Vikan


Vikan - 04.10.1951, Blaðsíða 12

Vikan - 04.10.1951, Blaðsíða 12
12 ur fengiö stórfengleg tækifæri — stórfengleg tækifæri.“ „Haldið þér, að það fari fram úr tuttugu þús- und pundum ?“ „Efalaust. Átti hann tal um þetta við yður?“ „Já. Ég er búinn að segja honum upp.“ „Þér eruð búinn að reka hann?“ „Já, því ekki það?“ „Mig hefur langað til að reka hann síðastliðin tíu ár, en ég hef aldrei haft hug til þess.“ „Mér veittist það ósköp auðvelt. Reyndar kunni ég ekki svo illa við kónann.“ „Ungfrú Spensa og Sjúls — bæði burtu á ein- um og sama degi!“ sagði Babílon hugsandi. „Og enginn kominn ennþá í þeirra stað,“ sagði Rakksoll. „Og samt gengur allt sinn vanagang.“ En þegar Rakksoll kom aftur heim að Babí- lonshóteli, sá hann, að í stól Spensu var komin ung stúlka, röggsöm og einbeitt á svip, svart- klædd. „Drottinn minn! Nella!“ kallaði hann og fór inn í skrifstofuna. „Hvað ert þú að gera hér?“ „Ég tók við af ungfrú Spensu. Mig langar til að hjálpa þér, pabbi. Ég held ég standi mig bara vel. Ég hef samið við ungfrú Selinu Smitt, rit- vélastúlku í skrifstofunni, að setja mig inn í starfið." „En heyrðu mig, Helena Rakksoll. Þetta kemst í blöðin: ein auðugasta stúlka Bandaríkjanna far- in að vinna á skrifstofu! Og við, sem komum hingað til hvíldar!“ „Ég hélt þú hefðir keypt þér hótelið til hvíld- ar, pabbi?“ „Þú heimtaðir steik,“ rumdi i honum. „Svona burt með þig héðan á stundinni.“ „Hér er ég,“ sagði Nella og hló fjörlega. Rétt í þessu rak hárprúður maður um þrítugs aldur höfuðið inn um skrifstofuopnuna. Hann var vel klæddur, mjög höfðingmannlegur í framgöngu og virtist mikið niðri fyrir. Hann leit á Nellu, og honum brá. „Hva!“ hrópaði hann upp yfir sig. „Þér hér!“ „Já, yðar hátign. Pabbi, þetta er hans hátign Aribert prins af Pósen — einn tignasti gestur okkar.“ „Þér munið nafn mitt, ungfrú?" tautaði komu- maður á þýzku. „Auðvitað, prins,“ svaraði Nella brosandi. „1 vor voruð þér í Paría og hétuð Steinbokki greifi — vafalaust dulnefni —“ i „Hættið þessu,“ sagði hann ógnandi, hóf upp höndina og' fölnaði í framan. V. KAFLI. Hvernig fór fyrir Reginaldi Dimmoka. Bráðlega voru þau komin i fjörlegar viðræður, og að minnsta kosti var svo að sjá, að þau vildu öll vera sem einlægust. Það kom ljúfur, ef ekki lotningarfullur blær á rödd Ariberts, þegar hann talaði til Nellu, og hann varð alúðlegri við föður Nellu en tilhlýðilegt var af svo tignum manni. Sá síðarnefndi skemmti sér við að íhuga þetta konungborna ungmenni, hið fyrsta, sem hann komst í kynni við. Hann var viðfelldin í framan, stærði sig ekki með heiðursmerkjum og mundi hæfa vel sem erindreki fyrir hin ágætustu firmu. Svona kom Theodóri Rakksoll fyrir sjónir mað- urinn, sem mundi kannski dag einn setjast að rikjum í hertogadæminu Pósen. Nellu datt í hug, og hún brosti að hugdett- unni, að hótelskrifstofan væri tæplega rétti stað- urinn til að veita svona tiginbornum manni mót- töku. Þarna stóð hann með höfuðið hálfrekið inn um skrifstofuopnuna, hallaði sér hirðulaysislega upp að opnubrúninni, eins og væri hann víxlari eða smáforstjóri í Nýju Jórvík. „Eruð þér einn á ferð?“ spurði hún. „Af ýmsum ástæðum er ég það,“ svaraði hann. „Fylgjunautur minn átti að hitta mig við Tserin Kross, en þar sá ég hann hvergi — ég skil ekki, hvað komið hefur fyrir." „Var það Reginaldur Dimmoki?" spurði Rakks- oll. „Já, einmitt. Ég man ekki eftir að hann hafi brugðizt mér fyrr. Kannizt þið við hann? Hefur hann verið hér?“ „Hann snæddi með okkur i gærkvöldi," sagði Rakksoll — „Nella báuð honura," bætti hann við kimileitur; „en i dag hef ég ekki séð hann. Mér er kunnugt um, að hann hefur tekið á leigu höfð- ingjaíbúðina og svo eitt herbergi næst henni — herbergi númer 55. Er það ekki rétt, Nella?