ríminu, og í bréfi hans stóð Fentley. Ekki gat John betur sáð. Annars var skrift Horace argasta hrafnaspark, sem sérfræðing þurfti til þess að lesa. Því- líka skrift hafði John aldrei séð. „Hvernig í fjandanum á ég að komast þessa leið?“ Stöðvarstjórinn svaraði: „Þér getið beðið eftir næstu lest. Hún kemur eftir hálfa þriðju klukkustund. Þér getið líka gengið að Fentley vegamótunum. Þangað er sjö kílómetra leið. Ef til vill bíður bíll- inn þar enn. Þér gangið þessa vegarlengd á rúmlega einni klukkustund.“ „Er ekki hægt að fá bíl hér?“ spurði John. Stöðvarstjórinn hristi höfuðið. „Það er markaður í Littlethorpe, þangað fóru allir, sem vettlingi gátu valdið með öll sín farartæki.“ John ákvað að fara fótgangandi. Hann óttaðist að veizluklæði sín fengju vonda útreið. Hann lagði af stað. Þegar John hafði gengið hálfa klukku- stund var hann orðinn vongóður um að hann kæmist hæglega þessa vegarlengd án annarra óþæginda en skemmdanna á föt- unum. Rykið á veginum var afskaplegt. Hann var allur rykfallinn. Skyndilega kom John auga á lítinn, opinn bíl, sem kom eftir þvergötu, og ætl- aði inn á aðalveginn. John fór að hlaupa. í bílnum voru karlmaður og kvenmaður. Er bíllinn kom út á aðalveginn nam hann staðar. Það var ekki vegna þess að þau, sem í bílnum sátu, hefðu séð John og stað- næmzt til þess að bjóða honum upp bíl- inn. Ástæðan var sú, að snuðra var kom- in á þráðinn milli þeirra, er í bílnum voru. „Eg fer úr úr bílnum hér,“ sagði unga stúlkan, köld og ákveðin. „Ég fer úr bíln- um. Þér getið ekið áfram. Heyrið þér þetta?“ Maðurinn mælti í móti og tók um mitti stúlkunnar. „Bull og vitleysa,“ sagði hann. „Hversvegna viljið þér ekki kyssa mig? Því eruð þér svo kuldaleg?“ Unga stúlkan varðist ástleitni mannsins eftir megni. í þessu kom John á sjónar- sviðið. „Get ég hjálpað yður, ungfrú?“ spurði hann. „Já. Ég vil komast úr bílnum. Viljið þér opna hurðina fyrir mig,“ mælti hún. „Hugsið um yðar málefni,“ sagði mað- urinn í bílnum við John. „Til þess ræð ég yður eindregið.“ Bílstjórinn va rhár, þrek- inn og kraftalegur. Hann góndi á John, og aðgætti hann frá hvirfli til ilja. Hann spurði: „Eruð þér á ferðinni til þess að auglýsa eitthvert hringleikahús ? Eða er um veðmál að ræða?“ Ekkert æsir menn meira eða vekur reiði þeirra, en gagnrýni á búningi þeim, sem þeir eru í. Einkum ef ung stúlka er viðstödd. John mælti: „Ef þér eigið eitthvað vantalað við mig, er bezt að þér komið út úr bílnum.“ „Gjarna,“ sagði ungi maðurinn og fór í flýti út úr bílnum. Nú fyrst sá John, hve maður þessi var stór og sterklegur. Bílmaðurinn hóf þegar árás á John. Byrjaði hann með því að slá hattinn af höfði hans. Skoppaði hatt- I VEIZTU -? | I 1. Hversvegna lét Ivan grimmi taka aug- = 1 un úr byggingarmeistaranum, sem I i byggði St. Basil kirkjuna í Moskvu ? : = 2. Hvenær fæddist ítalska skáldið Virgil ? = i 3. Hvað er flatarmál Kina mikið og íbúa- '| i tala þess há? i | 4. Hvað heitir stærsta vatn Svíþjóðar og § hve stórt er það? i i 5. Hvenær var dr. Páll Eggert Ólafsson = fæddur og hvar og hvenær lézt hann ? i = 6. Hvað þýðir orðið blængur? = 7. Frá hvaða tima eru elztu handrit á | | dönsku ? i r 8. Hvenær er kvikmyndaleikarinn James § Cagney