Vikan


Vikan - 04.10.1951, Blaðsíða 6

Vikan - 04.10.1951, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 38, 1951 til þess að rabba við einhvern í bróðerni, hugs- aði hún með beiskju. Þegar rökkrið hafði vikið fyrir myrkrinu, varð hún fyrir alvöru óttaslegin og döpur. Hún hefði hringt í Duncan, ef hún hefði vitað, hvar hann bjó í Canberry — spurt, hvort hann hefði frétt af Katrínu -— en þegar henni kom Katrin í hug, varð henni einnig hugsað til bréfsins og því næst, óhjákvæmilega, til Dicks Derrecks. Dauður líkami hans í forstofunni var sýn, sem hún hélt, að hún gæti aldrei losnað við úr huga sér. Það var hræðilegt. Það var miskunnarlaust! Hún vissi ekki hversvegna hún losnaði ekki við þetta orð úr huga sínum. Miskunnarlaust! Hún trúði ekki fremur en Mac, að hann hefði ráðið sig af dög- um. En hver hafði þá drepið hann, og hvers- vegna? En hún hafði það á tilfinningunni, að það stæði á einn eða annan hátt í sambandi við bréf- ið og um leið Katrínu. Að lokum, þegar hún var rétt komin upp i rúmið með bók, sem hún vissi, að hún gæti ekki fest hugann við að lesa, var dyrabjöllunni hringt. Það var næstum því eins og tilraun, aðeins vott- ur um hringingu eins og hlutaðeigandi væri hik- andi, er hann þrýsti á hnappinn. Það var eng- inn vafi á, að þetta var hvorki Mac né Duncan, þeir hefðu aldrei hringt þannig. Quentin fór í sloppinn sinn og inniskó aftur. Það hafði ekki ver- ið hringt aftur, og þegar hún fór til dyranna, hugsaði hún með sér, að þetta hefði ef til vill aðeins verið hugarburður. Hún opnaði dyrnar með varúð. „Er nokkur þar?“ Það stóð einhver til hliðar við dyrnar, ekki fyrir framan þær. Aðkomumaður hlaut að standa fast upp við vegginn. „Eruð þér einar, ungfrú Martin?" var hvísl- að svo lágt, að hún þekkti ekki röddina. „Já . . . Hver er það?“ „Það er ég, ungfrú Martin. Má ég koma inn?“ „Katrín!“ hrópaði Quentin og tók andköf. Hún opnaði dyrnar upp á gátt, og unga stúlk- an skauzt innfyrir eins og skuggi, vofa. Hún hafði horazt, og magra, friða andlitið hennar var náfölt. Blá augu hennar sýndust óeðlilega stór og það bar mikið á kinnbeinunum. Hún var 1 sömu fötunum, sem Quentin hafði siðast séð hana í um borð í skipinu, ódýru brúnu dragtinni, með litlu, brúnu húfuna, i slitnum ilskónum. En nú var dragtin krumpuð og blússan, sem hún var í innanundir, óhrein eins og hún hefði verið í henni í marga daga án þess að hafa skipti. Quen- tin varð hugsað til ferðatöskunnar í anddyri Spellmanshússins. Hvað hafði Katrín til skipt- anna ? „Ég vona, að þér verðið ekki reiðar?“ taut- aði Katrín. „Þér sögðuð, að ég skyldi koma.“ ,Auðvitað er ég ekki reið. Við höfum öll ver- ið svo áhyggjufull út' af yður.“ „Við — við hverja eigið þér, ungfrú Martin?“ „Ja-a — ég hef verið það og herra Tempel- ton.“ Quentin fannst Katrín skæla munninn fyrir- litlega. „Þessi göfugi umsjónarmaður ? “ „Eg veit ekki, hversu göfugur hann er eða ekki, en ég álít að hann sé það.“ Quentin fann að hún reiddist. _,,Að minnsta kosti er hann nógu göfugur til þess að hafa áhyggjur út af yður á mjög óeigingjarnan hátt.“ „Svo-i ?“ „Já.“ Þær stóðu hreyfingarlausar og virtu hvora aðra fyrir sér. Og skyndilega fór Katrín að hlæja. Hún hló, en andartaki síðar hætti hún snögglega. „Óh!