Vikan - 04.10.1951, Blaðsíða 10
10
VIKAN, nr. 38, 1951
/ ---------—.. ■.
• HEIIVilLIÐ •
V ■■■■■!!■■■■..III..■■■■■■■
Tómatsúpa:
1 y2 1. vatn eða soð, 2 laukar,
50 gr. smjörlíki, 50 gr. hveiti, 1
dós niðursoðinn tómatsafi. Salt,
pipar, sykur, 30 gr. makkarón-
ur.
Sneiðið laukinn og sjóðið í vatninu.
Jafnið með hveitinu. Bætið tóm&t-
safanum út i, þegar jafningurinn er
soðinn, siðan smjörinu. Látið suðuna
aðeins koma upp aftur. Keimið. Lát-
ið soðnar, smátt skornar makkarón-
ur út í.
Hvalk jötssteik:
2 kg. hvalkjöt, 75 gr. flesk, 80
gr. smjörlíki, 1Í4 tsk. sait, ca.
6 dl. mjólk, ca. 6 di. vatn. —
60 gr. smjörlíki, 60 gr. hveiti,
ca. 7 y2 dl. steikarsoð, • ca. 2 dl
rjómi, 1 tsk. sykur, salt.
Leggið kjötið í bleyti yfir nótt.
Si rið burt fituna, ef nokkur fita er
með, og dragið fleskþræði í kjötið.
Brúuið kjötið og sjóðið í potti. Sjóð-
ið vel, 1—-2 klst. Búið til brúna soð-
sósu. Blandið rjómanum saman við
og látið suðuna koma upp, keimið.
Berið soðið grænmeti og sultu með.
. Appelsíimbúðingur:
IV2 dl. appelsínusafi, V4 dl.
sítrónusafi, 70 gr. sykur, 3% dl.
rjómi, 7—8 blöð matarlím, y2 dl.
sjóðandi vatn. — 2—3 appelsín-
ur.
Skoiið skál með köldu vatni. Flysj-
ið appelsínurnar og takið hvitalagið
af. Skiptið þeim í rif 'og raðið rifun-
um í munstur í botninum á skálinni.
Stráið sykri yfir. Þeytið rjómann.
Hrærið saman appelsinusafa, sítrónu-
safa og sykri. Leysið upp matarlím-
ið í sjóðandi vatni. Þegar það er
r.ýmjólkurvolgt, er rjómanum og
sykruðum safanum blandað saman,
cg matarlíminu hellt saman við og
þeytt ve! i á meðan. Þá er búðingn-
um hellt yfir rifin í skálinni. Þegar
hann er oröinn stífur, er hann
skreyttur með rjóma.
Laukjurtir og hnúðjurtir.
VIBEÆG
SC/LLA tf
GLAD/0LU3
HVACINT
PERLEHYAC/NT
TUL/PAN
NAPC/S
Lffl; ? ?.
kCHIONODOXA RANUNKEL tílit ERANTHIS
k 5 | UNTEPGÆK montbretia crocus ANEM0NE
Sáðdýpt lauka og hnúða í sentímetrum: Snæstjarna (Chionodoxa), sól-
eyjahnýði (Ranunkel), vorboði (Eranthus), vetrargosi (Vintergæk), skóg-
arsóley (Anemone), stjörnulilja (Scilla), vepjulilja (Vibeæg), dverglilja
(Crocus), jómfrúlilja (Giadiolus), túlipan, páskalilja (Narcis), goðalilja
(Hyacint), perlulilja (Perlehyacint) og sverðliljur (Iris). (Ohls. E.).
Nytsöm og falleg bók: Garöa-
gróöur.
Isafoldarprentsmiðja hefur oft gef-
ið út fallegar og nytsamar bækur og
skemmtilega hefur hún haldið þeirri
venju sinni með útgáfu hinnar stór-
myndariegu bókar: Garðagróður,
aðallega í Reykjavik, Hafnarfirði og
á Akureyri, eftir þá grasafræðing-
ana Ingólf Davíðsson og Ingimar
Óskarsson, er árum saman hafa rann-
sakað garðagróður víða um land,
einkum á ofangreindum stöðum.
......Hefur komið í ljós, að garða-
gróðurinn er mun f jölbreyttari en hið
villta gróðurriki landsins eða rúm-
lega 600 tegundir, þar af 500 erlend-
ar tegundir frá ýmsum löndum
heims. í görðum á islandi blómgast
árlega fjöldi jurta frá Mið- og Vest-
ur-Evrópu og allmargar jafnvel ofan
úr Alpafjöllum og Himalajafjöllum,
austan frá Rússlandi, Siberíu, Kína
og Japan, vestan frá Ameriku, sunn-
an úr Miðjarðarhafslöndum o. s. frv.