“ „Jú, pabbi,“ sagði hún, er hún hafði gáð í skrif- stofubækurnar. „Yðar hátign vill náttúrlega sem fyrst komast til herbergis — íbúðar yðar, ætlaði ég mér að segja.“ Því næst hló Nella opinskátt framan i prinsinn og sagði: „Satt að segja veit ég ekki, hver á að fylgja yður þangað. Við pabbi erum nefnilega heldur fáfróð ennþá í öllu, sem varðar hótelið. Það er ekki lengra síðan við keyptum það en í gærkvöldi." „Hafið þér keypt hótelið?" Prinsinn var stein- hissa. „Ójá,“ sagði Rakksoll. „Og Felix Babílon er þá farinn?“ „Hann er á leið að fara, ef hann er ekki far- inn þegar.“ „Ó, nú skil ég,“ sagði prinsinn; „þetta er eitt af tiltækjum ykkar Ameríkumanna. Þið kaupið til að selja og hagnast, ekki satt? Þið eruð á skemmtiferð, en þið getið ekki neitað ykkur um að þéna nokkrar þúsundir á skemmtiferðinni. Ég hef fyrr heyrt sagt frá sliku.“ „Við ætlum ekki að selja hótelið, prins, fyrr en við gefumst upp á rekstrinum. Stundum erum við fljót að gefaSt upp, en stundum ekki. Það fer eftir þvi, hvort — ha? hvað?“ Rakksoll sneri sér að þjóni, sem komið hafði inn í skrifstofuna og gaf honum undarlegar bendingar. „Viljið þér gjöra svo vel og koma fram fyrir," sagði þjónninn með þungri, en biðjandi rödd. „Látið mig ekki tefja yður, Rakksoll," sagði prinsinn, og þess vegna fór Rakksoll út á eftir þjóninum, en hneigði sig kurteislega fyrir prins- inum áður. ,,Má ég ekki kom inn fyrir?" sagði prinsinn við Nellu, strax og Rakksoll var farinn. VIKAN, nr. 38, 1951 „Þvi miður, prins," sagði Nella og hló. „Það er mjög stranglega bannað að gestir stigi inn í skrifstofuna." . „Hversvegna vitið þér, að það er stranglega bannað, fyrst þér eignuðust hótelið ekki fyrr en í gærkvöldi?" „Ég setti sjálf þessa reglu núna í morgun, yðar hátign." „En mig langar mikið til að tala við yður, ungfrú Rakksoll." „Langar yður að tala við mig sem Aribert prins eða sem vinur — kunningi — eins og þegar við hittumst í París í vor?“ „Sem vinur, kæra ungfrú, ef ég má segja svo.“ „Og þér viljið ekki fyrst fara og skoða íbúð- ina ?“ „Nei. Ég ætla að bíða eftir Dimmoka; hann hlýtur að koma bráðlega." „Þá getum við fengið okkur te í einkaherbergi föður míns.“ „Afbragð!“ sagði hann. Nella talaði í simann og hringdi nokkrum bjöll- um. Það var eins og hún vildi sýna prinsinum og hverjum, sem sjá vildi, að hún hefði miklar gáful’ til þjónustustarfa og að kaupsýsla væri hennar annað eðli. Því næst steig hún niður af stólnum, gekk út úr skrifstofunni og fór með Ariberti prinsi inn í herbergið með sniði Lúðvíks XV., þar sem faðir hennar og Felix Babílon höfðu spjallað saman kvöldið áður. „Um hvað langar yður að tala við mig?“ spurði hún prinsinn, um leið og hún hellti aftur í boll- ann fyrir hann. Prinsinn horfði á hana og tók til sín bollann; um stund gat hann ekki um annað hugsað en ástúð hennar, því að hann var miklu skyni gæddur og hafði óspilltar eðlishvatir. Nella var ákaflega fögur þetta kvöld. Fegurð jafnvel fegurstu kvenna blómstrar og fölnar frá einum tíma til annars. Þetta kvöld var fegurð Nellu í blóma. Hún var fjörleg, kvik, röggsöm og samt ólýsanlega ljúf í framgöngu og sýndist geisla af gleði og hamingju. „Ég er búinn að gleyma því,“ svaraði hann. Ofan til vinstri: Leonardo Da Vinci uppgötvaði fyrstu brynbifreiðina fyrir 450 árum. — Neðan til vinstri: Á hversu mörg banjohljóðfæri má setja strengi úr einu pundi af stáli? 1.500. — Til hægri: Siðustu 70 árin hafa geisað meir en 10.000 hvirfilbyljir í Bandaríkjum Norður-Ameríku.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.