fæddur? * I i 9. Hvert er stærst allra núlifandi land- : | spendýra ? § | 10. Hvenær komu klerkar saman að Hólum § og kusu Jón Arason til biskups? i Sjá svör á bls. 14. i <:'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiii';> Mannlýsing úr íslenzku fornriti: „ . . . var meðalmaður á hæð og heldur grannlegur, fríður sýnum, réttleitur og ljóslitaður, bleikhárr og rauðskeggjaður. Hann var hógvær hversdagslega. Fann lítt á honum hvort honum þótti vel eða illa. Hann var vitur maður og forspár um marga hluti, langrækur og heiftúðugur, heilráður vinum sínum, en óvinir hans þóttust heldur kulda af kenna ráðum hans. Hann varðveitti þó hof. Var hann þá kall- aður.............Hann gerðist þá höfð- ingi mikill, en ríki hans var mjög öfunds- vert, því að þeir voru margir, er eigi þótt- ust til minna um komnir fyrir ættar sakir, en áttu meira undir sér fyrir afls sakir og prófaðrar harðfengi . . .“ Við hvern á þessi lýsing og hvar er hún? (Sjá svar 4 bls. 14). urinn all langan spöl eftir að hann kom til jarðar. Berserkurinn hló. En John rak upp reiðiöskur og gerði atlögu að kemp- unni. Hann barði manninn með krepptum hnefa, högg mikið á hægri kjálkann. Byrj- unin var góð. Bílmaðurinn hopaði eitt skref aftur á bak, rakst á og datt niður í skurðinn. „Flýtið yður! Hlaupið,“ æpti unga stúlk- an. En John kom gott ráð í hug. Hann fór upp í bílinn á sama augnabliki og hinn maðurinn rak rjótt andlitið upp yfir skurðbrúnina. John setti vélina í gang, veifaði til eiganda bílsins og ók hratt leiðar sinnar. „Nei, nei. Þetta megið þér ekki gera,“ sagði unga stúlkan. „Við megum ekki skilja hr. Jossop eftir. Farið út úr bíln- um. Ég mun aka til hans.“ John tók ekki mótmæli stúlkunnar til greina. Hann stöðvaði bílinn ekki fyrr en hann hafði ekið langan spöl. Hann mælti: „Ég áleit að ég hefði gert yður greiða með þessu. Ef ég væri í yðar sporum myndi ég aka heim og láta þennan ná- uuga eiga sig.“ Stúlkan hrissti höfuðið. „Ég er yður mjög þakklát. En ég er ritari hjá föður- bróður Arthur Jossops. Ef ég kem heim án þess að hafa Jossop með verða illindi, og ég má búast við að verða rekin.“ John blístraði. „Það er annað mál,“ sagði hann. Hún brosti. En átti erfitt með það. „Ég er yður mjög þakklát. Arthur gerði tilraun til þess að kyssa mig. En þá komuð þér. Hvert ætlið þér? Eigið þér langa leið fyrir höndum?“ John fór út úr bílnum. Hann þreifaði um höfuðið og horfði vandræðalegur á svip á ungu stúlkuna. „Hatturinn minn. Ég get ekki farið hattlaus í brúðkaupið.“ „Til brúðkaups," mælti hún mjög for- viða. „Hamingjan góða. Hvað skal nú til bragðs taka?“ John horfði þungbúinn fram á veginn. „Ég átti að fara úr lestinni við Fentley vegamótin. En ég fór úr henni við Fentley. Það var óaðgæzla. Ég ætla til Stoke Mar- tin.“ „Og þér ætlið í brúðkaup. Eigi að síð- ur gáfuð þér yður tíma til þess að hjálpa mér,“ sagði unga stúlkan. Hún gaf John merki um að koma inn í bílinn. „Ég verð að hjálpa yður,“ bætti hún við. „Hér get- ið þér ekki keypt nýjan hatt. En hr. Joss- op á hatta. Ég mun geta útvegað yður hatt af honum.“ Hún settizt við stýrið og ók af stað. John athugaði hliðarsvip hennar. Honum Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.