Getur auðsjáanlega furðu rnargt
þrifizt á Islandi . . .“
1 Garðagróðri eru 360 tegunda-,
garða- og litmyndir, margar mjög
skemmtilegar. Þetta er ágæt hand-
bók, sem allra flest heimili þyrftu
að eignast.
Við birtum hér ofurlítið sýnishorn
úr Garðagróðri:
„Laukjurtir og hnúðjurtir“. Marg-
ar lauk- og hnúðjurtir bera stór og
litfögur blóm, flestar snemma vors.
Þrífast ýmsar þeirra vel í görðum
og fer ræktun þeirra óðum vaxandi.
Lauk- og hnúðjurtir safna matar-
forða í lauka eða hnýði, eftir blóm-
fallið á sumrin, og geyma til næsta
vors. Þess vegna gróa þær snemma
og blómgast flestum jurtum fyrr á
vorin. Þeim er aðallega fjölgað með
laukunum og hnýðunum, sem oftast
eru sett niður á haustin um 7—20
cm. djúpt, eftir stærð (stórir laukar
eða hnýði auðvitað dýpra en hin
smáu). Eftir setningu er gott að
leggja gamlan áburð ofan á moldina
til vetrarskýlis. Gáið að þvx, að lauk-
arnir snúi rétt — spíruendinn upp.
Jurtirnar blómgast næsta vor og síð-
an árum saman, ef skilyrði eru hent-
ug. Laukarnir og hnýðin fást venju-
lega á haustin í blómaverzlunum.
Setja má iaukana niður á vorin, en
þá blómagst þeir seinna en ella.
Grunnsettir laukar (eða hnýði)
blómgast að öðru jöfnu fyrr en djúp-
settir. Geta menn þannig látið þá
blómgast missnemma eftir því, hve
ajúpt þeir eru settir niður, og lengt
blómgimartímann. En mjög grunn-
settum laukum er auðvitað hættara
vdð skemmdum að vetrinum, og geta
blómgazt of snemma. Verður reynsl-
an þar bezti kennarinn. Setja skal
heldur dýpra i sandjörð en í leirjörð
eða gróðurmold.
Laukar, sem settir eru niður við
húshlið, blómgast fyrr en út í garð-
inum, og haldast þar oft lengur.
Margar skrautlegar laukjurtir vaxa
hér vel í góðri garðmold. Þær eru
fyrstu vorboðarnir í görðunum, lífga
umhverfið næri-i jafnskjótt og snjóa
leysir, t. d. dvergUljurnar bláu, gulu
og hvítu, snœliljurnar hvítu og vor-
hoðinn guli. I slóð þeirra feta bláar
perluliljur og stjörnuliljur, rauðir,
bláir og hvítir túlípanar, gular páska-
liljur o. fl.
Ingimar Óskarsson grasafræðing-
ur, annar höfundur bókarinnar
Garðagróður.
Alls staðar er rúm fyrir lauk- og
hnúðjurtir. 1 hlýjunni við húsveggina
blómgast þær snemma og þrífast
ágætlega. Vei fer á því að rækta þær
milli trjá.a. Þær blómgast áður en
lauf trjánna skyggir á, og prýða
mikið meðan hálfautt og snautt er
annars í görðunum.
Lágvaxnar laukjurtir sóma sér
prýðilega í steinhæð. Ef litið er um
pláss er hægt að rækta þær í pott-
um og kössum við húsin eða á vegg-
svölum.
Ingólfur Davíðsson gi-asafræðing-
ur, annar höfundur bókarinnar
Garðagróður.
Eftir blómfallið ber lítið á lauk-
jurtunum, þær eru þá ekki lengur til
prýði. Er hentugt að rækta laukjurt-
ir bak við seinþroskaðri jurtir, sem
geta tekið við af þeim með blóm-
skrúð sitt, þegar líður á vorið. Hægt
er líka að gróðursetja með varúð
sumarblóm í laukjurtareitina eða þá
taka upp laukana að lokinni blómgun
og gróðursetja þar blóm í staðinn.
(Síðan er rætt um flokkun lauk-
jurtanna, aðalblómgunartíma og
blómalit, en þvi er sleppt hér).
Tízkumynd
Hentugur haust- og vetrarkjóll úr
dökkgráu ullarjersey. Kraginn og
ermarnar eru brydduð með Ijósgráu.
Ermarnar eru þröngar fyrir neðan
olnbogann en poka ofulítið fyrir ofan.