“ Hún gaf frá sér óp, reyndi að grípa í stól, en fálmaði fram hjá honum. Og innan skamms lá hún í yfirliði á gólfinu. Til allrar hamingju hafði Mac skilið koniaks- flöskuna eftir kvöldið áður, og Quentin gat kom- ið ofurlitlu á milli vara Katrínar. Hún stundi og sagði með veikum mætti: „Látið mig í friði, ó, látið mig í friði, ég er svo þreytt." „Nú er bezt, að ég fari með yður inn í rúm,“ sagði Quentin. Hún studdi, næstum bar ungu stúlkuna inn í herbergið, þar sem voru tvö rúm. Hún háttaði hana og lánaði henni einn af nátt- kjólunum sinum. Hún þvoði henni í framan og um hendurnar með svampi og burstaði ljóst, mjúkt hárið, sem var orðið æði flókið. „Svo skal ég koma með eitthvað handa yður að borða,“ sagði hún. „Hvenær borðuðuð þér síð- ast?“ Unga stúlkan hreyfði sig óþolinmæðislega, næstum reiðilega: „Það man ég ekki. Einhvern- tima . . . í morgun . . . það var ef til vill í gær- morgun.“ Quentin átti súpu í dósum, egg, brauð og smjör. Það leið ekki á löngu áður en hún hafði útbúið lystugan verð. Henni hafði fundizt hún of þreytt til þess að laga kvöldmat handa sjálfri sér, en það var allt öðru máli að gegna að laga mat handa öðrum. Katrín leit græðgislega á bakkann. Koníakið hafði þegar haft þau áhrif, að roði hafði færzt í kinnar hennar. „Ég er sannarlega svöng,“ sagði hún hásri röddu. Þegar maður á ekkert heimili og enga peninga . . . Hún tók til við matinn. „Þér fóruð til fólksins sem sá um tryggingu yðar?“ spurði Quentin og settist á rúmið hinu- megin. „Nei!“ Hún gaf ekki frekari skýringu. „Það hefur verið að grennslast eftir yður.“ Katrín leit snöggt á hana og úr svip hennar lýsti ásökun. „Þekkið þér það?“ „Ég hef hitt Spellmansfjölskylduna eftir að ég kom hingað. Ég hef nokkrum sinnum verið með Irmu Spellman." Katrín sagði ekkert, en Quentin fannst svipur hennar bera vott um, að hún ætlaði sér að vera á varðbergi. Hún minnti óþægilega á kvalið varn- arlaust dýr, sem hörfar inn í dimman afkima. ,,Ég er svo sem enginn vinur þeirra," heyrði Quentin sjálfa sig segja. Katrín svaraði engu, en hún leit flóttalega í kringum sig næstum því eins og hún væri að leita að leið til þess að komast út. Katrín borðaði súpuna, ofurlitið af þeyttu eggjunum, og ýtti því næst bakkanum til hliðar. „Ég get ekki borðað meira,“ tautaði hún. „Þeg- ar maður hefur lítið sem ekki neitt borðað í lengri tíma . . .“ Hún rétti allt í einu úr sér. „Hvar er bréfið mitt? Ég er komin til þess að sækja það.“ Quentin fannst hún stirðna og allt í einu varð hún hrædd. Hún var ekki hrædd við Katrínu, en hrædd við, hvaða áhrif það mundi hafa á hana, sem hún varð nú að segja henni. „Ég hef það ekki,“ sagði hún. ,Jlafið þér það ekki?“ Katrín tók viðbragð. Hún laut áfram, og rödd hennar var óþýð: „Hafið þér það ekki ? Hversvegna ? Hvað hafið þér gert við það? Létuð þér manninn fá það, sem það var skrifað utan á til ?“ Quentin hristi höfuðið. „Ég lét herra Derreck ekki fá það. Þér sögðuð, að ég mætti það ekki nema . . .“ Hún þagnaði. Blessað barnið! Teikning eftir ©eorge MoManus. Raddir að utan: Það er vitlaust — Nei það er rétt — Það er vitlaust! Pabbinn: Eru nú krakkamir farnir að rífast? Pabbinn: Drengir, drengir! hættið þessu rifrildi! Dolli: Þú ert asni! Það var vitlaust, það munaði um heilan meter! Lilli: Láttu ekki eins og kjáni. Pabbinn: Ég verð að reyna að lækka í þeim rostann! Copx. 1951. King Featurcs Syndicate, Ixk., World ri^hts rcscrved. Pabbinn: Því leikið þið ykkur ekki eins og siðsömum drengjum sæmir? Pabbinn: Nú ætla ég að fara með ykkur á reglulegan knattleik. Þar skui- ið þið, svei mér, sjá „burst“! Pabbinn: Ræningi! Þrjótur —! Skepna! Svín!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.